Strætóbílstjórar vilja vera áfram á Hlemmi Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 15. september 2015 22:00 Flestum rekstraraðilum á Hlemmi verður gert að yfirgefa húsið vegna endurskipulagningar. Strætóbílstjórar hafa verið með kaffistofu á Hlemmi í tugi ára, en þeir eru ósáttir við breytingarnar og segjast engar upplýsingar fá um framhaldið.Húsið á Hlemmi var tekið í notkun árið 1978 eftir uppdrætti Gunnars Hanssonar og var á þeim tíma stærsta opinbera rými sem almenningur hafði óhindraðan aðgang að. Hlemmur tengdi úthverfin við miðbæ Reykjavíkur og með tilkomu hans má segja að Reykjavík hafi loks stigið skrefið frá því að vera þorp yfir í að vera borg og varð strax vinsæll samkomustaður ungmenna. Á árunum í kringum 1980 varð til hugtakið Hlemmari sem átti við um unglinga sem héngu á Hlemmi. Þá hefur þar alla tíð mátt finna einstalinga sem lifa utan við og á jaðri samfélagsins. En Hlemmi eins og við þekkjum hann í dag verður lokað eftir sex vikur og rekstraraðilum í húsinu gert að hætta starfsemi sinni.Sjoppan á Hlemmi hefur verið þar í tuttugu og eitt ár en nú hefur starfsfólki þar verið sagt upp. Strætóbílstjórar eru stór hluti viðskiptavina en þeir eru einnig með aðstöðu á Hlemmi. Ólafur Björn Heimisson strætóbílstjóri segir þá ekki vita hvar þeir geti tekið kaffipásur þegar Strætó hættir starfsemi sinni þar.„Ég veit það ekki, kannski bara úti í vagni. Þeir gáfu okkur einu sinni jólagjöf hjá Strætó. Það var svona brúsi og taska fyrir glas og öllu saman. Kannski maður fari að nota það. Það er bara eins með okkur eins og farþegana, við vitum allt síðast,“ segir hann. Strætóbílstjórar hafi engar upplýsingar fengið um afdrif sín þegar Hlemmur lokar og segjast ósattir við að hætta eigi starfseminni þar. „Ég sé bara engan tilgang í því. Þetta er sentrallinn hérna og hér er fólkið,“ segir Ólafur Björn. Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Flestum rekstraraðilum á Hlemmi verður gert að yfirgefa húsið vegna endurskipulagningar. Strætóbílstjórar hafa verið með kaffistofu á Hlemmi í tugi ára, en þeir eru ósáttir við breytingarnar og segjast engar upplýsingar fá um framhaldið.Húsið á Hlemmi var tekið í notkun árið 1978 eftir uppdrætti Gunnars Hanssonar og var á þeim tíma stærsta opinbera rými sem almenningur hafði óhindraðan aðgang að. Hlemmur tengdi úthverfin við miðbæ Reykjavíkur og með tilkomu hans má segja að Reykjavík hafi loks stigið skrefið frá því að vera þorp yfir í að vera borg og varð strax vinsæll samkomustaður ungmenna. Á árunum í kringum 1980 varð til hugtakið Hlemmari sem átti við um unglinga sem héngu á Hlemmi. Þá hefur þar alla tíð mátt finna einstalinga sem lifa utan við og á jaðri samfélagsins. En Hlemmi eins og við þekkjum hann í dag verður lokað eftir sex vikur og rekstraraðilum í húsinu gert að hætta starfsemi sinni.Sjoppan á Hlemmi hefur verið þar í tuttugu og eitt ár en nú hefur starfsfólki þar verið sagt upp. Strætóbílstjórar eru stór hluti viðskiptavina en þeir eru einnig með aðstöðu á Hlemmi. Ólafur Björn Heimisson strætóbílstjóri segir þá ekki vita hvar þeir geti tekið kaffipásur þegar Strætó hættir starfsemi sinni þar.„Ég veit það ekki, kannski bara úti í vagni. Þeir gáfu okkur einu sinni jólagjöf hjá Strætó. Það var svona brúsi og taska fyrir glas og öllu saman. Kannski maður fari að nota það. Það er bara eins með okkur eins og farþegana, við vitum allt síðast,“ segir hann. Strætóbílstjórar hafi engar upplýsingar fengið um afdrif sín þegar Hlemmur lokar og segjast ósattir við að hætta eigi starfseminni þar. „Ég sé bara engan tilgang í því. Þetta er sentrallinn hérna og hér er fólkið,“ segir Ólafur Björn.
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira