Strætóbílstjórar vilja vera áfram á Hlemmi Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 15. september 2015 22:00 Flestum rekstraraðilum á Hlemmi verður gert að yfirgefa húsið vegna endurskipulagningar. Strætóbílstjórar hafa verið með kaffistofu á Hlemmi í tugi ára, en þeir eru ósáttir við breytingarnar og segjast engar upplýsingar fá um framhaldið.Húsið á Hlemmi var tekið í notkun árið 1978 eftir uppdrætti Gunnars Hanssonar og var á þeim tíma stærsta opinbera rými sem almenningur hafði óhindraðan aðgang að. Hlemmur tengdi úthverfin við miðbæ Reykjavíkur og með tilkomu hans má segja að Reykjavík hafi loks stigið skrefið frá því að vera þorp yfir í að vera borg og varð strax vinsæll samkomustaður ungmenna. Á árunum í kringum 1980 varð til hugtakið Hlemmari sem átti við um unglinga sem héngu á Hlemmi. Þá hefur þar alla tíð mátt finna einstalinga sem lifa utan við og á jaðri samfélagsins. En Hlemmi eins og við þekkjum hann í dag verður lokað eftir sex vikur og rekstraraðilum í húsinu gert að hætta starfsemi sinni.Sjoppan á Hlemmi hefur verið þar í tuttugu og eitt ár en nú hefur starfsfólki þar verið sagt upp. Strætóbílstjórar eru stór hluti viðskiptavina en þeir eru einnig með aðstöðu á Hlemmi. Ólafur Björn Heimisson strætóbílstjóri segir þá ekki vita hvar þeir geti tekið kaffipásur þegar Strætó hættir starfsemi sinni þar.„Ég veit það ekki, kannski bara úti í vagni. Þeir gáfu okkur einu sinni jólagjöf hjá Strætó. Það var svona brúsi og taska fyrir glas og öllu saman. Kannski maður fari að nota það. Það er bara eins með okkur eins og farþegana, við vitum allt síðast,“ segir hann. Strætóbílstjórar hafi engar upplýsingar fengið um afdrif sín þegar Hlemmur lokar og segjast ósattir við að hætta eigi starfseminni þar. „Ég sé bara engan tilgang í því. Þetta er sentrallinn hérna og hér er fólkið,“ segir Ólafur Björn. Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Sjá meira
Flestum rekstraraðilum á Hlemmi verður gert að yfirgefa húsið vegna endurskipulagningar. Strætóbílstjórar hafa verið með kaffistofu á Hlemmi í tugi ára, en þeir eru ósáttir við breytingarnar og segjast engar upplýsingar fá um framhaldið.Húsið á Hlemmi var tekið í notkun árið 1978 eftir uppdrætti Gunnars Hanssonar og var á þeim tíma stærsta opinbera rými sem almenningur hafði óhindraðan aðgang að. Hlemmur tengdi úthverfin við miðbæ Reykjavíkur og með tilkomu hans má segja að Reykjavík hafi loks stigið skrefið frá því að vera þorp yfir í að vera borg og varð strax vinsæll samkomustaður ungmenna. Á árunum í kringum 1980 varð til hugtakið Hlemmari sem átti við um unglinga sem héngu á Hlemmi. Þá hefur þar alla tíð mátt finna einstalinga sem lifa utan við og á jaðri samfélagsins. En Hlemmi eins og við þekkjum hann í dag verður lokað eftir sex vikur og rekstraraðilum í húsinu gert að hætta starfsemi sinni.Sjoppan á Hlemmi hefur verið þar í tuttugu og eitt ár en nú hefur starfsfólki þar verið sagt upp. Strætóbílstjórar eru stór hluti viðskiptavina en þeir eru einnig með aðstöðu á Hlemmi. Ólafur Björn Heimisson strætóbílstjóri segir þá ekki vita hvar þeir geti tekið kaffipásur þegar Strætó hættir starfsemi sinni þar.„Ég veit það ekki, kannski bara úti í vagni. Þeir gáfu okkur einu sinni jólagjöf hjá Strætó. Það var svona brúsi og taska fyrir glas og öllu saman. Kannski maður fari að nota það. Það er bara eins með okkur eins og farþegana, við vitum allt síðast,“ segir hann. Strætóbílstjórar hafi engar upplýsingar fengið um afdrif sín þegar Hlemmur lokar og segjast ósattir við að hætta eigi starfseminni þar. „Ég sé bara engan tilgang í því. Þetta er sentrallinn hérna og hér er fólkið,“ segir Ólafur Björn.
Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Sjá meira