Jarðrask á friðaðri Dyrhóley: RARIK gleymdi að láta Umhverfisstofnun vita Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. apríl 2015 18:12 Jarðrask í eyjunni. Myndir/Grétar Einarsson „Þeir gleymdu að tilkynna þetta til okkar og því fór sem fór. Þarna varð eitthvert jarðrask á friðuðu landi, skaðinn er skeður og lítið annað hjá okkur að gera en að fara austur og skoða aðstæður og meta í framhaldinu hvað við gerum. Eins og staðan er nú er ekki ljóst hver viðbrögð stofnunarinnar verða en farið var í framkvæmdir án leyfis stofnunarinnar,“ segir Ólafur Arnar Jónsson, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun. Stofnunin hefur fengið nokkrar ábendingar vegna jarðrasks á Dyrhóley í Mýrdalshreppi á friðuðu landi. Málavextir eru þeir að RARIK lagði fyrir helgina jarðstreng frá vitanum á eyjunni að veginum í þeirri trú að öll leyfi væru til staðar, enda búið að fá samþykki hluta landeigenda en láðst hafði að fá leyfi Umhverfisstofnunar. Umhverfisstofnun hafði í hyggju að leggja jarðstreng inn í Lágey Dyrhólaeyjar vegna byggingu salernishúss og hafði stofnunin á sínum tíma fengið tilskilin leyfi til þess. Var RARIK framkvæmdaraðili fyrir hönd Umhverfisstofnunar og hóf þær framkvæmdir fyrir helgi. Ekki lá fyrir beiðni fyrir lögninni að vitanum heldur einvörðungu að umræddu salerni.„Algjörlega ótrúlegt“ Þeir sem eru í ferðaþjónustu á Suðurlandi eru margir mjög hissa á vinnubrögðunum varðandi jarðstrenginn frá vitanum og hvernig farið hefur verið um friðaða landið. Friðrik Pálsson á Hótel Rangá er einn þeirra. „Ég er alls enginn umhverfisfasisti, eins og sagt er, en mér finnst þetta algjörlega ótrúlegt,“ segir Friðrik. „Þetta hlýtur að hafa afleiðingar. Þessar framkvæmdir á Dyrhólaey hljóta hins vegar jafnframt að vera háðar leyfi frá Umhverfisstofnun, en hver átti að hafa eftirlit með þeim? Hvort þetta tengist svo leigu Icelandair Hótels á vitanum í Dyrhólaey er svo önnur saga.“ Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, kom af fjöllum þegar hann var spurður út í málið í dag og sagði að það væru engar framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins í Dyrhóley. Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Sjá meira
„Þeir gleymdu að tilkynna þetta til okkar og því fór sem fór. Þarna varð eitthvert jarðrask á friðuðu landi, skaðinn er skeður og lítið annað hjá okkur að gera en að fara austur og skoða aðstæður og meta í framhaldinu hvað við gerum. Eins og staðan er nú er ekki ljóst hver viðbrögð stofnunarinnar verða en farið var í framkvæmdir án leyfis stofnunarinnar,“ segir Ólafur Arnar Jónsson, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun. Stofnunin hefur fengið nokkrar ábendingar vegna jarðrasks á Dyrhóley í Mýrdalshreppi á friðuðu landi. Málavextir eru þeir að RARIK lagði fyrir helgina jarðstreng frá vitanum á eyjunni að veginum í þeirri trú að öll leyfi væru til staðar, enda búið að fá samþykki hluta landeigenda en láðst hafði að fá leyfi Umhverfisstofnunar. Umhverfisstofnun hafði í hyggju að leggja jarðstreng inn í Lágey Dyrhólaeyjar vegna byggingu salernishúss og hafði stofnunin á sínum tíma fengið tilskilin leyfi til þess. Var RARIK framkvæmdaraðili fyrir hönd Umhverfisstofnunar og hóf þær framkvæmdir fyrir helgi. Ekki lá fyrir beiðni fyrir lögninni að vitanum heldur einvörðungu að umræddu salerni.„Algjörlega ótrúlegt“ Þeir sem eru í ferðaþjónustu á Suðurlandi eru margir mjög hissa á vinnubrögðunum varðandi jarðstrenginn frá vitanum og hvernig farið hefur verið um friðaða landið. Friðrik Pálsson á Hótel Rangá er einn þeirra. „Ég er alls enginn umhverfisfasisti, eins og sagt er, en mér finnst þetta algjörlega ótrúlegt,“ segir Friðrik. „Þetta hlýtur að hafa afleiðingar. Þessar framkvæmdir á Dyrhólaey hljóta hins vegar jafnframt að vera háðar leyfi frá Umhverfisstofnun, en hver átti að hafa eftirlit með þeim? Hvort þetta tengist svo leigu Icelandair Hótels á vitanum í Dyrhólaey er svo önnur saga.“ Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, kom af fjöllum þegar hann var spurður út í málið í dag og sagði að það væru engar framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins í Dyrhóley.
Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Sjá meira