Enski boltinn

Dæmdur nauðgari má ekki spila á Möltu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ched Evans í bíl.
Ched Evans í bíl. Vísir/Getty
Knattspyrnumaðurinn Ched Evans sem var dæmdur í fangelsi árið 2011 fyrir að nauðga nítján ára stelpu má ekki spila með liði fyrir utan England. Dómsmálaráðuneytið greip inn í málið.

Hibernian frá Möltu var á föstudaginn sagt áhugasamt um að fá framherjann til liðs við sig á láni út tímabilið.

„Við viljum hafa eitt strangasta eftirlit með kynferðisbrotamönnum til að stoppa þá af og verja fórnarlömb," segir meðal ananrs tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu.

Á föstudaginn sagði varaformaður maltneska klúbbsins, Stephen Vaugan, að þeir hafi boðið framherjanum samning, en því neitaði talsmaður Evans.

„Það hafa verið slúðursögur og sögur sem Ched veit ekkert um, til að mynda þessi," sagði talsmaður Evans.

Enn er því óvíst hvað þessi dæmdi nauðgari tekur sér fyrir hendur, en hann sat af sér tvö og hálft ár í fangelsi eftir að hafa verið dæmdur í fimm ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×