Travolta sagður ekki þora úr Vísindakirkjunni af ótta við upplýsingaleka Birgir Olgeirsson skrifar 27. janúar 2015 11:40 John Travolta er einn af frægustu meðlimum Vísindakirkjunnar. Getty Heimildarmynd um Vísindakirkjuna, sem nefnist Going Clear: Scientology and the Prison of Belief, var frumsýnd á Sundance-kvikmyndahátíðinni í gær og hefur hlotið mikið lof áhorfenda. Myndin er byggð á samnefndri bók Pulitzer-verðlaunahafans Lawrence Wright en leikstjóri myndarinnar er Óskarsverðlaunahafinn Alex Gibney. Myndin byrjar á frásögn Óskarverðlaunaleikstjórans Paul Haggis, sem hlaut Óskarinn fyrir kvikmyndina Crash, þar sem hann lýsir því hvernig hann gekk í Vísindakirkjuna á áttunda áratug síðustu aldar, þá ástsjúkur og leitandi ungur maður. Leikstjórinn Gibney ræðir einnig ræðir einnig við nokkra einstaklinga sem gegndu áður ábyrgðarstöðu innan krikjunnar en þeir reyna að útskýra fyrir áhorfendum hvers vegna Vísindakirkjan leggur svo mikið á sig til að laða frægt fólk inn í söfnuðinn. Á meðal frægustu fylgjenda kirkjunnar eru leikararnir Tom Cruise og John Travolta en myndinni er getgátur um að Travolta sé nauðbeygður til að vera í kirkjunni sökum þess hve mikið hún veit um hann. Eitt af helstu markmiðum kirkjunnar út á við er að losa einstaklinga við sálræn ör og er það gert í gengum viðtalsferli sem er kallað auditing en í gegnum þetta viðtalsferli á Vísindakirkjan að hafa fengið upplýsingar um Travolta sem enginn veit og hann sagður ekki þora því að ganga úr söfnuðinum af ótta við að þær kæmust í umferð. Tom Cruise er sagður hafa reynt að fjarlægjast kirkjuna á tíunda áratug síðustu aldar en í myndinni er því fleygt fram að kirkjan hafi unnið markvisst í því að eyðileggja hjónaband hans og Nicole Kidman en leikkonan er sögð hafa haft miklar efasemdir í garð kirkjunnar. Þá er reynt að svara þeirri spurningu af hverju fólk gengur í þennan söfnuð en í myndinni kemur fram að kirkjan kynni sig sem verkfæri til að hjálpa einstaklingum að lifa betra og innihaldsríkara lífi. Þeir sem ganga í kirkjuna fá ekki að vita í upphafi hver trúin í rauninni er og fá fæstir að vita það. Þegar þú hefur hins vegar náð að hreinsa þig af sálrænum örum en takmarkið er að ná fullkomnun og geta hafið sig yfir efni, orku, tíma og rúm. Þá er viðkomandi orðinn Operating Thetan og fær þá að rýna í handskrifaðan texta stofnanda kirkjunnar, L. Ron Hubbard, þar sem hann útskýrir sögu mannkynsins. Þegar Paul Haggis fékk að lesa þessi skrif hélt hann að það væri einhverskonar próf. „Kannski var verið að kanna hvort ég væri geðveikur? Ef ég trúi þessu, þá reka þeir þig út?“ Tengdar fréttir Vísindakirkjan svindlaði sér inn í Superbowl Sjónvarpsáhorfendur á vissum svæðum sáu því auglýsingu Vísindakirkjunnar í hálfleik en hún er nokkuð vel gerð, sérhönnuð til að blekkja kjána og eins og annað sem frá kirkjunni kemur, - algjört rugl frá upphafi til enda. 3. febrúar 2014 14:25 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Heimildarmynd um Vísindakirkjuna, sem nefnist Going Clear: Scientology and the Prison of Belief, var frumsýnd á Sundance-kvikmyndahátíðinni í gær og hefur hlotið mikið lof áhorfenda. Myndin er byggð á samnefndri bók Pulitzer-verðlaunahafans Lawrence Wright en leikstjóri myndarinnar er Óskarsverðlaunahafinn Alex Gibney. Myndin byrjar á frásögn Óskarverðlaunaleikstjórans Paul Haggis, sem hlaut Óskarinn fyrir kvikmyndina Crash, þar sem hann lýsir því hvernig hann gekk í Vísindakirkjuna á áttunda áratug síðustu aldar, þá ástsjúkur og leitandi ungur maður. Leikstjórinn Gibney ræðir einnig ræðir einnig við nokkra einstaklinga sem gegndu áður ábyrgðarstöðu innan krikjunnar en þeir reyna að útskýra fyrir áhorfendum hvers vegna Vísindakirkjan leggur svo mikið á sig til að laða frægt fólk inn í söfnuðinn. Á meðal frægustu fylgjenda kirkjunnar eru leikararnir Tom Cruise og John Travolta en myndinni er getgátur um að Travolta sé nauðbeygður til að vera í kirkjunni sökum þess hve mikið hún veit um hann. Eitt af helstu markmiðum kirkjunnar út á við er að losa einstaklinga við sálræn ör og er það gert í gengum viðtalsferli sem er kallað auditing en í gegnum þetta viðtalsferli á Vísindakirkjan að hafa fengið upplýsingar um Travolta sem enginn veit og hann sagður ekki þora því að ganga úr söfnuðinum af ótta við að þær kæmust í umferð. Tom Cruise er sagður hafa reynt að fjarlægjast kirkjuna á tíunda áratug síðustu aldar en í myndinni er því fleygt fram að kirkjan hafi unnið markvisst í því að eyðileggja hjónaband hans og Nicole Kidman en leikkonan er sögð hafa haft miklar efasemdir í garð kirkjunnar. Þá er reynt að svara þeirri spurningu af hverju fólk gengur í þennan söfnuð en í myndinni kemur fram að kirkjan kynni sig sem verkfæri til að hjálpa einstaklingum að lifa betra og innihaldsríkara lífi. Þeir sem ganga í kirkjuna fá ekki að vita í upphafi hver trúin í rauninni er og fá fæstir að vita það. Þegar þú hefur hins vegar náð að hreinsa þig af sálrænum örum en takmarkið er að ná fullkomnun og geta hafið sig yfir efni, orku, tíma og rúm. Þá er viðkomandi orðinn Operating Thetan og fær þá að rýna í handskrifaðan texta stofnanda kirkjunnar, L. Ron Hubbard, þar sem hann útskýrir sögu mannkynsins. Þegar Paul Haggis fékk að lesa þessi skrif hélt hann að það væri einhverskonar próf. „Kannski var verið að kanna hvort ég væri geðveikur? Ef ég trúi þessu, þá reka þeir þig út?“
Tengdar fréttir Vísindakirkjan svindlaði sér inn í Superbowl Sjónvarpsáhorfendur á vissum svæðum sáu því auglýsingu Vísindakirkjunnar í hálfleik en hún er nokkuð vel gerð, sérhönnuð til að blekkja kjána og eins og annað sem frá kirkjunni kemur, - algjört rugl frá upphafi til enda. 3. febrúar 2014 14:25 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Vísindakirkjan svindlaði sér inn í Superbowl Sjónvarpsáhorfendur á vissum svæðum sáu því auglýsingu Vísindakirkjunnar í hálfleik en hún er nokkuð vel gerð, sérhönnuð til að blekkja kjána og eins og annað sem frá kirkjunni kemur, - algjört rugl frá upphafi til enda. 3. febrúar 2014 14:25