Enski boltinn

Ekki verið rætt að lána Gerrard frá LA Galaxy

Gerrard fagnar einu af mörgum mörkum sínum.
Gerrard fagnar einu af mörgum mörkum sínum. vísir/getty
Um leið og ljóst var að Steven Gerrard væri á leið í bandaríska boltann fóru af stað umræður um hvort hann yrði ekki lánaður í enska boltann.

Frank Lampard var búinn að semja við lið í New York en hann mun spila alla leiktíðina með Man. City þar sem hann hefur heldur betur verið drjúgur.

Bæði David Beckham og Landon Donovan fóru síðan í lán frá félagi Gerrard, LA Galaxy, er þeir léku þar. Thierry Henry fór líka til Englands að láni frá NY Red Bulls.

Forseti LA Galaxy, Chris Klein, segir að það hafi ekkert verið rætt um að lána Gerrard.

„Í sumar mun Gerrard einbeita sér að Galaxy," sagði Klein en fyrsti leikur Gerrard með sínu nýja félagi verður 17. júlí gegn San Jose.

„Þessi frétt hefur vakið rosalega athygli. Gerrard er heimsþekktur og fólk er mjög spennt fyrir því að fá hann í MLS-deildina."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×