Enski boltinn

55 mismunandi meiðsli hjá leikmönnum Manchester United í vetur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Wayne Rooney hefur meiðst tvisvar sinnum á tímabilinu.
Wayne Rooney hefur meiðst tvisvar sinnum á tímabilinu. Vísir/Getty
Telegraph hefur talið saman meiðslin hjá leikmönnum Manchester United á fyrstu fimm mánuðunum undir stjórn hollenska knattspyrnustjórans Louis van Gaal.

Alls hafa komið upp 55 mismunandi meiðsli í leikmannahópi liðsins og þau skiptast á milli 25 leikmanna.

Nýju mennirnir Luke Shaw og Angel Di Maria hafa meiðst oftast eða fimm sinnum hvor. Ander Herrera  hefur síðan meiðst fjórum sinnum eins og þeir James Wilson og Chris Smalling.

Þessi meiðsli þýða meðal annars að Louis van Gaal hefur þurft að nota 37 leikmenn á þessu tímabili eða meira en öll lið deildarinnar og það þrátt fyrir að United-liðið sé ekki í Evrópukeppni og hafi dottið snemma út úr enska deildabikarnum.

Margir velta því fyrir sér hvað sé um að kenna og þetta hljóti að vera eitthvað annað en eintóm óheppni.

Louis van Gaal er þekktur harðstjóri á æfingum og hver veit nema að leikmenn United þurfi nokkra mánuði (og nokkur meiðsli) til að venjast æfingaálaginu hjá honum.

Meiðsli hjá leikmönnum Manchester United í vetur:  (Samkvæmt úttekt Telegraph)

5 - Luke Shaw

5 - Angel Di Maria

4 - Ander Herrera

4 - James Wilson

4 - Chris Smalling

3 - Ashley Young

3 - Antonio Valencia

3 - Rafael

2 - Marcos Rojo

2 - Radamel Falcao

2 - Phil Jones  

2 - Jonny Evans

2 - Marouane Fellaini

2 - Michael Carrick

2 - Wayne Rooney

1 - Paddy McNair

1 - Juan Mata

1 - Jesse Lingard

1 - Daley Blind

1 - Shinji Kagawa

1 - Danny Welbeck

1 - Anderson

1 - Robin van Persie

1 - David De Gea

1 - Tom Thorpe




Fleiri fréttir

Sjá meira


×