Enski boltinn

Rúta stuðningsmanna Hull klessti á girðingu

Rútan var ansi illa farin.
Rútan var ansi illa farin. mynd/twitter
Það var enginn sunnudagur til sælu hjá stuðningsmönnum Hull City.

Ekki bara tapaði liðið þeirra gegn Arsenal í ensku bikarkeppninni heldur tókst bílstjóra rútunnar, sem ferjaði stuðningsmenn fram og til baka, að klessa á fyrir utan Emirates-völlinn.

Rútan fer mjög harkalega utan í girðingu og var það illa farin að ekki þótti rétt að hún færi mikið lengra að sinni.

Stuðningsmönnunum var því boðið aftur inn á völlinn í kaffi og kleinur á meðan beðið var eftir nýrri rútu.

Það slasaðist þó enginn og allir komust til síns heima á endanum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×