Enski boltinn

Fyrsta mark ársins kom eftir aðeins 106 sekúndur | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ryan Shawcross skorar hér markið.
Ryan Shawcross skorar hér markið. Vísir/Getty
Ryan Shawcross var ekki lengi að opna markareikning sinn á nýju ár en hann skoraði fyrsta mark ársins 2015 í ensku úrvalsdeildinni.

Fyrirliði Stoke er ekki þekktur fyrir að skora mikið af mörkum en hver veit nema að þetta breytist á nýju ári.

Ryan Shawcross skoraði aðeins 1 mark í 19 leikjum í úrvalsdeildinni fyrir áramót en hann kom Stoke City í 1-0 á móti Manchester United eftir aðeins 1 mínútu og 46 sekúndur.

Ryan Shawcross var þá á réttum stað í markteignum eftir hornspyrnu Marko Arnautovic og skalla Peter Crouch. Hann sendi boltann í marknetið framhjá markverðinum David de Gea og Robin van Persie sem stóð bjargarlaus á marklínunni.  Það er hægt að sjá markið hér fyrir neðan og svo er einnig hægt að fylgjast með beinni textalýsingu frá leiknum á Vísi.

Leikur Stoke City og Manchester United er fyrsti leikur dagsins af tíu í ensku úrvalsdeildinni en öll tuttugu lið deildarinnar spila í dag. Eftir lokaleik dagsins, á milli Tottenham og Chelsea, verða allir leikir dagsins gerðir upp í markaþætti á Stöð 2 Sport 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×