Enski boltinn

Dalglish: Heppinn að hafa séð Gerrard spila

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kenny Dalglish og Gerrard fallast í faðma.
Kenny Dalglish og Gerrard fallast í faðma. Vísir/Getty
Kenny Dalglish, goðsögn hjá Liverpool, sem margir telja sem annan besta leikmann í sögu félagsins segir að hann sé heppinn að hafa séð Gerrard spila.

„Ég vil ekki taka út eitt mark eða eina frammistöðu. Eina sem ég ætla segja er að mér finnst ég hafa verið heppinn að hann hafi verið leikmaður Liverpool og séð hann spila," skrifaði goðsögnin í Daily Mirror.

Ronald Koeman, stjóri Southampton, er einn af þeim fjölmörgu stjórum sem eru tilbúnir að fá Gerrard í sitt lið.

„Það verður smá skrýtið að sjá Gerrard ekki í Liverpool á næsta tímabili, en ef honum langar að halda áfram er hann velkominn hingað," sagði Hollendingurinn og bætti við:

„Mér er alvara. Ef hann vill spila áfram á Englandi, þá getur hann komið. Þegar þú ert með Steven Gerrard þá ertu alltaf með stöðu fyrir hann. Hann er frábær fótboltamaður með glæsilegan feril."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×