Enski boltinn

Elia til Southampton

Anton Ingi Leifsson skrifar
Elia í leik með Bremen.
Elia í leik með Bremen. Vísir/Getty
Southampton hefur staðfest að vængmaðurinn Eljero Elia er á leiðinni á láni til félagsins til enda tímabilsins. Elia kemur á láni til félagsins frá Werder Bremen.

Southampton staðfesti þetta á Twitter síðu sinni í gærkvöldi, en eftir tímabilið getur Southampton keypt Elia vilji þeir það. Skiptin gengu í gegn á föstudags nóttina, um leið og félagsskiptaglugginn opnaði.

Elia hefur spilað 27 leiki fyrir Holland og spilaði meðal annars á HM í sumar.

„Ég þekki leikmanninn, ég þekki fjölskyldu leikmannsins, ég þekki umboðsmann leikmannsins. Hann er ákveðinn strákur sem vill fá að spila fótbolta. Hann mun fá að spila fótbolta hjá Southampton," sagði Ronald Koeman, stjóri Southampton.

„Þetta er gott skref, stórt skref fyrir hann. Hann er ekki 100% prósent klár því hann hefur ekki spilað fótbolta síðustu mánuði. Á næstu vikum munum við undirbúa hann og hann verður að taka sína sénsa."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×