Sigur í fyrri leiknum gegn Kanada Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. janúar 2015 23:26 Hannes Þór Halldórsson hélt hreinu á meðan hann var inn á. vísir/andri marinó Íslenska karlalandsliðið í fótbolta vann fyrsta leik ársins í kvöld þegar það lagði Kanada að velli í vináttuleik í Orlando í Flórída, 2-1. Liðin mætast aftur á mánudaginn, en þar sem ekki er um alþjóðlega leikdaga að ræða vantar margar af skærustu stjörnum íslenska liðsins í hópinn. Í honum eru t.a.m. sex nýliðar. Einn þeirra, Kristinn Steindórsson, var í byrjunarliðinu í sínum fyrsta leik og fór frábærlega af stað. Kristinn skoraði nefnilega fyrsta mark leiksins með laglegum skalla eftir fyrirgjöf Rúriks Gíslasonar.Kristinn Steindórsson spilar í Bandaríkjunum.vísir/vilhelmKristinn, sem samdi við Columbus Crew undir lok síðasta árs, stýrði flottri sendingu Rúriks, sem var einnig nokkuð sprækur í leiknum, í fjærnetið. Skallinn óverjandi fyrir markvörð Kanada. Íslenska liðið var sterkara í fyrri hálfleik og bætti við marki á 42. mínútu, en það skoraði Matthías Vilhjálmsson, leikmaður Start í Noregi. Há sending kom inn á teiginn sem Sölvi Geir Ottesen skallaði glæsilega fyrir fætur Matthíasar og átti hann ekki í miklum vandræðum með að tvöfalda forystu íslenska liðsins. Seinni hálfleikurinn var ekki jafn góður og minnkaði kanadíska liðið muninn á 60. mínútu. Dwayne De Rosario gerði það með skalla úr teignum, en Ingvar Jónsson var þá tiltölulega nýkominn í markið fyrir Hannes Þór Halldórsson. Undir lokin fékk Hólmbert Aron Friðjónsson, framherji Bröndby, tvö dauðafæri til að ganga frá leiknum en brást bogalistin í bæði skipting. Hann kom annars ágætlega inn sem varamaður Fínn sigur hjá Íslandi, en seinni leikur liðanna fer fram á mánudagskvöldið.Ísland (4-4-2): Hannes Þór Halldórsson (Ingvar Jónsson 65.) - Theodór Elmar Bjarnason, Sölvi Geir Ottesen, Sverrir Ingi Ingason, Hjörtur Logi Valgarðsson - Rúrik Gíslason, Guðlaugur Victor Pálsson (Þórarinn Ingi Valdimarsson 45.), Rúnar Már Sigurjónsson, Kristinn Steindórsson (Björn Daníel Sverrisson 45.) - Matthías Vilhjálmsson (Hólmbert Friðjónsson 45.), Jón Daði Böðvarsson (Ólafur Karl Finsen (71.). Fótbolti Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta vann fyrsta leik ársins í kvöld þegar það lagði Kanada að velli í vináttuleik í Orlando í Flórída, 2-1. Liðin mætast aftur á mánudaginn, en þar sem ekki er um alþjóðlega leikdaga að ræða vantar margar af skærustu stjörnum íslenska liðsins í hópinn. Í honum eru t.a.m. sex nýliðar. Einn þeirra, Kristinn Steindórsson, var í byrjunarliðinu í sínum fyrsta leik og fór frábærlega af stað. Kristinn skoraði nefnilega fyrsta mark leiksins með laglegum skalla eftir fyrirgjöf Rúriks Gíslasonar.Kristinn Steindórsson spilar í Bandaríkjunum.vísir/vilhelmKristinn, sem samdi við Columbus Crew undir lok síðasta árs, stýrði flottri sendingu Rúriks, sem var einnig nokkuð sprækur í leiknum, í fjærnetið. Skallinn óverjandi fyrir markvörð Kanada. Íslenska liðið var sterkara í fyrri hálfleik og bætti við marki á 42. mínútu, en það skoraði Matthías Vilhjálmsson, leikmaður Start í Noregi. Há sending kom inn á teiginn sem Sölvi Geir Ottesen skallaði glæsilega fyrir fætur Matthíasar og átti hann ekki í miklum vandræðum með að tvöfalda forystu íslenska liðsins. Seinni hálfleikurinn var ekki jafn góður og minnkaði kanadíska liðið muninn á 60. mínútu. Dwayne De Rosario gerði það með skalla úr teignum, en Ingvar Jónsson var þá tiltölulega nýkominn í markið fyrir Hannes Þór Halldórsson. Undir lokin fékk Hólmbert Aron Friðjónsson, framherji Bröndby, tvö dauðafæri til að ganga frá leiknum en brást bogalistin í bæði skipting. Hann kom annars ágætlega inn sem varamaður Fínn sigur hjá Íslandi, en seinni leikur liðanna fer fram á mánudagskvöldið.Ísland (4-4-2): Hannes Þór Halldórsson (Ingvar Jónsson 65.) - Theodór Elmar Bjarnason, Sölvi Geir Ottesen, Sverrir Ingi Ingason, Hjörtur Logi Valgarðsson - Rúrik Gíslason, Guðlaugur Victor Pálsson (Þórarinn Ingi Valdimarsson 45.), Rúnar Már Sigurjónsson, Kristinn Steindórsson (Björn Daníel Sverrisson 45.) - Matthías Vilhjálmsson (Hólmbert Friðjónsson 45.), Jón Daði Böðvarsson (Ólafur Karl Finsen (71.).
Fótbolti Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjá meira