„Sveitarstjórn Ásahrepps er ekki bankastofnun fyrir blanka starfsmenn“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. janúar 2015 10:36 Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps, segir að Björgvin hafi notað debetkort sveitarfélagsins alls 14 sinnum. Vísir „Ég notaði náttúrulega aldrei orðið fjárdráttur í neinu sem ég sagði en þegar menn taka fé úr sveitarstjórn og færa það inn á persónulega reikninga, nota debetkort sveitarfélagsins til innkaupa og greiða fyrir veitingahúsareikninga... Ja, það getur vel verið að það heiti eitthvað annað en fjárdráttur,“ segir Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps, aðspurður um tilkynningu Björgvins G. Sigurðssonar þar sem hann hafnar ásökunum um að hafa dregið sér fé frá hreppnum.Sjá einnig: Fyrrverandi ráðherra rekinn vegna fjárdráttar. Egill segir að Björgvin hafi notað debetkort sveitarfélagsins alls 14 sinnum. Hann hafi til að mynda keypt myndavél fyrir um 50-60.000 sem Björgvin segir að hafi meðal annars átt að nota fyrir heimasíðu sveitarfélagsins. Egill segir hins vegar að umrædd myndavél hafi aldrei sést á skrifstofum sveitarfélagsins. Aðrar færslur á debetkortinu hafi svo verið ýmis útgjöld til heimilisins; matarinnkaup og bensínkostnaður. „Þetta er bara svona það sem venjulegur launamaður þarf að kaupa. Mjólk, hangikjöt, grænar baunir, kattamatur. Ásahreppur hefur aldrei átt kött og hefur ekkert með kattamat að gera.“Það verði skoðað hjá sveitarfélaginu á næstunni hvort málið verði kært til lögreglu.Mynd/Lögreglan á HvolsvelliVel getur verið að málið verði kært til lögreglu Varðandi fyrirframgreidd laun sem Björgvin fékk þann 20. nóvember segir Egill: „Hann gerði það upp á eigin spýtur. Á skrifstofu sveitarfélagsins eru ákveðnar reglur um útgjöld sem greidd eru beint af skrifstofunni. Hann millifærir þetta sjálfur sem hann á ekki að gera þannig að hann er ekki með neina heimild fyrir þessu, hvorki hjá oddvita né gjaldkera. Þessi færsla kemur svo ekki ljós fyrr en núna við áramótauppgjör.“ Ekki hefur tíðkast hjá Ásahreppi að greiða starfsfólki laun fyrirfram, að sögn Egils. „Sveitarstjórn Ásahrepps er ekki bankastofnun fyrir blanka starfsmenn. Menn taka sér ekki ókeypis lán þar þegar þeim vantar pening. Það þurfa að vera mjög ríkar ástæður fyrir slíkum fyrirfram greiðslum og utanumhald utan um það.“ Egill segir að það geti vel verið að Björgvin hafi ætlað sér að endurgreiða féð og hann efist í raun ekki um það. Sú áætlun hafi hins vegar ekki verið komin fram. Egill segist líta málið mjög alvarlegum augum og svo geti vel farið að það verði kært til lögreglu. Það verði skoðað af sveitarstjórninni nú í vikunni. Tengdar fréttir Fyrrverandi ráðherra rekinn vegna fjárdráttar í Ásahreppi Björgvin G. Sigurðsson dró sér fé í starfi sínu sem sveitarstjóri Ásahrepps. "Fyrst með litlum greiðslum hér og þar, en vatt upp á sig líkt og snjóbolti sem rúllar niður brekku,“ segir Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps. 19. janúar 2015 07:00 Viðurkennir að hafa ekki farið að reglum um útgjöld Hafnar þó ásökunum um fjárdrátt. 19. janúar 2015 08:48 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Sjá meira
