Segir vanta persónulega nálgun í ferðaþjónustu fatlaðra Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. febrúar 2015 12:20 Bergur Þorri Benjamínsson er varaformaður og málefnafulltrúi Sjálfsbjargar. Vísir Mikill styr hefur staðið um ferðaþjónustu fatlaðra síðan um áramótin og hvert vandamálið rekið annað, nú síðast í gær þegar þroskaskert stúlka gleymdist í bíl þjónustunnar og var læst inni í honum í nokkra klukkutíma. Nokkrar breytingar voru gerðar á þjónustunni um áramótin og segir Bergur Þorri Benjamínsson, varaformaður og málefnafulltrúi Sjálfsbjargar, að markmiðið hafi verið að bæta þjónustuna. Strætó tók þá yfir ferðaþjónustu fatlaðra fyrir allt höfuðborgarsvæðið en hafði áður aðeins sinnt þjónustunni í Reykjavík. „Það átti kannski ekki að breyta neitt rosalega miklu nema þessu að menn gætu pantað bíl með styttri fyrirvara en áður, sem var búið að prufukeyra í Reykjavík. Í hinum sveitarfélögunum var það þannig að það þurfti að panta með eins dags fyrirvara en nú er búið að innleiða það sem reglu á öllu höfuðborgarsvæðinu að geta pantað bíl með tveggja tíma fyrirvara,“ segir Bergur. Hann bætir því þó við að langmestur hluti ferðanna er ákveðinn fyrirfram þar sem fólk sé með ákveðnar stundatöflur í skólanum, eigi að mæta til sjúkraþjálfara á ákveðnum tíma í hverri viku og svo framvegis.Sjá einnig: Svona týndist stúlkan.Verða að vita hvernig koma á fram við fólkið sem nýtir þjónustuna „Það sem fer svo að koma betur og betur í ljós er að þessi persónulega nálgun, Jón keyrði Gunnu alltaf í sjúkraþjálfun á mánudögum og þekkti hana, þetta hvarf svolítið í þessum breytingum. Það eru reyndir bílstjórar þarna inni ennþá en það eru líka komnir inn nýir bílstjórar sem hafa aldrei keyrt áður. Ég held að þegar maður horfir í baksýnisspegilinn þá hafi það verið mistök að setja hlutina upp þannig að ýta þessari persónulegu nálgun til hliðar því hún skiptir svo miklu máli,“ segir Bergur. Varðandi það hvort að bílstjórarnir hafi nákvæmar upplýsingar um fötlun þeirra einstaklinga sem þeir keyra segir Bergur: „Þetta er svolítið viðkvæm lína og eru mjög persónulegar upplýsingar. Aðalmálið er það að bílstjórarnir og þjónustuverið og allir sem koma að þessu viti hvernig koma eigi fram við fólkið. Hvort það er með þessa eða hina fötlunina verður svolítið að liggja á milli hluta.“Gagnrýnir að fatlaðir hafi ekki meira um mál sín að segja en raunin er Bergur segir að þegar hann og fleiri sem komi að málefnum fatlaðra hafi séð hvernig standa ætti að breytingunum í nóvember síðastliðnum hafi þau kallað eftir því að staldrað yrði við og málin undirbúin betur. Það hafi hins vegar ekki verið gert. „Það er einhvern veginn ekki til í íslenskri pólitík og í embættismannakerfinu að ef menn sjá fram á að það séu helmings líkur á að hlutirnir misheppnist, sem voru klárlega til staðar þarna í nóvember, að þá geti menn hætt við og sagt bíðum bara aðeins. Það er bara anað áfram.“ Þá gagnrýnir hann að fatlaðir fái ekki að hafa meira um sín mál að segja en raunin er. „Það er eitthvað lagt fyrir okkur og við fáum að segja okkar álit svona til hliðar en hugmyndin kemur ekki frá notendunum sjálfum.“ Tengdar fréttir Erfitt fyrir ráðherra að fá skýr svör frá Strætó um ferðaþjónustu fatlaðra Eygló Harðardóttir, félagsmálaráðherra, segir atvikið í gær þar sem þroskaskert stúlka gleymdist í bíl ferðaþjónustu fatlaðra mjög alvarlegt. 5. febrúar 2015 11:04 Freyja gleymdist líka: Óttaðist höstuga og dónalega bílstjóra Freyja Haraldsdóttir segir frá reynslu sinni af ferðaþjónustu fatlaðra. 5. febrúar 2015 11:00 Fannst í bíl ferðaþjónustu fatlaðra Stúlkan fannst í bifreið á vegum ferðaþjónustu fatlaðra fyrir utan heimili verktaka sem sinnti akstrinum. 4. febrúar 2015 21:25 „Hún var voða glöð að komast heim“ Foreldrarnir ánægðir að neyðarstjórn ferðaþjónustu fatlaðra hafi verið skipuð. 5. febrúar 2015 10:43 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Sjá meira
