Gullöld framundan í Grafarvoginum? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júní 2015 10:00 Þórir Guðjónsson er kominn með fimm mörk í Pepsi-deildinni í sumar. vísir/vilhelm Fjölnir hefur aldrei endað ofar en í sjötta sæti í efstu deild og aldrei verið meðal þeirra bestu lengur en í tvö ár í senn. Nú lítur út fyrir að þetta kornunga félag sé loksins búið að slíta barnsskónum og tilbúið að festa sig í sessi í Pepsi-deildinni. Fjölnismenn hafa komið flestum á óvart með frábærri byrjun sinni í Pepsi-deildinni og eftir þriðja sigur sinn í röð í fyrrakvöld er liðið í þriðja sæti deildarinnar og þegar búið að vinna jafnmarga leiki og allt síðasta tímabil. Annað tímabilið hefur oft reynst liðum erfitt og það eru mörg dæmi um það. Víkingsliðið í sumar er til dæmis áttunda liðið á öðru ári í tólf liða deild sem nær ekki að vinna tvo eða fleiri leiki í fyrstu átta umferðunum. Inn á milli tekst þó liðum að byggja ofan á nýliðatímabilið og festa sig í deildinni. Byrjun Grafarvogspilta ætti að vera upphafið að einhverju meira ef marka má súper-byrjanir liða á sínu öðru ári.Enginn gert betur en Fram Framarar komu aftur upp í efstu deild sumarið 1984 og náðu þá fjórða sæti sem nýliðar. Liðið byrjaði síðan sumarið 1985 frábærlega þar sem það náði í 22 stig í fyrstu átta leikjunum og var með átta stiga forskot á toppnum þegar tímabilið var nærri því hálfnað. Framarar gáfu eftir í seinni umferðinni en urðu bikarmeistarar. Þeir áttu síðan eftir að vinna stóran titil næstu fimm árin þar af urðu þeir þrisvar sinnum Íslandsmeistarar; 1986, 1988 og 1990.Grafarvogsbúar hafa fjölmennt á völlinn í sumar.vísir/vilhelmSögulegt hjá Skagamönnum Skagamenn skrifuðu söguna með því að verða Íslandsmeistarar sem nýliðar sumarið 1992 og sigurganga þeirra hélt áfram. Þeir fengu 21 stig í fyrstu átta leikjum sínum sumarið 1993 og enduðu það síðan sem tvöfaldir meistarar. Skagamenn urðu síðan Íslandsmeistarar í þrjú ár til viðbótar. Það er enginn að fara að ætlast til þess að Fjölnismenn fari að safna titlum á næstu árum en þeir gætu kannski komið sér eins vel fyrir í deildinni og Fylkismenn gerðu í upphafi aldarinnar. Fylkir náði þá jafnmörgum stigum og Fjölnir í sumar í fyrstu átta leikjum sínum á öðru ári. Fylkismenn unnu bikarinn það ár sem og það næsta og þrátt fyrir að liðinu hafi ekki tekist að landa þeim stóra þá hefur það spilað í efstu deild allar götur síðan og lengst allra af liðunum í Pepsi-deildinni í sumar fyrir utan KR. Aron Sigurðarson og Þórir Guðjónsson skoruðu mörk Fjölnis í sigrinum á Leikni og hafa þeir félagar þegar skorað mörg af flottari mörkum tímabilsins. Þórir hefur nú skorað í fjórum af síðustu fimm leikjum liðsins og samtals fimm mörk í deildinni en Aron virðist nú vera að springa út eftir að hafa lofað mjög góðu með flottri frammistöðu nokkrum sinnum í fyrrasumar. Það er þó ekki síður varnarleikur liðsins sem er að leggja grunninn að velgengninni sem og það að heimavöllur liðsins hefur lifnað við eftir dapra mætingu í fyrra. Nú hafa mætt yfir þúsund manns að meðaltali á fyrstu fimm leikina og Fjölnisstrákarnir hafa séð til þess inni á vellinum að þar er einn allra besti heimavöllur deildarinnar í dag. Fjölnisvörnin hefur aðeins fengið á sig eitt mark í fyrstu fimm leikjum sínum og 13 af 17 stigum liðsins hafa komið í hús á Fjölnisvellinum. Eftir 2-0 tap á KR-vellinum í 3. umferðinni leit ekki út fyrir að eitthvað spennandi væri í bígerð hjá Grafarvogsliðinu en nú fimm leikjum síðar hefur liðið náð í 13 stig í viðbót og unnið alla leiki nema þegar það gerði 3-3 jafntefli við Val á Vodafonevellinum. Hvort þessi frábæra byrjun sé ávísun á komandi gullöld í Grafarvoginum er óvíst, en miðað við spilamennskuna í síðustu leikjum þá eru Fjölnismenn komnir til að vera í Pepsi-deildinni og hafa fyrir löngu sparkað annars árs draugunum yfir Gullinbrúna og í átt að Fossvoginum Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Fjölnir - Leiknir 3-0 | Fjölnir tveimur stigum frá toppnum Fjölnir vann sinn þriðja leik í röð og blandaði sér í toppbaráttuna með 3-0 sigri á Leikni. 