Fótbolti

Hjálpaði liði sínu með sjálfsmarki

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Van der Hart
Van der Hart vísir/getty
Markvörðurinn Mickey van der Hart gerði sig sekan um ótrúleg mistök þegar Ajax vann Go Ahead Eagles í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Hart er markvörður Eagles og er hjá liðinu á láni frá Ajax. Það má því segja að hann hafi hjálpað liði sínu þegar hann hitti ekki boltann í sigurmarki Ajax á 88. mínútu.

Wesley Verhoek gaf til baka á markvörð sinn sem hittir ekki boltann eins og sjá má hér að neðan.

Ekki skal segja hvort hann hafi hjálpað liði sínu Ajax viljandi en þetta lítur í það minnsta ekki vel út fyrir markvörðinn, sama hvernig á það er litið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×