Real Madrid staðfesti í gær að James Rodriguez, leikmaður liðsins, væri meiddur eftir að hafa slitið vöðva aftan í læri í æfingarleik Kólumbíu og Perú í vikunni.
Læknir kólumbíska landsliðsins ræddi meiðslin í samtali við kólumbíska útvarpsstöð í gær en hann sagði að ákvörðunin um að taka James af velli hafi aðeins verið tekin til að vernda hann og að meiðslin væru ekki alvarleg.
Real Madrid gaf ekki frá sér hversu lengi hann yrði frá heldur að fylgst yrði með James næstu dagana þegar hann kemur aftur til Madríd úr landsleikahlénu.
James átti frábæran leik í 5-0 sigri Real Madrid á Betis í síðasta leiknum fyrir landsleikjahlé en hann komst tvisvar á blað í leiknum með stórglæsilegum mörkum.
Real Madrid mætir Espanyol í Barcelona um helgina en leikurinn hefst klukkan 14.00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport HD.
James Rodriguez ekki með um helgina | Meiddist í landsleik
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið





Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995
Íslenski boltinn



Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar
Enski boltinn

Starf Amorims öruggt
Enski boltinn
