Enski boltinn

Podolski segir frétt í The Mirror uppspuna frá rótum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Lukas Podolski segir ekkert hæft í frétt sem birtist nýlega í The Mirror þess efnis að hann hafi farið í fússi af æfingasvæði Arsenal.

Podolski hefur verið orðaður við Inter á Ítalíu en Arsene Wenger, stjóri liðsins, sagði á blaðamannafundi að það væri ekkert hæft í þeim fregnum og að hann vildi halda þýska framherjanum hjá Arsenal.

Hann var ekki með í leiknum gegn Southampton í dag en sagði að frétt um meinta óánægju sína algjöran uppspuna frá rótum. „Mér finnst ótrúlegt að dagblöðum sé leyft að birta lygar til að ná athygli fólks,“ skrifaði Podolski á Twitter-síðu sína eins og lesa má hér fyrir neðan.

Podolski segist hafa verið í meðhöndlun hjá læknum félagsins á meðan umrædd æfing átti sér stað og að blaðamenn The Mirror hafi verið of fljótir á sér. „Ég óska samt The Mirror gleðilegs nýs árs og að því gangi betur að búa til réttar fyrirsagnir í framtíðinni.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×