Lífið

Hafþór Júlíus lætur flúra á sig Jón Pál

Bjarki Ármannsson skrifar
Hafþór er skiljanlega stoltur af myndinni.
Hafþór er skiljanlega stoltur af myndinni. Mynd/Valli/Hafþór Júlíus Björnsson
Hafþór Júlíus Björnsson, kraftajötunn og leikari, er kominn með húðflúr sem sýnir Jón Pál Sigmarsson, sennilega þekktasta kraftlyftingamann okkar Íslendinga frá upphafi, á vinstri kálfann. Þessu greinir Hafþór stoltur frá á aðdáendasíðu sinni á Facebook nú í kvöld.

„Lét gera þetta meistaraverk í dag,“ skrifar Hafþór við mynd af húðflúrinu. Það sýnir Jón Pál lyfta stórum grjóthnullungi á hátindi ferils síns.

Hafþór Júlíus er þekktur víða um heim eftir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones. Þar fer hann með hlutverk riddarans Gregor Clegane, einnig þekktur sem „Fjallið“, sem kallar ekki allt ömmu sína. Hann lenti í öðru sæti í keppninni um sterkasta mann heims í fyrra.

Þá keppni vann Jón Páll fjórum sinnum á árunum 1983 til 1990 og var hann sá fyrsti til að hampa sigri svo oft. Hann lést úr hjartaáfalli árið 1993.


Tengdar fréttir

Gaf 600 eiginhandaráritanir

Kraftajötunninn Hafþór Júlíus Björnsson úr Game of Thrones er gestur á tölvuleikjaráðstefnu í Barein.

Passar betur í hásætið en flugvélaklósettið

Hafþór Júlíus Björnsson, næststerkasti maður heims, virðist hafa það gott við tökur á sjónvarpsþáttunum Game of Thrones ef marka má mynd sem hann birtir af sjálfum sér á Facebook.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×