Bíllinn kastaðist rúma 30 metra Birgir Olgeirsson skrifar 15. janúar 2015 14:21 Frá vettvangi á Reykjanesbraut. Lögreglan Á annan tug vitna voru kölluð til við aðalmeðferð í máli ríkissaksóknara gegn 34 ára gömlum karlmanni í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Maðurinn er sakaður um að hafa orðið valdur að alvarlegu bílslysi við Reykjanesbraut í Hafnarfirði í mars árið 2012 og stefnt lífi fjögurra farþega í hættu. Honum er gefið að sök að hafa sest ölvaður undir stýri, ekið langt umfram leyfilegan hámarkshraða og „þar með stofnað á ófyrirleitin hátt lífi farþega og annarra vegfarenda í verulega hættu, eins og segir í ákæru. Fjórir farþegar voru í bílnum og er einn þeirra í dag varanlega lamaður.Telja ólíklegt að sýni víxlist Sakborningurinn neitaði því að hafa verið ölvaður þegar slysið átti sér stað en áfengismagn í blóði hans mældist 1,4 prómil. Miðað við svör sakbornings taldi verjandi hans líkur á að blóðsýni sem tekin voru af sakborningi hafi mögulega víxlast við önnur sýni. Því voru kallaðir til vitnis lögreglumenn, hjúkrunarfræðingur og deildarstjóri rannsóknarstofu Háskóla Íslands í lyfja- og eiturefnafræði. Einn lögreglumaðurinn taldi afar ólíklegt að sýni gætu víxlast miðað við þá verkferla sem eru hjá lögreglunni og þá sagði deildarstjórinn engin dæmi um að röng sýni hefðu verið send til rannsóknar og sagðist geta svarað því neitandi marga áratugi aftur í tímann.Útreikningar benda til 188 km/h Þá neitaði sakborningur því einnig að bifreiðinni hafi verið ekið á ofsahraða þegar slysið átti sér stað. Mælingar og útreikningar matsmanna gefa þó til kynna að ætlaður hraði hafi verið 178 kílómetrar á klukkustund, lágmarkshraði 168 kílómetrar á klukkustund og hámarkshraði 188 kílómetrar á klukkustund en leyfilegur hámarkshraði á þeim stað sem slysið átti sér stað 80 kílómetrar á klukkustund. Einn matsmannanna taldi útilokað miðað við mælingar og útreikninga að bílnum hefði verið ekið undir 150 kílómetra hraða á klukkustund en samkvæmt vettvangsrannsókn kastaðist bifreiðin rúma 30 metra þegar slysið átti sér stað. Eitt vitnanna sem var í bílnum sagði að bílnum hefði líklega ekki verið ekið á löglegum hraða því bílnum hefði verið ekið fram úr nokkrum bifreiðum. Þá var karlmaður kallaður til vitnis sem varð vitni að slysinu. Hann taldi líkur að sakborningur hefði ekki ekið bifreiðinni á löglegum hraða og tók sem dæmi að hann og kærasta hans hefðu ekki náð að komast inn á Reykjanesbrautina af aðrein því sakborningur hefði tekið fram úr þeim á miklum hraða. Hann sagðist þó ekki geta fullyrt það með vissu að sakborningurinn hefði ekið bíl sínum á ólöglegum hraða en tók sem dæmi hljóðið sem barst frá bílnum þegar hann tók fram úr bíl sjónvarvottsins og kærustu hans.Sjá einnig:„Ég tel mig ekki hafa verið á ofsahraða“ Tengdar fréttir „Ég tel mig ekki hafa verið á ofsahraða“ Sakaður um að hafa ekið ölvaður á 178 kílómetra hraða. Fjórir farþegar voru í bílnum og er einn þeirrra í dag varanlega lamaður. 15. janúar 2015 10:48 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira
Á annan tug vitna voru kölluð til við aðalmeðferð í máli ríkissaksóknara gegn 34 ára gömlum karlmanni í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Maðurinn er sakaður um að hafa orðið valdur að alvarlegu bílslysi við Reykjanesbraut í Hafnarfirði í mars árið 2012 og stefnt lífi fjögurra farþega í hættu. Honum er gefið að sök að hafa sest ölvaður undir stýri, ekið langt umfram leyfilegan hámarkshraða og „þar með stofnað á ófyrirleitin hátt lífi farþega og annarra vegfarenda í verulega hættu, eins og segir í ákæru. Fjórir farþegar voru í bílnum og er einn þeirra í dag varanlega lamaður.Telja ólíklegt að sýni víxlist Sakborningurinn neitaði því að hafa verið ölvaður þegar slysið átti sér stað en áfengismagn í blóði hans mældist 1,4 prómil. Miðað við svör sakbornings taldi verjandi hans líkur á að blóðsýni sem tekin voru af sakborningi hafi mögulega víxlast við önnur sýni. Því voru kallaðir til vitnis lögreglumenn, hjúkrunarfræðingur og deildarstjóri rannsóknarstofu Háskóla Íslands í lyfja- og eiturefnafræði. Einn lögreglumaðurinn taldi afar ólíklegt að sýni gætu víxlast miðað við þá verkferla sem eru hjá lögreglunni og þá sagði deildarstjórinn engin dæmi um að röng sýni hefðu verið send til rannsóknar og sagðist geta svarað því neitandi marga áratugi aftur í tímann.Útreikningar benda til 188 km/h Þá neitaði sakborningur því einnig að bifreiðinni hafi verið ekið á ofsahraða þegar slysið átti sér stað. Mælingar og útreikningar matsmanna gefa þó til kynna að ætlaður hraði hafi verið 178 kílómetrar á klukkustund, lágmarkshraði 168 kílómetrar á klukkustund og hámarkshraði 188 kílómetrar á klukkustund en leyfilegur hámarkshraði á þeim stað sem slysið átti sér stað 80 kílómetrar á klukkustund. Einn matsmannanna taldi útilokað miðað við mælingar og útreikninga að bílnum hefði verið ekið undir 150 kílómetra hraða á klukkustund en samkvæmt vettvangsrannsókn kastaðist bifreiðin rúma 30 metra þegar slysið átti sér stað. Eitt vitnanna sem var í bílnum sagði að bílnum hefði líklega ekki verið ekið á löglegum hraða því bílnum hefði verið ekið fram úr nokkrum bifreiðum. Þá var karlmaður kallaður til vitnis sem varð vitni að slysinu. Hann taldi líkur að sakborningur hefði ekki ekið bifreiðinni á löglegum hraða og tók sem dæmi að hann og kærasta hans hefðu ekki náð að komast inn á Reykjanesbrautina af aðrein því sakborningur hefði tekið fram úr þeim á miklum hraða. Hann sagðist þó ekki geta fullyrt það með vissu að sakborningurinn hefði ekið bíl sínum á ólöglegum hraða en tók sem dæmi hljóðið sem barst frá bílnum þegar hann tók fram úr bíl sjónvarvottsins og kærustu hans.Sjá einnig:„Ég tel mig ekki hafa verið á ofsahraða“
Tengdar fréttir „Ég tel mig ekki hafa verið á ofsahraða“ Sakaður um að hafa ekið ölvaður á 178 kílómetra hraða. Fjórir farþegar voru í bílnum og er einn þeirrra í dag varanlega lamaður. 15. janúar 2015 10:48 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira
„Ég tel mig ekki hafa verið á ofsahraða“ Sakaður um að hafa ekið ölvaður á 178 kílómetra hraða. Fjórir farþegar voru í bílnum og er einn þeirrra í dag varanlega lamaður. 15. janúar 2015 10:48