Píratar vilja rannsaka „ósannsögli“ ráðherrans og „tilraun til hvítþvottar“ Atli Ísleifsson skrifar 23. janúar 2015 12:39 Píratar segja þingið og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að leggjast yfir skýrslu umboðsmanns. Vísir/Stefán/Vilhelm Þingflokkur Pírata vilja að Alþingi rannsaki frekar framgöngu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fyrrverandi innanríkisráðherra, gagnvart einstaka þingmönnum, „ósannsögli“ ráðherrans á Alþingi og tilraun hans til hvítþvottar með svokallaðari „innri athugun” ráðuneytisins. Í tilkynningu frá þingflokknum segir að álit umboðsmanns alþingis um samskipti innanríkisráðherra við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu staðfesti fyrirliggjandi skilning þingmanna Pírata á þeim málsatvikum sem varða samskipti ráðherra við lögreglustjóra, „það er að samskiptin hafi verið óeðlileg, andstæð reglum sem ráðherra bar að virða um sjálfstæði og hlutlægni lögreglunnar og brotið í bága við óskráða reglu stjórnsýsluréttar um sérstakt hæfi í stjórnsýslunni.“ Þingflokkurinn segir að Alþingi þurfi að taka álit umboðsmanns til vandlegrar skoðunar og meta í framhaldinu til hvaða ráðstafana þurfi að grípa. „Umboðsmaður víkur til að mynda að ýmsum úrbótum sem hann telur að gera þurfi. Yfir þetta þurfa þingið og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að leggjast. Álit Umboðsmanns lýtur einungis að afmörkuðum þætti lekamálsins, þ.e. samskiptum ráðherra við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu meðan á lögreglurannsókn um lekann stóð. Í krafti eftirlitshlutverks síns framkvæmdarvaldinu á Alþingi enn eftir að taka þá þætti til skoðunar sem legið hafa á ís frá því að Umboðsmaður tók að kanna samskipti ráðherra við lögreglustjórann. Má hér nefna t.d. framgöngu ráðherrans gagnvart einstaka þingmönnum, ósannsögli ráðherrans á Alþingi og tilraun hans til hvítþvottar með svokallaðari „innri athugun” ráðuneytisins. Þingmenn Pírata leggja á það ríka áherslu að það starf sem fyrir höndum er á vettvangi Alþingis vegna þessa máls í heild verði vandað, ítarlegt og málefnalegt.“ Tengdar fréttir Krafði Stefán um skýringar eftir að hann ræddi við umboðsmann Hanna Birna Kristjánsdóttir og lögmaður á hennar vegum höfðu samband við Stefán Eiríksson og vildi skýringar. 23. janúar 2015 10:44 Hanna Birna: „Mistök af minni hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann“ Fyrrverandi innanríkisráðherra bað Stefán Eiríksson afsökunar á fundi með umboðsmanni alþingis. 23. janúar 2015 10:08 Gerði athugasemdir við það að „fókusinn“ væri á aðstoðarmönnunum Nafngreindi þrjá lögreglumenn sem rannsökuðu málið og gerði athugasemdir við fjölskyldutengsl eins þeirra. 23. janúar 2015 11:26 Segir afskipti Hönnu Birnu óeðlileg Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, segir að samskipti Hönnu Birnu við Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóra, hafi verið ósamrýmanleg stöðu ráðherra sem yfirstjórnanda lögreglunnar. 23. janúar 2015 09:30 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Fleiri fréttir Eftirför lögreglu yfir Hellisheiðina Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Sjá meira
Þingflokkur Pírata vilja að Alþingi rannsaki frekar framgöngu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fyrrverandi innanríkisráðherra, gagnvart einstaka þingmönnum, „ósannsögli“ ráðherrans á Alþingi og tilraun hans til hvítþvottar með svokallaðari „innri athugun” ráðuneytisins. Í tilkynningu frá þingflokknum segir að álit umboðsmanns alþingis um samskipti innanríkisráðherra við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu staðfesti fyrirliggjandi skilning þingmanna Pírata á þeim málsatvikum sem varða samskipti ráðherra við lögreglustjóra, „það er að samskiptin hafi verið óeðlileg, andstæð reglum sem ráðherra bar að virða um sjálfstæði og hlutlægni lögreglunnar og brotið í bága við óskráða reglu stjórnsýsluréttar um sérstakt hæfi í stjórnsýslunni.“ Þingflokkurinn segir að Alþingi þurfi að taka álit umboðsmanns til vandlegrar skoðunar og meta í framhaldinu til hvaða ráðstafana þurfi að grípa. „Umboðsmaður víkur til að mynda að ýmsum úrbótum sem hann telur að gera þurfi. Yfir þetta þurfa þingið og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að leggjast. Álit Umboðsmanns lýtur einungis að afmörkuðum þætti lekamálsins, þ.e. samskiptum ráðherra við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu meðan á lögreglurannsókn um lekann stóð. Í krafti eftirlitshlutverks síns framkvæmdarvaldinu á Alþingi enn eftir að taka þá þætti til skoðunar sem legið hafa á ís frá því að Umboðsmaður tók að kanna samskipti ráðherra við lögreglustjórann. Má hér nefna t.d. framgöngu ráðherrans gagnvart einstaka þingmönnum, ósannsögli ráðherrans á Alþingi og tilraun hans til hvítþvottar með svokallaðari „innri athugun” ráðuneytisins. Þingmenn Pírata leggja á það ríka áherslu að það starf sem fyrir höndum er á vettvangi Alþingis vegna þessa máls í heild verði vandað, ítarlegt og málefnalegt.“
Tengdar fréttir Krafði Stefán um skýringar eftir að hann ræddi við umboðsmann Hanna Birna Kristjánsdóttir og lögmaður á hennar vegum höfðu samband við Stefán Eiríksson og vildi skýringar. 23. janúar 2015 10:44 Hanna Birna: „Mistök af minni hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann“ Fyrrverandi innanríkisráðherra bað Stefán Eiríksson afsökunar á fundi með umboðsmanni alþingis. 23. janúar 2015 10:08 Gerði athugasemdir við það að „fókusinn“ væri á aðstoðarmönnunum Nafngreindi þrjá lögreglumenn sem rannsökuðu málið og gerði athugasemdir við fjölskyldutengsl eins þeirra. 23. janúar 2015 11:26 Segir afskipti Hönnu Birnu óeðlileg Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, segir að samskipti Hönnu Birnu við Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóra, hafi verið ósamrýmanleg stöðu ráðherra sem yfirstjórnanda lögreglunnar. 23. janúar 2015 09:30 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Fleiri fréttir Eftirför lögreglu yfir Hellisheiðina Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Sjá meira
Krafði Stefán um skýringar eftir að hann ræddi við umboðsmann Hanna Birna Kristjánsdóttir og lögmaður á hennar vegum höfðu samband við Stefán Eiríksson og vildi skýringar. 23. janúar 2015 10:44
Hanna Birna: „Mistök af minni hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann“ Fyrrverandi innanríkisráðherra bað Stefán Eiríksson afsökunar á fundi með umboðsmanni alþingis. 23. janúar 2015 10:08
Gerði athugasemdir við það að „fókusinn“ væri á aðstoðarmönnunum Nafngreindi þrjá lögreglumenn sem rannsökuðu málið og gerði athugasemdir við fjölskyldutengsl eins þeirra. 23. janúar 2015 11:26
Segir afskipti Hönnu Birnu óeðlileg Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, segir að samskipti Hönnu Birnu við Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóra, hafi verið ósamrýmanleg stöðu ráðherra sem yfirstjórnanda lögreglunnar. 23. janúar 2015 09:30