Bíllinn kastaðist rúma 30 metra Birgir Olgeirsson skrifar 15. janúar 2015 14:21 Frá vettvangi á Reykjanesbraut. Lögreglan Á annan tug vitna voru kölluð til við aðalmeðferð í máli ríkissaksóknara gegn 34 ára gömlum karlmanni í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Maðurinn er sakaður um að hafa orðið valdur að alvarlegu bílslysi við Reykjanesbraut í Hafnarfirði í mars árið 2012 og stefnt lífi fjögurra farþega í hættu. Honum er gefið að sök að hafa sest ölvaður undir stýri, ekið langt umfram leyfilegan hámarkshraða og „þar með stofnað á ófyrirleitin hátt lífi farþega og annarra vegfarenda í verulega hættu, eins og segir í ákæru. Fjórir farþegar voru í bílnum og er einn þeirra í dag varanlega lamaður.Telja ólíklegt að sýni víxlist Sakborningurinn neitaði því að hafa verið ölvaður þegar slysið átti sér stað en áfengismagn í blóði hans mældist 1,4 prómil. Miðað við svör sakbornings taldi verjandi hans líkur á að blóðsýni sem tekin voru af sakborningi hafi mögulega víxlast við önnur sýni. Því voru kallaðir til vitnis lögreglumenn, hjúkrunarfræðingur og deildarstjóri rannsóknarstofu Háskóla Íslands í lyfja- og eiturefnafræði. Einn lögreglumaðurinn taldi afar ólíklegt að sýni gætu víxlast miðað við þá verkferla sem eru hjá lögreglunni og þá sagði deildarstjórinn engin dæmi um að röng sýni hefðu verið send til rannsóknar og sagðist geta svarað því neitandi marga áratugi aftur í tímann.Útreikningar benda til 188 km/h Þá neitaði sakborningur því einnig að bifreiðinni hafi verið ekið á ofsahraða þegar slysið átti sér stað. Mælingar og útreikningar matsmanna gefa þó til kynna að ætlaður hraði hafi verið 178 kílómetrar á klukkustund, lágmarkshraði 168 kílómetrar á klukkustund og hámarkshraði 188 kílómetrar á klukkustund en leyfilegur hámarkshraði á þeim stað sem slysið átti sér stað 80 kílómetrar á klukkustund. Einn matsmannanna taldi útilokað miðað við mælingar og útreikninga að bílnum hefði verið ekið undir 150 kílómetra hraða á klukkustund en samkvæmt vettvangsrannsókn kastaðist bifreiðin rúma 30 metra þegar slysið átti sér stað. Eitt vitnanna sem var í bílnum sagði að bílnum hefði líklega ekki verið ekið á löglegum hraða því bílnum hefði verið ekið fram úr nokkrum bifreiðum. Þá var karlmaður kallaður til vitnis sem varð vitni að slysinu. Hann taldi líkur að sakborningur hefði ekki ekið bifreiðinni á löglegum hraða og tók sem dæmi að hann og kærasta hans hefðu ekki náð að komast inn á Reykjanesbrautina af aðrein því sakborningur hefði tekið fram úr þeim á miklum hraða. Hann sagðist þó ekki geta fullyrt það með vissu að sakborningurinn hefði ekið bíl sínum á ólöglegum hraða en tók sem dæmi hljóðið sem barst frá bílnum þegar hann tók fram úr bíl sjónvarvottsins og kærustu hans.Sjá einnig:„Ég tel mig ekki hafa verið á ofsahraða“ Tengdar fréttir „Ég tel mig ekki hafa verið á ofsahraða“ Sakaður um að hafa ekið ölvaður á 178 kílómetra hraða. Fjórir farþegar voru í bílnum og er einn þeirrra í dag varanlega lamaður. 15. janúar 2015 10:48 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Á annan tug vitna voru kölluð til við aðalmeðferð í máli ríkissaksóknara gegn 34 ára gömlum karlmanni í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Maðurinn er sakaður um að hafa orðið valdur að alvarlegu bílslysi við Reykjanesbraut í Hafnarfirði í mars árið 2012 og stefnt lífi fjögurra farþega í hættu. Honum er gefið að sök að hafa sest ölvaður undir stýri, ekið langt umfram leyfilegan hámarkshraða og „þar með stofnað á ófyrirleitin hátt lífi farþega og annarra vegfarenda í verulega hættu, eins og segir í ákæru. Fjórir farþegar voru í bílnum og er einn þeirra í dag varanlega lamaður.Telja ólíklegt að sýni víxlist Sakborningurinn neitaði því að hafa verið ölvaður þegar slysið átti sér stað en áfengismagn í blóði hans mældist 1,4 prómil. Miðað við svör sakbornings taldi verjandi hans líkur á að blóðsýni sem tekin voru af sakborningi hafi mögulega víxlast við önnur sýni. Því voru kallaðir til vitnis lögreglumenn, hjúkrunarfræðingur og deildarstjóri rannsóknarstofu Háskóla Íslands í lyfja- og eiturefnafræði. Einn lögreglumaðurinn taldi afar ólíklegt að sýni gætu víxlast miðað við þá verkferla sem eru hjá lögreglunni og þá sagði deildarstjórinn engin dæmi um að röng sýni hefðu verið send til rannsóknar og sagðist geta svarað því neitandi marga áratugi aftur í tímann.Útreikningar benda til 188 km/h Þá neitaði sakborningur því einnig að bifreiðinni hafi verið ekið á ofsahraða þegar slysið átti sér stað. Mælingar og útreikningar matsmanna gefa þó til kynna að ætlaður hraði hafi verið 178 kílómetrar á klukkustund, lágmarkshraði 168 kílómetrar á klukkustund og hámarkshraði 188 kílómetrar á klukkustund en leyfilegur hámarkshraði á þeim stað sem slysið átti sér stað 80 kílómetrar á klukkustund. Einn matsmannanna taldi útilokað miðað við mælingar og útreikninga að bílnum hefði verið ekið undir 150 kílómetra hraða á klukkustund en samkvæmt vettvangsrannsókn kastaðist bifreiðin rúma 30 metra þegar slysið átti sér stað. Eitt vitnanna sem var í bílnum sagði að bílnum hefði líklega ekki verið ekið á löglegum hraða því bílnum hefði verið ekið fram úr nokkrum bifreiðum. Þá var karlmaður kallaður til vitnis sem varð vitni að slysinu. Hann taldi líkur að sakborningur hefði ekki ekið bifreiðinni á löglegum hraða og tók sem dæmi að hann og kærasta hans hefðu ekki náð að komast inn á Reykjanesbrautina af aðrein því sakborningur hefði tekið fram úr þeim á miklum hraða. Hann sagðist þó ekki geta fullyrt það með vissu að sakborningurinn hefði ekið bíl sínum á ólöglegum hraða en tók sem dæmi hljóðið sem barst frá bílnum þegar hann tók fram úr bíl sjónvarvottsins og kærustu hans.Sjá einnig:„Ég tel mig ekki hafa verið á ofsahraða“
Tengdar fréttir „Ég tel mig ekki hafa verið á ofsahraða“ Sakaður um að hafa ekið ölvaður á 178 kílómetra hraða. Fjórir farþegar voru í bílnum og er einn þeirrra í dag varanlega lamaður. 15. janúar 2015 10:48 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
„Ég tel mig ekki hafa verið á ofsahraða“ Sakaður um að hafa ekið ölvaður á 178 kílómetra hraða. Fjórir farþegar voru í bílnum og er einn þeirrra í dag varanlega lamaður. 15. janúar 2015 10:48