Enski boltinn

Bannað að busa í enska boltanum

Vinnie og félagar í Wimbledon gengu undir nafninu Crazy Gang. Þeir stóðu vel undir nafni.
Vinnie og félagar í Wimbledon gengu undir nafninu Crazy Gang. Þeir stóðu vel undir nafni. vísir/getty
Samtök atvinnuknattspyrnumanna reyna nú að útrýma busunum í enska boltanum.

Það er löng hefð fyrir því að nýliðar hjá félagsliðum sínum þurfi að gera sig að fífli á einhvern hátt. Þeir þurfa að syngja og stundum eru fötin þeirra jafnvel klippt í sundur og svona mætti áfram telja.

Samtökin segja að þessi hefð sé niðurlægjandi og því þurfi að útrýma þessum ósið að þeirra mati.

Einhverjir munu eflaust fagna þessum nýju áherslum á meðan aðrir eru ósáttir.

Vinnie Jones og félagar í Wimbledon gengu líklega lengst í þessum efnum á sínum tíma. Þá gengu meðal annars sögur um að nýliðar í liðinu væru bundnir fastir á þak bíla og síðan var keyrt um með þá meðal annars á nærliggjandi hraðbraut.

Í dag dugar flestum að þurfa að syngja eitt lag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×