Lífið

Fékk annan séns og náði í gullhnappinn

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Hinn nítján ára Davíð Rist Sighvatsson heillaði dómarana upp úr skónum í Ísland Got Talent í kvöld. Reyndar varð atriði Davíðs allt öðruvísi en hann ætlði í upphafi. Hann mætti með gítar og náði ekki að vinna dómarana á sitt band.

Selma sagði að atriðið hafi ekki verið nógu gott fyrir stórt svið og kallaði söng Davíðs raul. Jón Jónsson sagði að atriðið hefði verið krúttlegt.

En Bubbi Morthens sá eitthvað í Davíð og spurði hann hvort hann ætti frumsamið lag. Davíð svaraði því játandi en sagðist eingöngu geta spilað það á píanó. Hann var hreinlega tekinn á orðinu, píanóið var sótt og Davíð hóf að leika og syngja lagið sitt. Bubbi Morthens sá sér þá leik á borði og notaði gullhnappinn svokallaða í fyrsta sinn í þáttunum. Gullhnappurinn er nýjung í þáttunum. Dómarar geta þannig komið einhverju atriði beint áfram, heillist þeir mjög.

Hér að ofan má sjá atriði Davíðs í heild sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×