Fótbolti

Sungu „Van der Hart er sannur Ajax-maður“ eftir mistökin | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
vísir/getty
Mickey van der Hart, markvörður Go Ahead Eagles, gerði ótrúleg og afar klaufaleg mistök í leik gegn Ajax í gærkvöldi.

Í stöðunni 1-1 á 88. mínútu gaf Wesley Verhoek boltann til baka á markvörðinn sem hitti ekki knöttinn og rúllaði hann alla leið í netið.  Þetta tryggði Ajax 2-1 sigur og eru meistararnir því enn á lífi í titilbaráttunni við PSV Eindhoven.

Van der Hart er í láni frá Ajax og hjálpaði hann því sínu liði ansi mikið með þessum mistökum. Samsæriskenningarnar voru líka fljótar að fara af stað í Hollandi í gær.

Eðlilega voru stuðningsmenn Ajax á vellinum í gær ánægðir með „sinn mann“ og sungu til hans eftir mistökin: „Van der Hart, fyrir þá sem ekki vita, Van Der Hart, Van der Hart, er sannur Ajax-maður.“

Go Ahead Eagles er með 20 stig í 15. sæti hollensku úrvalsdeildarinnar með 22 umferðir, en liðið er þremur stigum frá umspilssæti og hefði heldur betur þegið eitt stig gegn meisturum Ajax í gærkvöldi.


Tengdar fréttir

Hjálpaði liði sínu með sjálfsmarki

Markvörðurinn Mickey van der Hart gerði sig sekan um ótrúleg mistök þegar Ajax vann Go Ahead Eagles í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×