Enski boltinn

Inter bauð aftur í Podolski

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, staðfesti eftir 2-0 tap liðsins gegn Southampton í gær að ítalska liðið Inter hafi lagt fram nýtt tilboð í framherjann Lukas Podolski. Roberto Mancini hjá Inter hefur áður sagt að hann hafi áhuga á Þjóðverjanum.

„Fyrsta tilboð félagsins var farsakennt,“ sagði Wenger við fjölmiðla í gær. „Svo komu þeir aftur með annað tilboð sem var í meiri tengslum við raunveruleikann. Það er erfitt að segja að félagaskiptin séu óhjákvæmileg en við munum sjá til hvað gerist.“

Greint er frá því í Daily Telegraph í dag að Inter sé reiðubúið að bjóða Podolski lánssamning til loka tímabilsins með möguleika á að kaupa kappann fyrir fimm milljónir punda í lok tímabilsins. Þá er enn fremur fullyrt að samkomulag á milli félaganna sé handan við hornið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×