„Betur hefði farið á því að einhver af æðstu embættismönnum þjóðarinnar hefði mætt“ Stefán Árni Pálsson skrifar 13. janúar 2015 16:35 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, mætti ekki í gönguna. vísir/afp Forsætisráðuneytið hefur nú sent frá sér yfirlýsingu vegna samstöðugöngunnar í París en íslensk stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir það að enginn úr ríkisstjórn Íslands hafi mætt í gönguna.Enginn íslenskur ráðherra fór á samstöðufundinn í París, þar sem allt að milljón manns komu saman. Þar voru þjóðarleiðtogar víðsvegar að úr heiminum. Rúmlega 40 þjóðarleiðtogar gengu hönd í hönd um götur borgarinnar. Nína Björk Jónsdóttir, sendiráðunautur í París, var fulltrúi Íslands í göngunni. Forsætisráðuneytið vill koma á framfæri að franska sendiráðið á Íslandi hafi áréttað við íslensk stjórnvöld að frönsk yfirvöld séu þakklát fyrir viðbrögð og samstöðu Íslendinga í málinu og sýna því fullan skilning að staðgengill sendiherra hafi tekið þátt í samstöðugöngunni í París fyrir hönd landsins, en ekki forseti Íslands eða ráðherra úr ríkisstjórn.Nína Björk, staðgengill sendiherra, var fulltrúi Íslands í Je Suis Charlie göngunni. Hér er hún aðstoðarborgarstjórum Parísarísarborgar og sendiherra Tadjikistan.mynd/utanríkisráðuneytið„Orðsending frá franska sendiráðinu til stjórnvalda um þátttöku í göngunni barst skrifstofu forseta Íslands, forsætisráðuneytinu og utanríkisráðuneytinu undir kvöld síðastliðinn föstudag. Ekki var um að ræða boð til einstakra embættismanna, heldur var það almenns eðlis,“ segir í tilkynningunni. Að ósk forsætisráðherra var kannað hvort hann gæti tekið þátt í göngunni, en að mati ráðuneytisins var erfitt að koma því við vegna ýmissa samverkandi þátta. „Ráðuneytið telur hins vegar, eftir á að hyggja, að betur hefði farið á því að einhver af æðstu embættismönnum þjóðarinnar hefði mætt til göngunnar.“ Í yfirlýsingunni segir að íslensk stjórnvöld hafa, sem áður greinir, ítrekað komið samúðarkveðjum og yfirlýsingum um samstöðu og stuðning á framfæri við frönsk stjórnvöld. „Skrifaði forsætisráðherra meðal annars starfsbróður sínum, Manuel Valls, sérstakt samúðarskeyti og afhenti sendiherra Frakklands á fundi þeirra hinn 8. janúar sl. Þá var iðnaðar- og viðskiptaráðherra viðstödd samstöðufund við franska sendiráðið síðar þann dag. Forseti Íslands og utanríkisráðherra hafa ennfremur komið á framfæri samúðarkveðjum.“ Tengdar fréttir Enginn íslenskur ráðherra í París Meðal annars eru þjóðarleiðtogar Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs í París. 11. janúar 2015 15:19 Skammur fyrirvari, ferðatími og dagskrá meðal ástæðna fyrir fjarveru forsætisráðherra Forsætisráðuneytinu hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fjarveru Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar frá samstöðufundinum í París í dag. 11. janúar 2015 22:25 Dagskrá Sigmundar fæst ekki uppgefin: „Ekki í anda þessa atburðar“ Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar segir yfirlýsingu forsætisráðuneytisins vegna fjarveru forsætisráðherra hafa verið ítarlega. 12. janúar 2015 11:22 Össur um fjarveru Sigmundar: „Ekki boðleg frammistaða“ Þingmaðurinn segir forsætisráðuneytið eiga að ráða við það verkefni að skipuleggja ferð til Parísar með tæplega tveggja sólarhringa fyrirvara. 12. janúar 2015 14:02 Íslendingur í París: Mikill samhugur og sterk skilaboð send Staðgengill sendiherra í íslenska sendiráðinu í París fór á samstöðufundinn, sem er sá stærsti í sögu Frakklands. 11. janúar 2015 19:17 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Innlent Fleiri fréttir Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Sjá meira
