Ungur Legosmiður flytur Titanic Linda Blöndal skrifar 9. febrúar 2015 19:30 Það var stór stund og spenningur í lofti í dag þegar eftirgerðin af Titanic skipinu sem Brynjar Karl Birgisson, tólf ára, hefur smíðað úr Legókubbum var færð frá smíðaverkstæðinu suður í Smáralind til lokafrágangs. Það lögðu margir hönd á plóg við flutninginn sem tók tvo klukkutíma enda þurfti að flytja skipið í þremur hlutum en það var smíðað með það í huga. Skipið fer í geymslurými Hagkaupa í Smáralind þar sem það verður klárað og eftir um mánuð verður það til sýnis í búðinni. Þar verður hægt að ræða við Brynjar á meðan hann fínpússar síðustu hluti meistarastykkisins sem mun að lokum telja 56 þúsund kubba, þar með talið alla 3500 „gestina“ innanborðs.Spenntur og hræddurBrynjar, sem er einhverfur, ákvað fyrir níu mánuðum að ráðast í byggingu sex og hálfs metra langrar eftirmynd af uppáhaldsskipinu sínu, Titanic, úr Legókubbum. Þá sagði hann í fréttum Stöðvar 2: „Ég veit alveg hvernig Titanic verður byggt því ég er búinn að fatta það í huganum.“ Eftir að hann biðlaði á myndbandi til Legóverksmiðjunnar í Danmörku um að bjóða sér í heimsókn og gefa sér kubba í skipið hófst kubbasöfnun hér á landi fyrir Brynjar. Afi hans, Lúðvík B. Ögmundsson, sá um að útvega teikningu af skipinu og aðstoða við útreikninga. En það var nokkur titringur í dag rétt áður en flutningurinn hófst. „Ég er spenntur og hræddur,“ sagði Brynjar, sem var í mjög góðu skapi á þessum mikilvæga degi. Aðspurður hvort hann haldi að það sé hætta á því að skipið brotni, eins og þegar það fórst, sagði Brynjar ekki svo vera. „Nei, það mun ekki brotna eins og í myndinni,“ sagði hann í samtali við fréttamann Stöð 2 sem fylgist með flutningnum. Sjá einnig: „Mig langaði alltaf að einhver draumur myndi rætast“Þarf enn meira af kubbumEnn á eftir að klára strompana á skipinu, fyrstu hæðina og ljósin svo eitthvað sé nefnt. „Ég þarf eiginlega meira af kubbum. Stundum held ég að ég sé að klára skipið en ég get það ekki því það brotnar alltaf eitthvað en það er núna allt límt svo ég get ekki notað þá kubba,“ segir Brynjar. „Tek minn tíma“Verkefnið hefur vakið athygli víða utan Íslands. Brynjar mun til dæmis bráðum birtast í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina Discovery Science. Hann hefur einnig fengið styrki til að hjálpa öðrum einhverfum börnum til að vinna með Legó og var harla ánægður með hvernig til tókst í dag. „Þetta gekk alveg bara success!", sagði hann. Um hve mikil vinna er eftir sagðist hann munu taka þann tíma sem þarf. „Um það bil einn eða tvo mánuði í viðbót, ég veit ekki. En ég tek minn tíma,“ sagði hinn ungi skipasmiður að lokum áður en hann hélt með verkið á nýjan vinnustað. Tengdar fréttir Veit allt um Titanic og langar að byggja skipið úr Legókubbum Brynjar Karl er 11 ára einhverfur strákur sem dreymir um að heimsækja Legóverksmiðjuna í Danmörku. Þar langar hann að byggja sex metra langa eftirmynd af uppáhaldsskipinu sínu, Titanic. 12. mars 2014 20:00 Tólf ára lególistamaður í viðtali hjá Discovery Brynjar Karl Birgisson, tólf ára einhverfur Mosfellingur, vinnur að sex metra langri Titanic-eftirlíkingu úr legókubbum. 27. janúar 2015 21:37 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Sjá meira