„Ég notaði náttúrulega aldrei orðið fjárdráttur í neinu sem ég sagði en þegar menn taka fé úr sveitarstjórn og færa það inn á persónulega reikninga, nota debetkort sveitarfélagsins til innkaupa og greiða fyrir veitingahúsareikninga... Ja, það getur vel verið að það heiti eitthvað annað en fjárdráttur,“ segir Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps, aðspurður um tilkynningu Björgvins G. Sigurðssonar þar sem hann hafnar ásökunum um að hafa dregið sér fé frá hreppnum.Sjá einnig: Fyrrverandi ráðherra rekinn vegna fjárdráttar. Egill segir að Björgvin hafi notað debetkort sveitarfélagsins alls 14 sinnum. Hann hafi til að mynda keypt myndavél fyrir um 50-60.000 sem Björgvin segir að hafi meðal annars átt að nota fyrir heimasíðu sveitarfélagsins. Egill segir hins vegar að umrædd myndavél hafi aldrei sést á skrifstofum sveitarfélagsins. Aðrar færslur á debetkortinu hafi svo verið ýmis útgjöld til heimilisins; matarinnkaup og bensínkostnaður. „Þetta er bara svona það sem venjulegur launamaður þarf að kaupa. Mjólk, hangikjöt, grænar baunir, kattamatur. Ásahreppur hefur aldrei átt kött og hefur ekkert með kattamat að gera.“Það verði skoðað hjá sveitarfélaginu á næstunni hvort málið verði kært til lögreglu.Mynd/Lögreglan á HvolsvelliVel getur verið að málið verði kært til lögreglu Varðandi fyrirframgreidd laun sem Björgvin fékk þann 20. nóvember segir Egill: „Hann gerði það upp á eigin spýtur. Á skrifstofu sveitarfélagsins eru ákveðnar reglur um útgjöld sem greidd eru beint af skrifstofunni. Hann millifærir þetta sjálfur sem hann á ekki að gera þannig að hann er ekki með neina heimild fyrir þessu, hvorki hjá oddvita né gjaldkera. Þessi færsla kemur svo ekki ljós fyrr en núna við áramótauppgjör.“ Ekki hefur tíðkast hjá Ásahreppi að greiða starfsfólki laun fyrirfram, að sögn Egils. „Sveitarstjórn Ásahrepps er ekki bankastofnun fyrir blanka starfsmenn. Menn taka sér ekki ókeypis lán þar þegar þeim vantar pening. Það þurfa að vera mjög ríkar ástæður fyrir slíkum fyrirfram greiðslum og utanumhald utan um það.“ Egill segir að það geti vel verið að Björgvin hafi ætlað sér að endurgreiða féð og hann efist í raun ekki um það. Sú áætlun hafi hins vegar ekki verið komin fram. Egill segist líta málið mjög alvarlegum augum og svo geti vel farið að það verði kært til lögreglu. Það verði skoðað af sveitarstjórninni nú í vikunni.
Tengdar fréttir Fyrrverandi ráðherra rekinn vegna fjárdráttar í Ásahreppi Björgvin G. Sigurðsson dró sér fé í starfi sínu sem sveitarstjóri Ásahrepps. "Fyrst með litlum greiðslum hér og þar, en vatt upp á sig líkt og snjóbolti sem rúllar niður brekku,“ segir Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps. 19. janúar 2015 07:00 Viðurkennir að hafa ekki farið að reglum um útgjöld Hafnar þó ásökunum um fjárdrátt. 19. janúar 2015 08:48 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Sjá meira
Fyrrverandi ráðherra rekinn vegna fjárdráttar í Ásahreppi Björgvin G. Sigurðsson dró sér fé í starfi sínu sem sveitarstjóri Ásahrepps. "Fyrst með litlum greiðslum hér og þar, en vatt upp á sig líkt og snjóbolti sem rúllar niður brekku,“ segir Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps. 19. janúar 2015 07:00
Viðurkennir að hafa ekki farið að reglum um útgjöld Hafnar þó ásökunum um fjárdrátt. 19. janúar 2015 08:48