Strætóbílstjórar vilja vera áfram á Hlemmi Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 15. september 2015 22:00 Flestum rekstraraðilum á Hlemmi verður gert að yfirgefa húsið vegna endurskipulagningar. Strætóbílstjórar hafa verið með kaffistofu á Hlemmi í tugi ára, en þeir eru ósáttir við breytingarnar og segjast engar upplýsingar fá um framhaldið.Húsið á Hlemmi var tekið í notkun árið 1978 eftir uppdrætti Gunnars Hanssonar og var á þeim tíma stærsta opinbera rými sem almenningur hafði óhindraðan aðgang að. Hlemmur tengdi úthverfin við miðbæ Reykjavíkur og með tilkomu hans má segja að Reykjavík hafi loks stigið skrefið frá því að vera þorp yfir í að vera borg og varð strax vinsæll samkomustaður ungmenna. Á árunum í kringum 1980 varð til hugtakið Hlemmari sem átti við um unglinga sem héngu á Hlemmi. Þá hefur þar alla tíð mátt finna einstalinga sem lifa utan við og á jaðri samfélagsins. En Hlemmi eins og við þekkjum hann í dag verður lokað eftir sex vikur og rekstraraðilum í húsinu gert að hætta starfsemi sinni.Sjoppan á Hlemmi hefur verið þar í tuttugu og eitt ár en nú hefur starfsfólki þar verið sagt upp. Strætóbílstjórar eru stór hluti viðskiptavina en þeir eru einnig með aðstöðu á Hlemmi. Ólafur Björn Heimisson strætóbílstjóri segir þá ekki vita hvar þeir geti tekið kaffipásur þegar Strætó hættir starfsemi sinni þar.„Ég veit það ekki, kannski bara úti í vagni. Þeir gáfu okkur einu sinni jólagjöf hjá Strætó. Það var svona brúsi og taska fyrir glas og öllu saman. Kannski maður fari að nota það. Það er bara eins með okkur eins og farþegana, við vitum allt síðast,“ segir hann. Strætóbílstjórar hafi engar upplýsingar fengið um afdrif sín þegar Hlemmur lokar og segjast ósattir við að hætta eigi starfseminni þar. „Ég sé bara engan tilgang í því. Þetta er sentrallinn hérna og hér er fólkið,“ segir Ólafur Björn. Mest lesið Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni Sjá meira
Flestum rekstraraðilum á Hlemmi verður gert að yfirgefa húsið vegna endurskipulagningar. Strætóbílstjórar hafa verið með kaffistofu á Hlemmi í tugi ára, en þeir eru ósáttir við breytingarnar og segjast engar upplýsingar fá um framhaldið.Húsið á Hlemmi var tekið í notkun árið 1978 eftir uppdrætti Gunnars Hanssonar og var á þeim tíma stærsta opinbera rými sem almenningur hafði óhindraðan aðgang að. Hlemmur tengdi úthverfin við miðbæ Reykjavíkur og með tilkomu hans má segja að Reykjavík hafi loks stigið skrefið frá því að vera þorp yfir í að vera borg og varð strax vinsæll samkomustaður ungmenna. Á árunum í kringum 1980 varð til hugtakið Hlemmari sem átti við um unglinga sem héngu á Hlemmi. Þá hefur þar alla tíð mátt finna einstalinga sem lifa utan við og á jaðri samfélagsins. En Hlemmi eins og við þekkjum hann í dag verður lokað eftir sex vikur og rekstraraðilum í húsinu gert að hætta starfsemi sinni.Sjoppan á Hlemmi hefur verið þar í tuttugu og eitt ár en nú hefur starfsfólki þar verið sagt upp. Strætóbílstjórar eru stór hluti viðskiptavina en þeir eru einnig með aðstöðu á Hlemmi. Ólafur Björn Heimisson strætóbílstjóri segir þá ekki vita hvar þeir geti tekið kaffipásur þegar Strætó hættir starfsemi sinni þar.„Ég veit það ekki, kannski bara úti í vagni. Þeir gáfu okkur einu sinni jólagjöf hjá Strætó. Það var svona brúsi og taska fyrir glas og öllu saman. Kannski maður fari að nota það. Það er bara eins með okkur eins og farþegana, við vitum allt síðast,“ segir hann. Strætóbílstjórar hafi engar upplýsingar fengið um afdrif sín þegar Hlemmur lokar og segjast ósattir við að hætta eigi starfseminni þar. „Ég sé bara engan tilgang í því. Þetta er sentrallinn hérna og hér er fólkið,“ segir Ólafur Björn.
Mest lesið Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni Sjá meira