Píratar vilja rannsaka „ósannsögli“ ráðherrans og „tilraun til hvítþvottar“ Atli Ísleifsson skrifar 23. janúar 2015 12:39 Píratar segja þingið og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að leggjast yfir skýrslu umboðsmanns. Vísir/Stefán/Vilhelm Þingflokkur Pírata vilja að Alþingi rannsaki frekar framgöngu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fyrrverandi innanríkisráðherra, gagnvart einstaka þingmönnum, „ósannsögli“ ráðherrans á Alþingi og tilraun hans til hvítþvottar með svokallaðari „innri athugun” ráðuneytisins. Í tilkynningu frá þingflokknum segir að álit umboðsmanns alþingis um samskipti innanríkisráðherra við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu staðfesti fyrirliggjandi skilning þingmanna Pírata á þeim málsatvikum sem varða samskipti ráðherra við lögreglustjóra, „það er að samskiptin hafi verið óeðlileg, andstæð reglum sem ráðherra bar að virða um sjálfstæði og hlutlægni lögreglunnar og brotið í bága við óskráða reglu stjórnsýsluréttar um sérstakt hæfi í stjórnsýslunni.“ Þingflokkurinn segir að Alþingi þurfi að taka álit umboðsmanns til vandlegrar skoðunar og meta í framhaldinu til hvaða ráðstafana þurfi að grípa. „Umboðsmaður víkur til að mynda að ýmsum úrbótum sem hann telur að gera þurfi. Yfir þetta þurfa þingið og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að leggjast. Álit Umboðsmanns lýtur einungis að afmörkuðum þætti lekamálsins, þ.e. samskiptum ráðherra við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu meðan á lögreglurannsókn um lekann stóð. Í krafti eftirlitshlutverks síns framkvæmdarvaldinu á Alþingi enn eftir að taka þá þætti til skoðunar sem legið hafa á ís frá því að Umboðsmaður tók að kanna samskipti ráðherra við lögreglustjórann. Má hér nefna t.d. framgöngu ráðherrans gagnvart einstaka þingmönnum, ósannsögli ráðherrans á Alþingi og tilraun hans til hvítþvottar með svokallaðari „innri athugun” ráðuneytisins. Þingmenn Pírata leggja á það ríka áherslu að það starf sem fyrir höndum er á vettvangi Alþingis vegna þessa máls í heild verði vandað, ítarlegt og málefnalegt.“ Tengdar fréttir Krafði Stefán um skýringar eftir að hann ræddi við umboðsmann Hanna Birna Kristjánsdóttir og lögmaður á hennar vegum höfðu samband við Stefán Eiríksson og vildi skýringar. 23. janúar 2015 10:44 Hanna Birna: „Mistök af minni hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann“ Fyrrverandi innanríkisráðherra bað Stefán Eiríksson afsökunar á fundi með umboðsmanni alþingis. 23. janúar 2015 10:08 Gerði athugasemdir við það að „fókusinn“ væri á aðstoðarmönnunum Nafngreindi þrjá lögreglumenn sem rannsökuðu málið og gerði athugasemdir við fjölskyldutengsl eins þeirra. 23. janúar 2015 11:26 Segir afskipti Hönnu Birnu óeðlileg Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, segir að samskipti Hönnu Birnu við Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóra, hafi verið ósamrýmanleg stöðu ráðherra sem yfirstjórnanda lögreglunnar. 23. janúar 2015 09:30 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Sjá meira
Þingflokkur Pírata vilja að Alþingi rannsaki frekar framgöngu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fyrrverandi innanríkisráðherra, gagnvart einstaka þingmönnum, „ósannsögli“ ráðherrans á Alþingi og tilraun hans til hvítþvottar með svokallaðari „innri athugun” ráðuneytisins. Í tilkynningu frá þingflokknum segir að álit umboðsmanns alþingis um samskipti innanríkisráðherra við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu staðfesti fyrirliggjandi skilning þingmanna Pírata á þeim málsatvikum sem varða samskipti ráðherra við lögreglustjóra, „það er að samskiptin hafi verið óeðlileg, andstæð reglum sem ráðherra bar að virða um sjálfstæði og hlutlægni lögreglunnar og brotið í bága við óskráða reglu stjórnsýsluréttar um sérstakt hæfi í stjórnsýslunni.“ Þingflokkurinn segir að Alþingi þurfi að taka álit umboðsmanns til vandlegrar skoðunar og meta í framhaldinu til hvaða ráðstafana þurfi að grípa. „Umboðsmaður víkur til að mynda að ýmsum úrbótum sem hann telur að gera þurfi. Yfir þetta þurfa þingið og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að leggjast. Álit Umboðsmanns lýtur einungis að afmörkuðum þætti lekamálsins, þ.e. samskiptum ráðherra við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu meðan á lögreglurannsókn um lekann stóð. Í krafti eftirlitshlutverks síns framkvæmdarvaldinu á Alþingi enn eftir að taka þá þætti til skoðunar sem legið hafa á ís frá því að Umboðsmaður tók að kanna samskipti ráðherra við lögreglustjórann. Má hér nefna t.d. framgöngu ráðherrans gagnvart einstaka þingmönnum, ósannsögli ráðherrans á Alþingi og tilraun hans til hvítþvottar með svokallaðari „innri athugun” ráðuneytisins. Þingmenn Pírata leggja á það ríka áherslu að það starf sem fyrir höndum er á vettvangi Alþingis vegna þessa máls í heild verði vandað, ítarlegt og málefnalegt.“
Tengdar fréttir Krafði Stefán um skýringar eftir að hann ræddi við umboðsmann Hanna Birna Kristjánsdóttir og lögmaður á hennar vegum höfðu samband við Stefán Eiríksson og vildi skýringar. 23. janúar 2015 10:44 Hanna Birna: „Mistök af minni hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann“ Fyrrverandi innanríkisráðherra bað Stefán Eiríksson afsökunar á fundi með umboðsmanni alþingis. 23. janúar 2015 10:08 Gerði athugasemdir við það að „fókusinn“ væri á aðstoðarmönnunum Nafngreindi þrjá lögreglumenn sem rannsökuðu málið og gerði athugasemdir við fjölskyldutengsl eins þeirra. 23. janúar 2015 11:26 Segir afskipti Hönnu Birnu óeðlileg Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, segir að samskipti Hönnu Birnu við Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóra, hafi verið ósamrýmanleg stöðu ráðherra sem yfirstjórnanda lögreglunnar. 23. janúar 2015 09:30 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Sjá meira
Krafði Stefán um skýringar eftir að hann ræddi við umboðsmann Hanna Birna Kristjánsdóttir og lögmaður á hennar vegum höfðu samband við Stefán Eiríksson og vildi skýringar. 23. janúar 2015 10:44
Hanna Birna: „Mistök af minni hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann“ Fyrrverandi innanríkisráðherra bað Stefán Eiríksson afsökunar á fundi með umboðsmanni alþingis. 23. janúar 2015 10:08
Gerði athugasemdir við það að „fókusinn“ væri á aðstoðarmönnunum Nafngreindi þrjá lögreglumenn sem rannsökuðu málið og gerði athugasemdir við fjölskyldutengsl eins þeirra. 23. janúar 2015 11:26
Segir afskipti Hönnu Birnu óeðlileg Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, segir að samskipti Hönnu Birnu við Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóra, hafi verið ósamrýmanleg stöðu ráðherra sem yfirstjórnanda lögreglunnar. 23. janúar 2015 09:30