Jarðrask á friðaðri Dyrhóley: RARIK gleymdi að láta Umhverfisstofnun vita Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. apríl 2015 18:12 Jarðrask í eyjunni. Myndir/Grétar Einarsson „Þeir gleymdu að tilkynna þetta til okkar og því fór sem fór. Þarna varð eitthvert jarðrask á friðuðu landi, skaðinn er skeður og lítið annað hjá okkur að gera en að fara austur og skoða aðstæður og meta í framhaldinu hvað við gerum. Eins og staðan er nú er ekki ljóst hver viðbrögð stofnunarinnar verða en farið var í framkvæmdir án leyfis stofnunarinnar,“ segir Ólafur Arnar Jónsson, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun. Stofnunin hefur fengið nokkrar ábendingar vegna jarðrasks á Dyrhóley í Mýrdalshreppi á friðuðu landi. Málavextir eru þeir að RARIK lagði fyrir helgina jarðstreng frá vitanum á eyjunni að veginum í þeirri trú að öll leyfi væru til staðar, enda búið að fá samþykki hluta landeigenda en láðst hafði að fá leyfi Umhverfisstofnunar. Umhverfisstofnun hafði í hyggju að leggja jarðstreng inn í Lágey Dyrhólaeyjar vegna byggingu salernishúss og hafði stofnunin á sínum tíma fengið tilskilin leyfi til þess. Var RARIK framkvæmdaraðili fyrir hönd Umhverfisstofnunar og hóf þær framkvæmdir fyrir helgi. Ekki lá fyrir beiðni fyrir lögninni að vitanum heldur einvörðungu að umræddu salerni.„Algjörlega ótrúlegt“ Þeir sem eru í ferðaþjónustu á Suðurlandi eru margir mjög hissa á vinnubrögðunum varðandi jarðstrenginn frá vitanum og hvernig farið hefur verið um friðaða landið. Friðrik Pálsson á Hótel Rangá er einn þeirra. „Ég er alls enginn umhverfisfasisti, eins og sagt er, en mér finnst þetta algjörlega ótrúlegt,“ segir Friðrik. „Þetta hlýtur að hafa afleiðingar. Þessar framkvæmdir á Dyrhólaey hljóta hins vegar jafnframt að vera háðar leyfi frá Umhverfisstofnun, en hver átti að hafa eftirlit með þeim? Hvort þetta tengist svo leigu Icelandair Hótels á vitanum í Dyrhólaey er svo önnur saga.“ Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, kom af fjöllum þegar hann var spurður út í málið í dag og sagði að það væru engar framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins í Dyrhóley. Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Sjá meira
„Þeir gleymdu að tilkynna þetta til okkar og því fór sem fór. Þarna varð eitthvert jarðrask á friðuðu landi, skaðinn er skeður og lítið annað hjá okkur að gera en að fara austur og skoða aðstæður og meta í framhaldinu hvað við gerum. Eins og staðan er nú er ekki ljóst hver viðbrögð stofnunarinnar verða en farið var í framkvæmdir án leyfis stofnunarinnar,“ segir Ólafur Arnar Jónsson, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun. Stofnunin hefur fengið nokkrar ábendingar vegna jarðrasks á Dyrhóley í Mýrdalshreppi á friðuðu landi. Málavextir eru þeir að RARIK lagði fyrir helgina jarðstreng frá vitanum á eyjunni að veginum í þeirri trú að öll leyfi væru til staðar, enda búið að fá samþykki hluta landeigenda en láðst hafði að fá leyfi Umhverfisstofnunar. Umhverfisstofnun hafði í hyggju að leggja jarðstreng inn í Lágey Dyrhólaeyjar vegna byggingu salernishúss og hafði stofnunin á sínum tíma fengið tilskilin leyfi til þess. Var RARIK framkvæmdaraðili fyrir hönd Umhverfisstofnunar og hóf þær framkvæmdir fyrir helgi. Ekki lá fyrir beiðni fyrir lögninni að vitanum heldur einvörðungu að umræddu salerni.„Algjörlega ótrúlegt“ Þeir sem eru í ferðaþjónustu á Suðurlandi eru margir mjög hissa á vinnubrögðunum varðandi jarðstrenginn frá vitanum og hvernig farið hefur verið um friðaða landið. Friðrik Pálsson á Hótel Rangá er einn þeirra. „Ég er alls enginn umhverfisfasisti, eins og sagt er, en mér finnst þetta algjörlega ótrúlegt,“ segir Friðrik. „Þetta hlýtur að hafa afleiðingar. Þessar framkvæmdir á Dyrhólaey hljóta hins vegar jafnframt að vera háðar leyfi frá Umhverfisstofnun, en hver átti að hafa eftirlit með þeim? Hvort þetta tengist svo leigu Icelandair Hótels á vitanum í Dyrhólaey er svo önnur saga.“ Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, kom af fjöllum þegar hann var spurður út í málið í dag og sagði að það væru engar framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins í Dyrhóley.
Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Sjá meira