Travolta sagður ekki þora úr Vísindakirkjunni af ótta við upplýsingaleka Birgir Olgeirsson skrifar 27. janúar 2015 11:40 John Travolta er einn af frægustu meðlimum Vísindakirkjunnar. Getty Heimildarmynd um Vísindakirkjuna, sem nefnist Going Clear: Scientology and the Prison of Belief, var frumsýnd á Sundance-kvikmyndahátíðinni í gær og hefur hlotið mikið lof áhorfenda. Myndin er byggð á samnefndri bók Pulitzer-verðlaunahafans Lawrence Wright en leikstjóri myndarinnar er Óskarsverðlaunahafinn Alex Gibney. Myndin byrjar á frásögn Óskarverðlaunaleikstjórans Paul Haggis, sem hlaut Óskarinn fyrir kvikmyndina Crash, þar sem hann lýsir því hvernig hann gekk í Vísindakirkjuna á áttunda áratug síðustu aldar, þá ástsjúkur og leitandi ungur maður. Leikstjórinn Gibney ræðir einnig ræðir einnig við nokkra einstaklinga sem gegndu áður ábyrgðarstöðu innan krikjunnar en þeir reyna að útskýra fyrir áhorfendum hvers vegna Vísindakirkjan leggur svo mikið á sig til að laða frægt fólk inn í söfnuðinn. Á meðal frægustu fylgjenda kirkjunnar eru leikararnir Tom Cruise og John Travolta en myndinni er getgátur um að Travolta sé nauðbeygður til að vera í kirkjunni sökum þess hve mikið hún veit um hann. Eitt af helstu markmiðum kirkjunnar út á við er að losa einstaklinga við sálræn ör og er það gert í gengum viðtalsferli sem er kallað auditing en í gegnum þetta viðtalsferli á Vísindakirkjan að hafa fengið upplýsingar um Travolta sem enginn veit og hann sagður ekki þora því að ganga úr söfnuðinum af ótta við að þær kæmust í umferð. Tom Cruise er sagður hafa reynt að fjarlægjast kirkjuna á tíunda áratug síðustu aldar en í myndinni er því fleygt fram að kirkjan hafi unnið markvisst í því að eyðileggja hjónaband hans og Nicole Kidman en leikkonan er sögð hafa haft miklar efasemdir í garð kirkjunnar. Þá er reynt að svara þeirri spurningu af hverju fólk gengur í þennan söfnuð en í myndinni kemur fram að kirkjan kynni sig sem verkfæri til að hjálpa einstaklingum að lifa betra og innihaldsríkara lífi. Þeir sem ganga í kirkjuna fá ekki að vita í upphafi hver trúin í rauninni er og fá fæstir að vita það. Þegar þú hefur hins vegar náð að hreinsa þig af sálrænum örum en takmarkið er að ná fullkomnun og geta hafið sig yfir efni, orku, tíma og rúm. Þá er viðkomandi orðinn Operating Thetan og fær þá að rýna í handskrifaðan texta stofnanda kirkjunnar, L. Ron Hubbard, þar sem hann útskýrir sögu mannkynsins. Þegar Paul Haggis fékk að lesa þessi skrif hélt hann að það væri einhverskonar próf. „Kannski var verið að kanna hvort ég væri geðveikur? Ef ég trúi þessu, þá reka þeir þig út?“ Tengdar fréttir Vísindakirkjan svindlaði sér inn í Superbowl Sjónvarpsáhorfendur á vissum svæðum sáu því auglýsingu Vísindakirkjunnar í hálfleik en hún er nokkuð vel gerð, sérhönnuð til að blekkja kjána og eins og annað sem frá kirkjunni kemur, - algjört rugl frá upphafi til enda. 3. febrúar 2014 14:25 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Fleiri fréttir Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Sjá meira
Heimildarmynd um Vísindakirkjuna, sem nefnist Going Clear: Scientology and the Prison of Belief, var frumsýnd á Sundance-kvikmyndahátíðinni í gær og hefur hlotið mikið lof áhorfenda. Myndin er byggð á samnefndri bók Pulitzer-verðlaunahafans Lawrence Wright en leikstjóri myndarinnar er Óskarsverðlaunahafinn Alex Gibney. Myndin byrjar á frásögn Óskarverðlaunaleikstjórans Paul Haggis, sem hlaut Óskarinn fyrir kvikmyndina Crash, þar sem hann lýsir því hvernig hann gekk í Vísindakirkjuna á áttunda áratug síðustu aldar, þá ástsjúkur og leitandi ungur maður. Leikstjórinn Gibney ræðir einnig ræðir einnig við nokkra einstaklinga sem gegndu áður ábyrgðarstöðu innan krikjunnar en þeir reyna að útskýra fyrir áhorfendum hvers vegna Vísindakirkjan leggur svo mikið á sig til að laða frægt fólk inn í söfnuðinn. Á meðal frægustu fylgjenda kirkjunnar eru leikararnir Tom Cruise og John Travolta en myndinni er getgátur um að Travolta sé nauðbeygður til að vera í kirkjunni sökum þess hve mikið hún veit um hann. Eitt af helstu markmiðum kirkjunnar út á við er að losa einstaklinga við sálræn ör og er það gert í gengum viðtalsferli sem er kallað auditing en í gegnum þetta viðtalsferli á Vísindakirkjan að hafa fengið upplýsingar um Travolta sem enginn veit og hann sagður ekki þora því að ganga úr söfnuðinum af ótta við að þær kæmust í umferð. Tom Cruise er sagður hafa reynt að fjarlægjast kirkjuna á tíunda áratug síðustu aldar en í myndinni er því fleygt fram að kirkjan hafi unnið markvisst í því að eyðileggja hjónaband hans og Nicole Kidman en leikkonan er sögð hafa haft miklar efasemdir í garð kirkjunnar. Þá er reynt að svara þeirri spurningu af hverju fólk gengur í þennan söfnuð en í myndinni kemur fram að kirkjan kynni sig sem verkfæri til að hjálpa einstaklingum að lifa betra og innihaldsríkara lífi. Þeir sem ganga í kirkjuna fá ekki að vita í upphafi hver trúin í rauninni er og fá fæstir að vita það. Þegar þú hefur hins vegar náð að hreinsa þig af sálrænum örum en takmarkið er að ná fullkomnun og geta hafið sig yfir efni, orku, tíma og rúm. Þá er viðkomandi orðinn Operating Thetan og fær þá að rýna í handskrifaðan texta stofnanda kirkjunnar, L. Ron Hubbard, þar sem hann útskýrir sögu mannkynsins. Þegar Paul Haggis fékk að lesa þessi skrif hélt hann að það væri einhverskonar próf. „Kannski var verið að kanna hvort ég væri geðveikur? Ef ég trúi þessu, þá reka þeir þig út?“
Tengdar fréttir Vísindakirkjan svindlaði sér inn í Superbowl Sjónvarpsáhorfendur á vissum svæðum sáu því auglýsingu Vísindakirkjunnar í hálfleik en hún er nokkuð vel gerð, sérhönnuð til að blekkja kjána og eins og annað sem frá kirkjunni kemur, - algjört rugl frá upphafi til enda. 3. febrúar 2014 14:25 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Fleiri fréttir Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Sjá meira
Vísindakirkjan svindlaði sér inn í Superbowl Sjónvarpsáhorfendur á vissum svæðum sáu því auglýsingu Vísindakirkjunnar í hálfleik en hún er nokkuð vel gerð, sérhönnuð til að blekkja kjána og eins og annað sem frá kirkjunni kemur, - algjört rugl frá upphafi til enda. 3. febrúar 2014 14:25