Fótbolti

Sjáið viðbrögð Drogba þegar Fílabeinsströndin vann | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Didier Drogba.
Didier Drogba. Vísir/EPA
Didier Drogba lék í tólf ár með landsliði Fílabeinsstrandarinnar en náði aldrei að verða Afríkumeistari en samgladdist heldur betur gömlu liðsfélögunum þegar þeir unnu titilinn.

Fílabeinsströndin varð Afríkumeistari í fyrsta sinn í 23 ár þegar liðið vann Gana í vítakeppni í úrslitaleiknum.

Didier Drogba lék 104 landsleiki fyrir Fílabeinsströndina frá 2002 til 2014 og er markahæsti maður landsliðsins frá upphafi með 65 mörk.

Drogba var valinn í úrvalslið Afríkukeppninnar 2006, 2008 og 2012 en hann tapaði úrslitaleiknum 2006 og 2012 í vítakeppni. Drogba var einnig með 2010 og 2013 þegar liðið datt út úr átta liða úrslitum en liðið tapaði leiknum um þriðja sætið árið 2008.

Didier Drogba birti myndband af sér þegar hann fylgdist með vítakeppninni sem endaði með 9-8 sigri Fílbeinsstrandarinnar eftir að markvörðurinn Boubacar Barry varði síðustu spyrnu Gana og skoraði síðan sjálfur úr síðustu spyrnu Fílbeinsstrandarinnar.

Didier Drogba og Afríkukeppnin:

2006 - tap í vítakeppni í úrslitaleik

2008 - tap í leiknum um 3. sætið

2010 - tap í átta liða úrslitum

2012 - tap í vítakeppni í úrslitaleik

2013 - tap í átta liða úrslitum


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×