14 ára stelpa lögð í nútímaeinelti: „Hengdu þig, fokking mellan þín“ Stefán Árni Pálsson skrifar 5. janúar 2015 10:23 Snædís Birta er hér til vinstri. Vísir/facebook/getty/skjáskot „Þú ert ógeð, hengdu þig, fokking mellan þín, fokk dreptu þig, ert ógeðslega ljót, þú ert fokking misheppnuð.“ Þetta eru orð sem Snædís Birta Ásgeirsdóttir, 14 ára stelpa, hefur þurft að lesa um sig á netinu. Hún tjáði sig um eineltið í samtali við Pressuna í gær. Drífa Viðarsdóttir og Ásgeir Örn Ásgeirsson, foreldrar Snædísar, voru gestir í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Þetta var algjört högg í magann og maður er bara orðlaus og í raun og veru algjörlega bjargarlaus, því það er svo lítið sem við sem foreldrar getum gert í þessu,“ segir Drífa. Dóttir hennar hefur fengið þessi skilaboð frá fólki í nafnleynd. „Við vitum ekki hver er að senda þessi skilaboð, þetta getur verið einn einstaklingur eða margir krakkar.“Hrósar unga drengnum Ásgeir segir að einn drengur í bekknum hafi fengið nóg og tilkynnt eineltið til móður sinnar. Hún hafi því næst farið með málið inn í skólann og rætt við kennarann. Snædís hefur verið lögð í einelti síðan hún var 9 ára. Nú fer eineltið að stórum hluta fram á samfélagsmiðlum og á síðunni ask.fm. „Dóttir okkar birgir þetta bara inni í sér og segir okkur ekkert frá þessu. Hún vildi ekki að við yrðum reið,“ segir Ásgeir. Drífa segir að ungu drengurinn sem tilkynnti málið eigi hrós skilið.Meiðir fólk og er ofbeldi „Foreldar út í bæ þekkja ekkert þessar síður. Svona er nútímaeinelti í dag. Skilaboðunum er beint til hennar en allir sem eru virkir á síðunni geta lesið þau,“ segir Drífa. Þau hafi um leið farið með málið á borð lögreglu. „Okkar reiði var gríðarleg. Lögreglumaðurinn segir þá við okkur að það sé ekki hægt að rekja þessar færslur og því lítið hægt að gera. Ég vil bara segja við þá krakka sem eru að hlusta núna, hugsið aðeins um það hvað þið setjið á netið. Þetta getur meitt fólk og þetta er ofbeldi.“ Drífa segir að skólinn hafi tekið mjög vel á málinu. „Í dag er fyrsti skóladagurinn hjá henni og vissulega er hún kvíðin en ég veit að hún er með stuðning þar,“ segir Drífa. Rætt verður við Snædísi Birtu í þættinum Ísland í dag annað kvöld. Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira
„Þú ert ógeð, hengdu þig, fokking mellan þín, fokk dreptu þig, ert ógeðslega ljót, þú ert fokking misheppnuð.“ Þetta eru orð sem Snædís Birta Ásgeirsdóttir, 14 ára stelpa, hefur þurft að lesa um sig á netinu. Hún tjáði sig um eineltið í samtali við Pressuna í gær. Drífa Viðarsdóttir og Ásgeir Örn Ásgeirsson, foreldrar Snædísar, voru gestir í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Þetta var algjört högg í magann og maður er bara orðlaus og í raun og veru algjörlega bjargarlaus, því það er svo lítið sem við sem foreldrar getum gert í þessu,“ segir Drífa. Dóttir hennar hefur fengið þessi skilaboð frá fólki í nafnleynd. „Við vitum ekki hver er að senda þessi skilaboð, þetta getur verið einn einstaklingur eða margir krakkar.“Hrósar unga drengnum Ásgeir segir að einn drengur í bekknum hafi fengið nóg og tilkynnt eineltið til móður sinnar. Hún hafi því næst farið með málið inn í skólann og rætt við kennarann. Snædís hefur verið lögð í einelti síðan hún var 9 ára. Nú fer eineltið að stórum hluta fram á samfélagsmiðlum og á síðunni ask.fm. „Dóttir okkar birgir þetta bara inni í sér og segir okkur ekkert frá þessu. Hún vildi ekki að við yrðum reið,“ segir Ásgeir. Drífa segir að ungu drengurinn sem tilkynnti málið eigi hrós skilið.Meiðir fólk og er ofbeldi „Foreldar út í bæ þekkja ekkert þessar síður. Svona er nútímaeinelti í dag. Skilaboðunum er beint til hennar en allir sem eru virkir á síðunni geta lesið þau,“ segir Drífa. Þau hafi um leið farið með málið á borð lögreglu. „Okkar reiði var gríðarleg. Lögreglumaðurinn segir þá við okkur að það sé ekki hægt að rekja þessar færslur og því lítið hægt að gera. Ég vil bara segja við þá krakka sem eru að hlusta núna, hugsið aðeins um það hvað þið setjið á netið. Þetta getur meitt fólk og þetta er ofbeldi.“ Drífa segir að skólinn hafi tekið mjög vel á málinu. „Í dag er fyrsti skóladagurinn hjá henni og vissulega er hún kvíðin en ég veit að hún er með stuðning þar,“ segir Drífa. Rætt verður við Snædísi Birtu í þættinum Ísland í dag annað kvöld.
Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira