Ungur Legosmiður flytur Titanic Linda Blöndal skrifar 9. febrúar 2015 19:30 Það var stór stund og spenningur í lofti í dag þegar eftirgerðin af Titanic skipinu sem Brynjar Karl Birgisson, tólf ára, hefur smíðað úr Legókubbum var færð frá smíðaverkstæðinu suður í Smáralind til lokafrágangs. Það lögðu margir hönd á plóg við flutninginn sem tók tvo klukkutíma enda þurfti að flytja skipið í þremur hlutum en það var smíðað með það í huga. Skipið fer í geymslurými Hagkaupa í Smáralind þar sem það verður klárað og eftir um mánuð verður það til sýnis í búðinni. Þar verður hægt að ræða við Brynjar á meðan hann fínpússar síðustu hluti meistarastykkisins sem mun að lokum telja 56 þúsund kubba, þar með talið alla 3500 „gestina“ innanborðs.Spenntur og hræddurBrynjar, sem er einhverfur, ákvað fyrir níu mánuðum að ráðast í byggingu sex og hálfs metra langrar eftirmynd af uppáhaldsskipinu sínu, Titanic, úr Legókubbum. Þá sagði hann í fréttum Stöðvar 2: „Ég veit alveg hvernig Titanic verður byggt því ég er búinn að fatta það í huganum.“ Eftir að hann biðlaði á myndbandi til Legóverksmiðjunnar í Danmörku um að bjóða sér í heimsókn og gefa sér kubba í skipið hófst kubbasöfnun hér á landi fyrir Brynjar. Afi hans, Lúðvík B. Ögmundsson, sá um að útvega teikningu af skipinu og aðstoða við útreikninga. En það var nokkur titringur í dag rétt áður en flutningurinn hófst. „Ég er spenntur og hræddur,“ sagði Brynjar, sem var í mjög góðu skapi á þessum mikilvæga degi. Aðspurður hvort hann haldi að það sé hætta á því að skipið brotni, eins og þegar það fórst, sagði Brynjar ekki svo vera. „Nei, það mun ekki brotna eins og í myndinni,“ sagði hann í samtali við fréttamann Stöð 2 sem fylgist með flutningnum. Sjá einnig: „Mig langaði alltaf að einhver draumur myndi rætast“Þarf enn meira af kubbumEnn á eftir að klára strompana á skipinu, fyrstu hæðina og ljósin svo eitthvað sé nefnt. „Ég þarf eiginlega meira af kubbum. Stundum held ég að ég sé að klára skipið en ég get það ekki því það brotnar alltaf eitthvað en það er núna allt límt svo ég get ekki notað þá kubba,“ segir Brynjar. „Tek minn tíma“Verkefnið hefur vakið athygli víða utan Íslands. Brynjar mun til dæmis bráðum birtast í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina Discovery Science. Hann hefur einnig fengið styrki til að hjálpa öðrum einhverfum börnum til að vinna með Legó og var harla ánægður með hvernig til tókst í dag. „Þetta gekk alveg bara success!", sagði hann. Um hve mikil vinna er eftir sagðist hann munu taka þann tíma sem þarf. „Um það bil einn eða tvo mánuði í viðbót, ég veit ekki. En ég tek minn tíma,“ sagði hinn ungi skipasmiður að lokum áður en hann hélt með verkið á nýjan vinnustað. Tengdar fréttir Veit allt um Titanic og langar að byggja skipið úr Legókubbum Brynjar Karl er 11 ára einhverfur strákur sem dreymir um að heimsækja Legóverksmiðjuna í Danmörku. Þar langar hann að byggja sex metra langa eftirmynd af uppáhaldsskipinu sínu, Titanic. 12. mars 2014 20:00 Tólf ára lególistamaður í viðtali hjá Discovery Brynjar Karl Birgisson, tólf ára einhverfur Mosfellingur, vinnur að sex metra langri Titanic-eftirlíkingu úr legókubbum. 27. janúar 2015 21:37 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Sjá meira