Forsætisráðuneytið hefur nú sent frá sér yfirlýsingu vegna samstöðugöngunnar í París en íslensk stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir það að enginn úr ríkisstjórn Íslands hafi mætt í gönguna.Enginn íslenskur ráðherra fór á samstöðufundinn í París, þar sem allt að milljón manns komu saman. Þar voru þjóðarleiðtogar víðsvegar að úr heiminum. Rúmlega 40 þjóðarleiðtogar gengu hönd í hönd um götur borgarinnar. Nína Björk Jónsdóttir, sendiráðunautur í París, var fulltrúi Íslands í göngunni. Forsætisráðuneytið vill koma á framfæri að franska sendiráðið á Íslandi hafi áréttað við íslensk stjórnvöld að frönsk yfirvöld séu þakklát fyrir viðbrögð og samstöðu Íslendinga í málinu og sýna því fullan skilning að staðgengill sendiherra hafi tekið þátt í samstöðugöngunni í París fyrir hönd landsins, en ekki forseti Íslands eða ráðherra úr ríkisstjórn.Nína Björk, staðgengill sendiherra, var fulltrúi Íslands í Je Suis Charlie göngunni. Hér er hún aðstoðarborgarstjórum Parísarísarborgar og sendiherra Tadjikistan.mynd/utanríkisráðuneytið„Orðsending frá franska sendiráðinu til stjórnvalda um þátttöku í göngunni barst skrifstofu forseta Íslands, forsætisráðuneytinu og utanríkisráðuneytinu undir kvöld síðastliðinn föstudag. Ekki var um að ræða boð til einstakra embættismanna, heldur var það almenns eðlis,“ segir í tilkynningunni. Að ósk forsætisráðherra var kannað hvort hann gæti tekið þátt í göngunni, en að mati ráðuneytisins var erfitt að koma því við vegna ýmissa samverkandi þátta. „Ráðuneytið telur hins vegar, eftir á að hyggja, að betur hefði farið á því að einhver af æðstu embættismönnum þjóðarinnar hefði mætt til göngunnar.“ Í yfirlýsingunni segir að íslensk stjórnvöld hafa, sem áður greinir, ítrekað komið samúðarkveðjum og yfirlýsingum um samstöðu og stuðning á framfæri við frönsk stjórnvöld. „Skrifaði forsætisráðherra meðal annars starfsbróður sínum, Manuel Valls, sérstakt samúðarskeyti og afhenti sendiherra Frakklands á fundi þeirra hinn 8. janúar sl. Þá var iðnaðar- og viðskiptaráðherra viðstödd samstöðufund við franska sendiráðið síðar þann dag. Forseti Íslands og utanríkisráðherra hafa ennfremur komið á framfæri samúðarkveðjum.“
Tengdar fréttir Enginn íslenskur ráðherra í París Meðal annars eru þjóðarleiðtogar Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs í París. 11. janúar 2015 15:19 Skammur fyrirvari, ferðatími og dagskrá meðal ástæðna fyrir fjarveru forsætisráðherra Forsætisráðuneytinu hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fjarveru Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar frá samstöðufundinum í París í dag. 11. janúar 2015 22:25 Dagskrá Sigmundar fæst ekki uppgefin: „Ekki í anda þessa atburðar“ Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar segir yfirlýsingu forsætisráðuneytisins vegna fjarveru forsætisráðherra hafa verið ítarlega. 12. janúar 2015 11:22 Össur um fjarveru Sigmundar: „Ekki boðleg frammistaða“ Þingmaðurinn segir forsætisráðuneytið eiga að ráða við það verkefni að skipuleggja ferð til Parísar með tæplega tveggja sólarhringa fyrirvara. 12. janúar 2015 14:02 Íslendingur í París: Mikill samhugur og sterk skilaboð send Staðgengill sendiherra í íslenska sendiráðinu í París fór á samstöðufundinn, sem er sá stærsti í sögu Frakklands. 11. janúar 2015 19:17 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Innlent Fleiri fréttir Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Sjá meira
Enginn íslenskur ráðherra í París Meðal annars eru þjóðarleiðtogar Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs í París. 11. janúar 2015 15:19
Skammur fyrirvari, ferðatími og dagskrá meðal ástæðna fyrir fjarveru forsætisráðherra Forsætisráðuneytinu hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fjarveru Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar frá samstöðufundinum í París í dag. 11. janúar 2015 22:25
Dagskrá Sigmundar fæst ekki uppgefin: „Ekki í anda þessa atburðar“ Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar segir yfirlýsingu forsætisráðuneytisins vegna fjarveru forsætisráðherra hafa verið ítarlega. 12. janúar 2015 11:22
Össur um fjarveru Sigmundar: „Ekki boðleg frammistaða“ Þingmaðurinn segir forsætisráðuneytið eiga að ráða við það verkefni að skipuleggja ferð til Parísar með tæplega tveggja sólarhringa fyrirvara. 12. janúar 2015 14:02
Íslendingur í París: Mikill samhugur og sterk skilaboð send Staðgengill sendiherra í íslenska sendiráðinu í París fór á samstöðufundinn, sem er sá stærsti í sögu Frakklands. 11. janúar 2015 19:17