Game of Thrones: Bakgrunnur Hardhome er frá Íslandi Samúel Karl Ólason skrifar 10. júlí 2015 14:45 Myndir frá Djúpalónssandi voru notaðar til að skapa umhverfi Hardhome. Mynd/HBO Orrustan við Hardhome er eitt umfangsmesta atriði sem tekið hefur verið upp fyrir hina vinsælu þætti, Game of Thrones. Til stóð að taka atriðið upp hér á landi, en hætt var við það vegna veðurs og vegna þess hve dagarnir eru stuttir á veturna. Þess í stað var bakgrunnur atriðsins myndaður á og við Djúpalónssand á Snæfellsnesi. Starfsmenn framleiðslufyrirtækisins Pegasus tóku myndir úr dróna af sjó og á landi og sköpuðu úr því þrívíddarheim sem notaður var í bakgrunn orrustunnar.Sjá einnig: Svona var orrustan við Hardhome tekin upp. Hér að neðan má sjá myndband sem brellufyrirtækið El Ranchito Imagen Digital birti nýverið. Þar má sjá hvernig tæknibrellum var beitt til að skapa umhverfi Hardhome. Þar má einnig sjá hvernig bakgrunninum frá Íslandi er bætt við atriðið.Gífurlega vinna fór í þetta atriði og tók átján daga að taka það upp. Þeir hefðu óneitanlega þurft að vera fleiri en það ef atriðið hefði verið tekið upp hér á landi. Þess í stað var það tekið upp í Írlandi. Hér að neðan ræðir brellumeistari Game of Thrones um tæknibrellur þáttanna. Þær þykja betri en þekkist í flestum sjónvarpsþáttum. Bíó og sjónvarp Game of Thrones Tengdar fréttir Game of Thrones: Svona var orrustan við Hardhome tekin upp Orrustan við Hardhome, eða slátrunin, er eitt af umtöluðustu atriðum Game of Thrones þáttanna frá upphafi þeirra. 5. júní 2015 11:51 Game of Thrones: Hver er konungur næturinnar? Óvinurinn leit dagsins ljós í nýjasta þætti Game of Thrones. 2. júní 2015 15:45 Mest lesið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Orrustan við Hardhome er eitt umfangsmesta atriði sem tekið hefur verið upp fyrir hina vinsælu þætti, Game of Thrones. Til stóð að taka atriðið upp hér á landi, en hætt var við það vegna veðurs og vegna þess hve dagarnir eru stuttir á veturna. Þess í stað var bakgrunnur atriðsins myndaður á og við Djúpalónssand á Snæfellsnesi. Starfsmenn framleiðslufyrirtækisins Pegasus tóku myndir úr dróna af sjó og á landi og sköpuðu úr því þrívíddarheim sem notaður var í bakgrunn orrustunnar.Sjá einnig: Svona var orrustan við Hardhome tekin upp. Hér að neðan má sjá myndband sem brellufyrirtækið El Ranchito Imagen Digital birti nýverið. Þar má sjá hvernig tæknibrellum var beitt til að skapa umhverfi Hardhome. Þar má einnig sjá hvernig bakgrunninum frá Íslandi er bætt við atriðið.Gífurlega vinna fór í þetta atriði og tók átján daga að taka það upp. Þeir hefðu óneitanlega þurft að vera fleiri en það ef atriðið hefði verið tekið upp hér á landi. Þess í stað var það tekið upp í Írlandi. Hér að neðan ræðir brellumeistari Game of Thrones um tæknibrellur þáttanna. Þær þykja betri en þekkist í flestum sjónvarpsþáttum.
Bíó og sjónvarp Game of Thrones Tengdar fréttir Game of Thrones: Svona var orrustan við Hardhome tekin upp Orrustan við Hardhome, eða slátrunin, er eitt af umtöluðustu atriðum Game of Thrones þáttanna frá upphafi þeirra. 5. júní 2015 11:51 Game of Thrones: Hver er konungur næturinnar? Óvinurinn leit dagsins ljós í nýjasta þætti Game of Thrones. 2. júní 2015 15:45 Mest lesið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Game of Thrones: Svona var orrustan við Hardhome tekin upp Orrustan við Hardhome, eða slátrunin, er eitt af umtöluðustu atriðum Game of Thrones þáttanna frá upphafi þeirra. 5. júní 2015 11:51
Game of Thrones: Hver er konungur næturinnar? Óvinurinn leit dagsins ljós í nýjasta þætti Game of Thrones. 2. júní 2015 15:45