Það var stór stund og spenningur í lofti í dag þegar eftirgerðin af Titanic skipinu sem Brynjar Karl Birgisson, tólf ára, hefur smíðað úr Legókubbum var færð frá smíðaverkstæðinu suður í Smáralind til lokafrágangs. Það lögðu margir hönd á plóg við flutninginn sem tók tvo klukkutíma enda þurfti að flytja skipið í þremur hlutum en það var smíðað með það í huga. Skipið fer í geymslurými Hagkaupa í Smáralind þar sem það verður klárað og eftir um mánuð verður það til sýnis í búðinni. Þar verður hægt að ræða við Brynjar á meðan hann fínpússar síðustu hluti meistarastykkisins sem mun að lokum telja 56 þúsund kubba, þar með talið alla 3500 „gestina“ innanborðs.Spenntur og hræddurBrynjar, sem er einhverfur, ákvað fyrir níu mánuðum að ráðast í byggingu sex og hálfs metra langrar eftirmynd af uppáhaldsskipinu sínu, Titanic, úr Legókubbum. Þá sagði hann í fréttum Stöðvar 2: „Ég veit alveg hvernig Titanic verður byggt því ég er búinn að fatta það í huganum.“ Eftir að hann biðlaði á myndbandi til Legóverksmiðjunnar í Danmörku um að bjóða sér í heimsókn og gefa sér kubba í skipið hófst kubbasöfnun hér á landi fyrir Brynjar. Afi hans, Lúðvík B. Ögmundsson, sá um að útvega teikningu af skipinu og aðstoða við útreikninga. En það var nokkur titringur í dag rétt áður en flutningurinn hófst. „Ég er spenntur og hræddur,“ sagði Brynjar, sem var í mjög góðu skapi á þessum mikilvæga degi. Aðspurður hvort hann haldi að það sé hætta á því að skipið brotni, eins og þegar það fórst, sagði Brynjar ekki svo vera. „Nei, það mun ekki brotna eins og í myndinni,“ sagði hann í samtali við fréttamann Stöð 2 sem fylgist með flutningnum. Sjá einnig: „Mig langaði alltaf að einhver draumur myndi rætast“Þarf enn meira af kubbumEnn á eftir að klára strompana á skipinu, fyrstu hæðina og ljósin svo eitthvað sé nefnt. „Ég þarf eiginlega meira af kubbum. Stundum held ég að ég sé að klára skipið en ég get það ekki því það brotnar alltaf eitthvað en það er núna allt límt svo ég get ekki notað þá kubba,“ segir Brynjar. „Tek minn tíma“Verkefnið hefur vakið athygli víða utan Íslands. Brynjar mun til dæmis bráðum birtast í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina Discovery Science. Hann hefur einnig fengið styrki til að hjálpa öðrum einhverfum börnum til að vinna með Legó og var harla ánægður með hvernig til tókst í dag. „Þetta gekk alveg bara success!", sagði hann. Um hve mikil vinna er eftir sagðist hann munu taka þann tíma sem þarf. „Um það bil einn eða tvo mánuði í viðbót, ég veit ekki. En ég tek minn tíma,“ sagði hinn ungi skipasmiður að lokum áður en hann hélt með verkið á nýjan vinnustað.
Tengdar fréttir Veit allt um Titanic og langar að byggja skipið úr Legókubbum Brynjar Karl er 11 ára einhverfur strákur sem dreymir um að heimsækja Legóverksmiðjuna í Danmörku. Þar langar hann að byggja sex metra langa eftirmynd af uppáhaldsskipinu sínu, Titanic. 12. mars 2014 20:00 Tólf ára lególistamaður í viðtali hjá Discovery Brynjar Karl Birgisson, tólf ára einhverfur Mosfellingur, vinnur að sex metra langri Titanic-eftirlíkingu úr legókubbum. 27. janúar 2015 21:37 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Sjá meira
Veit allt um Titanic og langar að byggja skipið úr Legókubbum Brynjar Karl er 11 ára einhverfur strákur sem dreymir um að heimsækja Legóverksmiðjuna í Danmörku. Þar langar hann að byggja sex metra langa eftirmynd af uppáhaldsskipinu sínu, Titanic. 12. mars 2014 20:00
Tólf ára lególistamaður í viðtali hjá Discovery Brynjar Karl Birgisson, tólf ára einhverfur Mosfellingur, vinnur að sex metra langri Titanic-eftirlíkingu úr legókubbum. 27. janúar 2015 21:37