Innlent

Neyðarfundur í ráðhúsinu: Stefán settur yfir neyðarstjórn

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Dagur borgarstjóri þegar hann mætti á fundinn rétt fyrir 12 í dag.
Dagur borgarstjóri þegar hann mætti á fundinn rétt fyrir 12 í dag. Vísir/Aðalsteinn
Neyðarfundur borgastjóra og bæjarstjóra á höfuðborgarsvæðinu er hafinn í ráðhúsi Reykjavíkur. Auk bæjarstjóranna er stjórn Strætó á fundinum. Á fundinum verður gengið frá myndun neyðarstjórnar yfir ferðaþjónustu fatlaðra undir stjórn Stefáns Eiríkssonar, sviðsstjóri velferðarsviðs.

Sjá einnig: Ökumaðurinn tjáir sig



Skrifað var undir tillöguna á öðrum tímanum í dag.
Atvikið í gær er kornið sem fyllti mælinn hjá mörgum en ýmislegt hefur gengið á hjá ferðaþjónustu fatlaðra síðustu mánuði. Umfangsmiklar breytingar voru gerðar nýverið á virkni þjónustunnar og tekið upp nýtt tölvukerfi sem á að sjá um að útdeila bílstjórum á pantaðar ferðir hverju sinni.

Sjá einnig: Stjórnendur ÍTR funduðu með starfsmönnum Hins hússins í morgun



Meðal þeirra sem mættir eru á fundinn eru Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, S. Björn Blöndal, forseti borgarráðs, Guðlaug Kristjánsdóttir, forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar og Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar auk stjórnarmanna í Strætó.



Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×