Enski boltinn

Van Gaal: Bikarinn mikilvægur fyrir öll félög

Anton Ingi Leifsson skrifar
Van Gaal var ánægður í leikslok.
Van Gaal var ánægður í leikslok. Vísir/getty
Louis van Gaal, stjóri Manchester United, sagði eftir sigurinn gegn Yeovil í enska bikarnum að hann vissi alltaf að þetta yrði erfiður leikur.

„Ég bjóst við þessu. Það er alltaf erfitt að spila á móti liði sem spilar svona, beitir löngum boltum og þú verður að berjast. Þeir pressuðu vel á okkur og við höfðum ekki mikinn tíma á boltann," sagði Louis van Gaal við Match of the Day í leikslok.

Bæði Rafael og Luke Shaw fóru af velli í hálfleik, en við það breytti van Gaal aðeins skipulaginu. Við það fóru hlutirnir að virka.

„Við breyttum aðeins í hálfleik, en við þurftum að breyta vegna þess að Shaw og Rafael voru meiddir. Við vorum meira með boltann og það var ástæða þess að við skoruðum."

„Við fengum fleiri tækifæri í síðari hálfeik og fyrsta markið var mikilvægt. Þá þurfti Yeovil að sækja og við skoruðum eftir skyndisókn."

„FA-bikarinn er mikilvægur fyrir öll félög, ekki bara United. Við viljum vinna keppnina, við vitum að það verður erfitt, en við viljum það," sagði Hollendingurinn í leikslok.

Dregið verður í fjórðu umferð bikarsins annað kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×