Enski boltinn

Selja miða á leik gegn Man. Utd sem aldrei varð af

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Yeovil hafði betur gegn Stanley í 2. umferð bikarsins en tapaði 2-0 fyrir United.
Yeovil hafði betur gegn Stanley í 2. umferð bikarsins en tapaði 2-0 fyrir United. vísir/getty
Enska D-deildarliðið Accrington Stanley tapaði í annarri umferð bikarsins gegn C-deildarliðinu Yeovil, en sigurvegari leiksins átti í vændum heimaleik gegn stórliði Manchester United.

Yeovil fékk leikinn og tapaði, 2-0, en svona leikir fyrir neðri deildar liðin gera mikið fyrir fjárhaginn enda hægt að fylla völlinn og selja miðana dýrara verði en vanalega.

Accrington hefur ákveðið, þrátt fyrir að spila aldrei leikinn gegn Manchester United, að selja 250 miða á leikinn sem aldrei varð af.

Miðinn kostar 20 pund þannig seljist þeir allir fær félagið 5.000 pund í sinn hlut eða tæpa eina milljón íslenskra kóna. Sá peningur mun fara beint í leikmannakaup, að því fram kemur í frétt á vef félagsins.

Stuðningsmenn sem kaupa miða fá nafn sitt skráð sem heiðursfélaga í næstu leikskrá og á heimasíðu Accrington Stanley.

Liðið er í 13. sæti í D-deildinni en John Coleman, stjórnarformaður liðsins, telur að með smá hjálp, meðal annars frá stuðningsmönnum, geti liðið komist í umspilið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×