Enski boltinn

Pulis ráðinn stjóri West Brom

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Tony Pulis hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri West Brom í ensku úrvalsdeildinni og mun taka við starfinu eftir leik liðsins gegn West Ham í dag.

Pulis skrifaði undir tveggja og hálfs árs samning við félagið en hann tekur við starfinu af Alan Irving sem var nýlega látinn fara.

Hann var síðast á mála hjá Crystal Palace en undir hans stjórn endaði liðið í ellefta sæti ensku deildarinnar í vor. Hann hætti þó aðeins tveimur dögum áður en nýtt tímabil hófst í sumar.

West Brom er nú aðeins einu stigi frá fallæsti og en á rúmu ári hefur félagið haft fjóra knattspyrnustjóra - þá Steve Clarke, Pepe Mel, Irving og nú Pulis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×