15. júní 2015 22:00 Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Fjölnir hefur aldrei endað ofar en í sjötta sæti í efstu deild og aldrei verið meðal þeirra bestu lengur en í tvö ár í senn. Nú lítur út fyrir að þetta kornunga félag sé loksins búið að slíta barnsskónum og tilbúið að festa sig í sessi í Pepsi-deildinni. Fjölnismenn hafa komið flestum á óvart með frábærri byrjun sinni í Pepsi-deildinni og eftir þriðja sigur sinn í röð í fyrrakvöld er liðið í þriðja sæti deildarinnar og þegar búið að vinna jafnmarga leiki og allt síðasta tímabil. Annað tímabilið hefur oft reynst liðum erfitt og það eru mörg dæmi um það. Víkingsliðið í sumar er til dæmis áttunda liðið á öðru ári í tólf liða deild sem nær ekki að vinna tvo eða fleiri leiki í fyrstu átta umferðunum. Inn á milli tekst þó liðum að byggja ofan á nýliðatímabilið og festa sig í deildinni. Byrjun Grafarvogspilta ætti að vera upphafið að einhverju meira ef marka má súper-byrjanir liða á sínu öðru ári.Enginn gert betur en Fram Framarar komu aftur upp í efstu deild sumarið 1984 og náðu þá fjórða sæti sem nýliðar. Liðið byrjaði síðan sumarið 1985 frábærlega þar sem það náði í 22 stig í fyrstu átta leikjunum og var með átta stiga forskot á toppnum þegar tímabilið var nærri því hálfnað. Framarar gáfu eftir í seinni umferðinni en urðu bikarmeistarar. Þeir áttu síðan eftir að vinna stóran titil næstu fimm árin þar af urðu þeir þrisvar sinnum Íslandsmeistarar; 1986, 1988 og 1990.Grafarvogsbúar hafa fjölmennt á völlinn í sumar.vísir/vilhelmSögulegt hjá Skagamönnum Skagamenn skrifuðu söguna með því að verða Íslandsmeistarar sem nýliðar sumarið 1992 og sigurganga þeirra hélt áfram. Þeir fengu 21 stig í fyrstu átta leikjum sínum sumarið 1993 og enduðu það síðan sem tvöfaldir meistarar. Skagamenn urðu síðan Íslandsmeistarar í þrjú ár til viðbótar. Það er enginn að fara að ætlast til þess að Fjölnismenn fari að safna titlum á næstu árum en þeir gætu kannski komið sér eins vel fyrir í deildinni og Fylkismenn gerðu í upphafi aldarinnar. Fylkir náði þá jafnmörgum stigum og Fjölnir í sumar í fyrstu átta leikjum sínum á öðru ári. Fylkismenn unnu bikarinn það ár sem og það næsta og þrátt fyrir að liðinu hafi ekki tekist að landa þeim stóra þá hefur það spilað í efstu deild allar götur síðan og lengst allra af liðunum í Pepsi-deildinni í sumar fyrir utan KR. Aron Sigurðarson og Þórir Guðjónsson skoruðu mörk Fjölnis í sigrinum á Leikni og hafa þeir félagar þegar skorað mörg af flottari mörkum tímabilsins. Þórir hefur nú skorað í fjórum af síðustu fimm leikjum liðsins og samtals fimm mörk í deildinni en Aron virðist nú vera að springa út eftir að hafa lofað mjög góðu með flottri frammistöðu nokkrum sinnum í fyrrasumar. Það er þó ekki síður varnarleikur liðsins sem er að leggja grunninn að velgengninni sem og það að heimavöllur liðsins hefur lifnað við eftir dapra mætingu í fyrra. Nú hafa mætt yfir þúsund manns að meðaltali á fyrstu fimm leikina og Fjölnisstrákarnir hafa séð til þess inni á vellinum að þar er einn allra besti heimavöllur deildarinnar í dag. Fjölnisvörnin hefur aðeins fengið á sig eitt mark í fyrstu fimm leikjum sínum og 13 af 17 stigum liðsins hafa komið í hús á Fjölnisvellinum. Eftir 2-0 tap á KR-vellinum í 3. umferðinni leit ekki út fyrir að eitthvað spennandi væri í bígerð hjá Grafarvogsliðinu en nú fimm leikjum síðar hefur liðið náð í 13 stig í viðbót og unnið alla leiki nema þegar það gerði 3-3 jafntefli við Val á Vodafonevellinum. Hvort þessi frábæra byrjun sé ávísun á komandi gullöld í Grafarvoginum er óvíst, en miðað við spilamennskuna í síðustu leikjum þá eru Fjölnismenn komnir til að vera í Pepsi-deildinni og hafa fyrir löngu sparkað annars árs draugunum yfir Gullinbrúna og í átt að Fossvoginum
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Fjölnir - Leiknir 3-0 | Fjölnir tveimur stigum frá toppnum Fjölnir vann sinn þriðja leik í röð og blandaði sér í toppbaráttuna með 3-0 sigri á Leikni. 15. júní 2015 22:00 Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Fjölnir - Leiknir 3-0 | Fjölnir tveimur stigum frá toppnum Fjölnir vann sinn þriðja leik í röð og blandaði sér í toppbaráttuna með 3-0 sigri á Leikni. 15. júní 2015 22:00
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann