Fótbolti

Sverrir Ingi lék sinn fyrsta leik fyrir Lokeren

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Sverrir Ingi byrjar vel með Lokeren
Sverrir Ingi byrjar vel með Lokeren vísir/daníel
Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn þegar Lokeren lagði Oostende 1-0 á útivelli í belgísku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Þetta var fyrsti leikur Sverris fyrir Lokeren sem gekk til liðs við félagið nýlega frá Viking í Noregi. Sverrir lék í hjarta varnarinnar.

Lokeren skoraði sigurmarkið á 17. mínútu en liðið er í 7. sæti með 37 stig í 25 leikjum. Oostende er í 11. sæti með 29 stig.

Á sama tíma var Ólafur Ingi Skúlason ónotaður varamaður þegar Zulte-Waregem tapaði 3-2 fyrir Lierse á heimavelli í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×