Fjölbreytt dagskrá á þjóðhátíðardaginn Bjarki Ármannsson og Þórgnýr Einar Albertsson skrifa 17. júní 2015 09:41 Frá hátíðarhöldunum á Akureyri fyrir ári. Vísir/Auðunn Skipulögð þjóðhátíðardagskrá í Reykjavík hefst klukkan korter yfir tíu með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Í kjölfarið tekur við dagskrá þar sem flestir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Veðurspá er sæmileg í borginni, átta gráða hita spáð auk lítillar rigningar. Léttur vindur verður af suð- austri. Hefðbundnir dagskrárliðir eru til staðar, til að mynda ávarp forsætisráðherra og ávarp Fjallkonunnar. Skrúðgöngur verða farnar frá Austurvelli, Hlemmi og Hagatorgi. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, leggur blómsveig frá Íslendingum að minnisvarða Jóns Sigurðssonar og Sóley Tómasdóttir, forseti borgarstjórnar, leggur blómsveig frá Reykvíkingum að leiði hans og konu hans. Barna- og fjölskylduskemmtanir verða annars vegar á Arnarhóli og hins vegar í Hljómskálagarðinum klukkan hálf tvö. Þá verða stórtónleikar á Arnarhóli í dag þar sem fram koma til að mynda Þórunn Antonía, AmabAdamA, Kolrassa krókríðandi og Reykjavíkurdætur. Skipulagðri dagskrá lýkur klukkan tíu í kvöld. 17. júní er fagnað í flestum sveitarfélögum landsins. Dagskráin hefst klukkan 13 á Akureyri og Ísafirði. Á Akureyri leggur skrúðganga af stað úr Lystigarðinum klukkan 13.45 og verður gengið inn á Ráðhústorg þar sem fjölskyldudagskrá undir stjórn Skátafélagsins Klakks hefst klukkan 14. Hægt verður að taka þátt í ratleik á miðbæjarsvæðinu sem skátafélagið Klakkur skipuleggur sem og í skátatívoli í Skátagilinu. Þá munu 200.000 naglbítar, Pétur Örn, Katrín Mist og fleiri koma fram á tónleikum milli 20 og 23.30. Skrúðganga á Ísafirði hefst 13.45, með skátum og lögreglu í broddi fylkingar, en krakkar geta fengið andlitsmálningu í Safnahúsinu frá klukkan 12. Hátíðardagskrá hefst á Eyrartúni klukkan 14 og barnadagskráin klukkan 14.30. Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Skipulögð þjóðhátíðardagskrá í Reykjavík hefst klukkan korter yfir tíu með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Í kjölfarið tekur við dagskrá þar sem flestir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Veðurspá er sæmileg í borginni, átta gráða hita spáð auk lítillar rigningar. Léttur vindur verður af suð- austri. Hefðbundnir dagskrárliðir eru til staðar, til að mynda ávarp forsætisráðherra og ávarp Fjallkonunnar. Skrúðgöngur verða farnar frá Austurvelli, Hlemmi og Hagatorgi. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, leggur blómsveig frá Íslendingum að minnisvarða Jóns Sigurðssonar og Sóley Tómasdóttir, forseti borgarstjórnar, leggur blómsveig frá Reykvíkingum að leiði hans og konu hans. Barna- og fjölskylduskemmtanir verða annars vegar á Arnarhóli og hins vegar í Hljómskálagarðinum klukkan hálf tvö. Þá verða stórtónleikar á Arnarhóli í dag þar sem fram koma til að mynda Þórunn Antonía, AmabAdamA, Kolrassa krókríðandi og Reykjavíkurdætur. Skipulagðri dagskrá lýkur klukkan tíu í kvöld. 17. júní er fagnað í flestum sveitarfélögum landsins. Dagskráin hefst klukkan 13 á Akureyri og Ísafirði. Á Akureyri leggur skrúðganga af stað úr Lystigarðinum klukkan 13.45 og verður gengið inn á Ráðhústorg þar sem fjölskyldudagskrá undir stjórn Skátafélagsins Klakks hefst klukkan 14. Hægt verður að taka þátt í ratleik á miðbæjarsvæðinu sem skátafélagið Klakkur skipuleggur sem og í skátatívoli í Skátagilinu. Þá munu 200.000 naglbítar, Pétur Örn, Katrín Mist og fleiri koma fram á tónleikum milli 20 og 23.30. Skrúðganga á Ísafirði hefst 13.45, með skátum og lögreglu í broddi fylkingar, en krakkar geta fengið andlitsmálningu í Safnahúsinu frá klukkan 12. Hátíðardagskrá hefst á Eyrartúni klukkan 14 og barnadagskráin klukkan 14.30.
Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira