Neyðarboð barst í morgun frá báti í Miðjarðarhafi með um þrjú hundruð flóttamenn um borð.
Að sögn AP er haft eftir Alþjóðaflóttamannastofnuninni (IOM) að tuttugu manns hið minnsta hafi drukknað.
Hvorki liggur fyrir hvert báturinn er á leið, né hvar nákvæmlega í Miðjarðarhafi báturinn er staddur.
Þá hafa tveir bátar til viðbótar sent úr beiðni um aðstoð.
Fyrr í dag bárust fréttir af því að þrír hafi drukknað eftir að bátur sökk undan grísku eyjunni Rhódos.