Það var stór stund og spenningur í lofti í dag þegar eftirgerðin af Titanic skipinu sem Brynjar Karl Birgisson, tólf ára, hefur smíðað úr Legókubbum var færð frá smíðaverkstæðinu suður í Smáralind til lokafrágangs. Það lögðu margir hönd á plóg við flutninginn sem tók tvo klukkutíma enda þurfti að flytja skipið í þremur hlutum en það var smíðað með það í huga. Skipið fer í geymslurými Hagkaupa í Smáralind þar sem það verður klárað og eftir um mánuð verður það til sýnis í búðinni. Þar verður hægt að ræða við Brynjar á meðan hann fínpússar síðustu hluti meistarastykkisins sem mun að lokum telja 56 þúsund kubba, þar með talið alla 3500 „gestina“ innanborðs.Spenntur og hræddurBrynjar, sem er einhverfur, ákvað fyrir níu mánuðum að ráðast í byggingu sex og hálfs metra langrar eftirmynd af uppáhaldsskipinu sínu, Titanic, úr Legókubbum. Þá sagði hann í fréttum Stöðvar 2: „Ég veit alveg hvernig Titanic verður byggt því ég er búinn að fatta það í huganum.“ Eftir að hann biðlaði á myndbandi til Legóverksmiðjunnar í Danmörku um að bjóða sér í heimsókn og gefa sér kubba í skipið hófst kubbasöfnun hér á landi fyrir Brynjar. Afi hans, Lúðvík B. Ögmundsson, sá um að útvega teikningu af skipinu og aðstoða við útreikninga. En það var nokkur titringur í dag rétt áður en flutningurinn hófst. „Ég er spenntur og hræddur,“ sagði Brynjar, sem var í mjög góðu skapi á þessum mikilvæga degi. Aðspurður hvort hann haldi að það sé hætta á því að skipið brotni, eins og þegar það fórst, sagði Brynjar ekki svo vera. „Nei, það mun ekki brotna eins og í myndinni,“ sagði hann í samtali við fréttamann Stöð 2 sem fylgist með flutningnum. Sjá einnig: „Mig langaði alltaf að einhver draumur myndi rætast“Þarf enn meira af kubbumEnn á eftir að klára strompana á skipinu, fyrstu hæðina og ljósin svo eitthvað sé nefnt. „Ég þarf eiginlega meira af kubbum. Stundum held ég að ég sé að klára skipið en ég get það ekki því það brotnar alltaf eitthvað en það er núna allt límt svo ég get ekki notað þá kubba,“ segir Brynjar. „Tek minn tíma“Verkefnið hefur vakið athygli víða utan Íslands. Brynjar mun til dæmis bráðum birtast í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina Discovery Science. Hann hefur einnig fengið styrki til að hjálpa öðrum einhverfum börnum til að vinna með Legó og var harla ánægður með hvernig til tókst í dag. „Þetta gekk alveg bara success!", sagði hann. Um hve mikil vinna er eftir sagðist hann munu taka þann tíma sem þarf. „Um það bil einn eða tvo mánuði í viðbót, ég veit ekki. En ég tek minn tíma,“ sagði hinn ungi skipasmiður að lokum áður en hann hélt með verkið á nýjan vinnustað.
Tengdar fréttir Veit allt um Titanic og langar að byggja skipið úr Legókubbum Brynjar Karl er 11 ára einhverfur strákur sem dreymir um að heimsækja Legóverksmiðjuna í Danmörku. Þar langar hann að byggja sex metra langa eftirmynd af uppáhaldsskipinu sínu, Titanic. 12. mars 2014 20:00 Tólf ára lególistamaður í viðtali hjá Discovery Brynjar Karl Birgisson, tólf ára einhverfur Mosfellingur, vinnur að sex metra langri Titanic-eftirlíkingu úr legókubbum. 27. janúar 2015 21:37 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Sjá meira
Veit allt um Titanic og langar að byggja skipið úr Legókubbum Brynjar Karl er 11 ára einhverfur strákur sem dreymir um að heimsækja Legóverksmiðjuna í Danmörku. Þar langar hann að byggja sex metra langa eftirmynd af uppáhaldsskipinu sínu, Titanic. 12. mars 2014 20:00
Tólf ára lególistamaður í viðtali hjá Discovery Brynjar Karl Birgisson, tólf ára einhverfur Mosfellingur, vinnur að sex metra langri Titanic-eftirlíkingu úr legókubbum. 27. janúar 2015 21:37