Enski boltinn

Swansea áfram eftir markaleik | Sjáðu mörkin

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leiknum í dag.
Úr leiknum í dag. Vísir/Getty
Gylfi Þór Sigurðsson sat allan tímann á varamannabekk Swansea sem vann þæginlegan sigur á Tranmere Rovers á útivelli. Lokatölur 6-2.

Nathan Dyer kom Swansea yfir með marki um miðjan hálfleikinn, en markið var ansi umdeilt. Dyer lagði boltann fyrir sig með höndinni. Staðan 1-0 í hálfleik.

Síðari hálfleikur var fjögurra mínútna gamall þegar Tom Carroll tvöfaldaði forystuna fyrir Svanina frá Wales.

Þriðja markið kom svo eftir klukkutíma. Modou Barrow skoraði það eftir sendingu frá Marvin Emnes.

Tranmere náði svo að minnka muninn tuttugu mínútum þegar Gerry Tremmel þrumaði boltanum í Max Power og í netið. Skrautlegt mark sem má sjá neðst í fréttinni.

Liðin skiptust svo bara einfaldlega á að skora út leiktímann, en lokatölur urðu 6-2 Swansea í vil. Stórsigur Swansea staðreynd.

Markið hjá Dyer: 2-0: Barrow kominn á blað: Staðan er orðin 3-1. Hörmuleg mistök Tremmel: 4-1: Tranmere neitar að gefast upp: 5-2: Markaveislan heldur áfram. 6-2:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×