Mikill styr hefur staðið um ferðaþjónustu fatlaðra síðan um áramótin og hvert vandamálið rekið annað, nú síðast í gær þegar þroskaskert stúlka gleymdist í bíl þjónustunnar og var læst inni í honum í nokkra klukkutíma. Nokkrar breytingar voru gerðar á þjónustunni um áramótin og segir Bergur Þorri Benjamínsson, varaformaður og málefnafulltrúi Sjálfsbjargar, að markmiðið hafi verið að bæta þjónustuna. Strætó tók þá yfir ferðaþjónustu fatlaðra fyrir allt höfuðborgarsvæðið en hafði áður aðeins sinnt þjónustunni í Reykjavík. „Það átti kannski ekki að breyta neitt rosalega miklu nema þessu að menn gætu pantað bíl með styttri fyrirvara en áður, sem var búið að prufukeyra í Reykjavík. Í hinum sveitarfélögunum var það þannig að það þurfti að panta með eins dags fyrirvara en nú er búið að innleiða það sem reglu á öllu höfuðborgarsvæðinu að geta pantað bíl með tveggja tíma fyrirvara,“ segir Bergur. Hann bætir því þó við að langmestur hluti ferðanna er ákveðinn fyrirfram þar sem fólk sé með ákveðnar stundatöflur í skólanum, eigi að mæta til sjúkraþjálfara á ákveðnum tíma í hverri viku og svo framvegis.Sjá einnig: Svona týndist stúlkan.Verða að vita hvernig koma á fram við fólkið sem nýtir þjónustuna „Það sem fer svo að koma betur og betur í ljós er að þessi persónulega nálgun, Jón keyrði Gunnu alltaf í sjúkraþjálfun á mánudögum og þekkti hana, þetta hvarf svolítið í þessum breytingum. Það eru reyndir bílstjórar þarna inni ennþá en það eru líka komnir inn nýir bílstjórar sem hafa aldrei keyrt áður. Ég held að þegar maður horfir í baksýnisspegilinn þá hafi það verið mistök að setja hlutina upp þannig að ýta þessari persónulegu nálgun til hliðar því hún skiptir svo miklu máli,“ segir Bergur. Varðandi það hvort að bílstjórarnir hafi nákvæmar upplýsingar um fötlun þeirra einstaklinga sem þeir keyra segir Bergur: „Þetta er svolítið viðkvæm lína og eru mjög persónulegar upplýsingar. Aðalmálið er það að bílstjórarnir og þjónustuverið og allir sem koma að þessu viti hvernig koma eigi fram við fólkið. Hvort það er með þessa eða hina fötlunina verður svolítið að liggja á milli hluta.“Gagnrýnir að fatlaðir hafi ekki meira um mál sín að segja en raunin er Bergur segir að þegar hann og fleiri sem komi að málefnum fatlaðra hafi séð hvernig standa ætti að breytingunum í nóvember síðastliðnum hafi þau kallað eftir því að staldrað yrði við og málin undirbúin betur. Það hafi hins vegar ekki verið gert. „Það er einhvern veginn ekki til í íslenskri pólitík og í embættismannakerfinu að ef menn sjá fram á að það séu helmings líkur á að hlutirnir misheppnist, sem voru klárlega til staðar þarna í nóvember, að þá geti menn hætt við og sagt bíðum bara aðeins. Það er bara anað áfram.“ Þá gagnrýnir hann að fatlaðir fái ekki að hafa meira um sín mál að segja en raunin er. „Það er eitthvað lagt fyrir okkur og við fáum að segja okkar álit svona til hliðar en hugmyndin kemur ekki frá notendunum sjálfum.“
Tengdar fréttir Erfitt fyrir ráðherra að fá skýr svör frá Strætó um ferðaþjónustu fatlaðra Eygló Harðardóttir, félagsmálaráðherra, segir atvikið í gær þar sem þroskaskert stúlka gleymdist í bíl ferðaþjónustu fatlaðra mjög alvarlegt. 5. febrúar 2015 11:04 Freyja gleymdist líka: Óttaðist höstuga og dónalega bílstjóra Freyja Haraldsdóttir segir frá reynslu sinni af ferðaþjónustu fatlaðra. 5. febrúar 2015 11:00 Fannst í bíl ferðaþjónustu fatlaðra Stúlkan fannst í bifreið á vegum ferðaþjónustu fatlaðra fyrir utan heimili verktaka sem sinnti akstrinum. 4. febrúar 2015 21:25 „Hún var voða glöð að komast heim“ Foreldrarnir ánægðir að neyðarstjórn ferðaþjónustu fatlaðra hafi verið skipuð. 5. febrúar 2015 10:43 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Sjá meira
Erfitt fyrir ráðherra að fá skýr svör frá Strætó um ferðaþjónustu fatlaðra Eygló Harðardóttir, félagsmálaráðherra, segir atvikið í gær þar sem þroskaskert stúlka gleymdist í bíl ferðaþjónustu fatlaðra mjög alvarlegt. 5. febrúar 2015 11:04
Freyja gleymdist líka: Óttaðist höstuga og dónalega bílstjóra Freyja Haraldsdóttir segir frá reynslu sinni af ferðaþjónustu fatlaðra. 5. febrúar 2015 11:00
Fannst í bíl ferðaþjónustu fatlaðra Stúlkan fannst í bifreið á vegum ferðaþjónustu fatlaðra fyrir utan heimili verktaka sem sinnti akstrinum. 4. febrúar 2015 21:25
„Hún var voða glöð að komast heim“ Foreldrarnir ánægðir að neyðarstjórn ferðaþjónustu fatlaðra hafi verið skipuð. 5. febrúar 2015 10:43