Enski boltinn

Chelsea ekki í vandræðum með Watford

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmenn Chelsea fagna.
Leikmenn Chelsea fagna. Vísir/Getty
Chelsea var lengi í gang gegn Watford, en vann að lokum þriggja marka sigur á B-deildarliðinu. Jose Mourinho, stjóri Chelsea, dreifði álaginu í þessum bikarleik.

Staðan var markalaus í hálfleik, en í síðari hálfleik byrjuðu mörkin að koma. Willian skoraði fyrsta markið eftir 58. mínútu og Loic Remy skoraði annað markið tuttugu mínútum fyrir leikslok.

Þeir bláklæddu voru ekki hættir og varnarmaðurinn Kurt Zouma skoraði þriðja og síðasta mark Chelsea sautján mínútum fyrir leikslok.

Chelsea er því komið í fjórðu umferð bikarsins. Dregið verður í umferðina annað kvöld, en fimm leikir eru eftir af umferðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×