Jarðrask á friðaðri Dyrhóley: RARIK gleymdi að láta Umhverfisstofnun vita Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. apríl 2015 18:12 Jarðrask í eyjunni. Myndir/Grétar Einarsson „Þeir gleymdu að tilkynna þetta til okkar og því fór sem fór. Þarna varð eitthvert jarðrask á friðuðu landi, skaðinn er skeður og lítið annað hjá okkur að gera en að fara austur og skoða aðstæður og meta í framhaldinu hvað við gerum. Eins og staðan er nú er ekki ljóst hver viðbrögð stofnunarinnar verða en farið var í framkvæmdir án leyfis stofnunarinnar,“ segir Ólafur Arnar Jónsson, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun. Stofnunin hefur fengið nokkrar ábendingar vegna jarðrasks á Dyrhóley í Mýrdalshreppi á friðuðu landi. Málavextir eru þeir að RARIK lagði fyrir helgina jarðstreng frá vitanum á eyjunni að veginum í þeirri trú að öll leyfi væru til staðar, enda búið að fá samþykki hluta landeigenda en láðst hafði að fá leyfi Umhverfisstofnunar. Umhverfisstofnun hafði í hyggju að leggja jarðstreng inn í Lágey Dyrhólaeyjar vegna byggingu salernishúss og hafði stofnunin á sínum tíma fengið tilskilin leyfi til þess. Var RARIK framkvæmdaraðili fyrir hönd Umhverfisstofnunar og hóf þær framkvæmdir fyrir helgi. Ekki lá fyrir beiðni fyrir lögninni að vitanum heldur einvörðungu að umræddu salerni.„Algjörlega ótrúlegt“ Þeir sem eru í ferðaþjónustu á Suðurlandi eru margir mjög hissa á vinnubrögðunum varðandi jarðstrenginn frá vitanum og hvernig farið hefur verið um friðaða landið. Friðrik Pálsson á Hótel Rangá er einn þeirra. „Ég er alls enginn umhverfisfasisti, eins og sagt er, en mér finnst þetta algjörlega ótrúlegt,“ segir Friðrik. „Þetta hlýtur að hafa afleiðingar. Þessar framkvæmdir á Dyrhólaey hljóta hins vegar jafnframt að vera háðar leyfi frá Umhverfisstofnun, en hver átti að hafa eftirlit með þeim? Hvort þetta tengist svo leigu Icelandair Hótels á vitanum í Dyrhólaey er svo önnur saga.“ Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, kom af fjöllum þegar hann var spurður út í málið í dag og sagði að það væru engar framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins í Dyrhóley. Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Fleiri fréttir Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Sjá meira
„Þeir gleymdu að tilkynna þetta til okkar og því fór sem fór. Þarna varð eitthvert jarðrask á friðuðu landi, skaðinn er skeður og lítið annað hjá okkur að gera en að fara austur og skoða aðstæður og meta í framhaldinu hvað við gerum. Eins og staðan er nú er ekki ljóst hver viðbrögð stofnunarinnar verða en farið var í framkvæmdir án leyfis stofnunarinnar,“ segir Ólafur Arnar Jónsson, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun. Stofnunin hefur fengið nokkrar ábendingar vegna jarðrasks á Dyrhóley í Mýrdalshreppi á friðuðu landi. Málavextir eru þeir að RARIK lagði fyrir helgina jarðstreng frá vitanum á eyjunni að veginum í þeirri trú að öll leyfi væru til staðar, enda búið að fá samþykki hluta landeigenda en láðst hafði að fá leyfi Umhverfisstofnunar. Umhverfisstofnun hafði í hyggju að leggja jarðstreng inn í Lágey Dyrhólaeyjar vegna byggingu salernishúss og hafði stofnunin á sínum tíma fengið tilskilin leyfi til þess. Var RARIK framkvæmdaraðili fyrir hönd Umhverfisstofnunar og hóf þær framkvæmdir fyrir helgi. Ekki lá fyrir beiðni fyrir lögninni að vitanum heldur einvörðungu að umræddu salerni.„Algjörlega ótrúlegt“ Þeir sem eru í ferðaþjónustu á Suðurlandi eru margir mjög hissa á vinnubrögðunum varðandi jarðstrenginn frá vitanum og hvernig farið hefur verið um friðaða landið. Friðrik Pálsson á Hótel Rangá er einn þeirra. „Ég er alls enginn umhverfisfasisti, eins og sagt er, en mér finnst þetta algjörlega ótrúlegt,“ segir Friðrik. „Þetta hlýtur að hafa afleiðingar. Þessar framkvæmdir á Dyrhólaey hljóta hins vegar jafnframt að vera háðar leyfi frá Umhverfisstofnun, en hver átti að hafa eftirlit með þeim? Hvort þetta tengist svo leigu Icelandair Hótels á vitanum í Dyrhólaey er svo önnur saga.“ Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, kom af fjöllum þegar hann var spurður út í málið í dag og sagði að það væru engar framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins í Dyrhóley.
Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Fleiri fréttir Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Sjá meira