Erlent

Hafa fundið flugvélina

Samúel Karl Ólason skrifar
Fjarðstýrður kafbátur var notaður til að ganga úr skugga um að flak vélarinnar væri fundið.
Fjarðstýrður kafbátur var notaður til að ganga úr skugga um að flak vélarinnar væri fundið. Vísir/AP
Skip sjóhers Singapúr hefur fundið flugvélina frá AirAsia sem brotlenti í Javahafi fyrir tæpum þremur vikum. Myndir náðust af flakinu úr fjarstýrðum kafbáti sem sendur var til botns, en flakið er í um þriggja kílómetra fjarlægð frá staðnum þar sem stél vélarinnar fannst í síðustu viku.

Vélin liggur á 28 metra dýpi og annar vængurinn er enn fastur við hana, samkvæmt AP fréttaveitunni.

Stór hluti vængs er enn fastur við flakið.Vísir/AP
Flugvélin hvarf af ratsjá 28. desember á leiðinni frá Indónesíu til Singapúr. 162 einstaklingar voru um borð. Aðeins 50 lík hafa fundist á þremur vikum, en veður hefur hægt á björgunaraðgerðum.

„Svörtu kassar“ vélarinnar fundust á mánudaginn og þriðjudaginn, en þeir eru lykilatriði rannsakenda til að uppgötva hvers vegna vélin brotlenti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×