Þorvaldur kastaði upp í klefanum og kemst ekki í sumarbústað til konunnar Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. júlí 2015 22:32 Þorvaldur Árnason alveg að fara að kasta upp á leið til búningsklefa í hálfleik í vesturbænum í kvöld. vísir/stefán Þorvaldur Árnason, milliríkjadómari, gat ekki dæmt seinni hálfleikinn í viðureign KR og Breiðabliks í 13. umferð Pepsi-deildarinnar í kvöld. Þorvaldur fékk boltann í höfuðið eftir spyrnu Atla Sigurjónssonar, miðjumanns Breiðabliks, í fyrri hálfleiknum og féll til jarðar. Dómarinn kláraði fyrri hálfleikinn en kastaði upp á leiðinni til búningsklefa og hélt svo áfram þar. „Hann ældi allt út í klefanum, greyið strákurinn. Svo talaði hann bara tóma vitleysu - meira en venjulega,“ sagði Þóroddur Hjaltalín, fjórði dómari leiksins og góðvinur Þorvaldar, léttur við Vísi rétt áðan. „Þorvaldur er sennilega með heilahristing og líklegt að hann verði á sjúkrahúsi yfir nótt. Þetta leit bara ekki nógu vel út. Skotið hjá Atla var ekki fast en mikið svakalega hefur hann hitt Þorvald illa,“ bætir Þóroddur við. Þorvaldur fær boltann í höfuðið Þóroddur var mættur í Vesturbæinn til að horfa á leikinn en endaði sem fjórði dómari þegar Smári Stefánsson, aðstoðardómari 2, meiddist. Erlendur Eiríksson, sem átti að vera fjórði dómari, fór þá á línuna. Erlendur þurfti svo að dæma seinni hálfleikinn þegar Þorvaldur meiddist og kom Jóhann Gunnar Guðmundsson til leiks í seinni hálfleik á línuna. „Það er magnað hvað það þarf marga dómara til að dæma einn leik,“ sagði Þóroddur og hló dátt. Sem fyrr segir eru Þorvaldur og Þóroddur góðir vinir og voru þeir á leið norður í land í sumarbústað þar sem konurnar þeirra eru búnar að koma sér fyrir. „Við vorum á leið í sumarfrí saman en það verður eitthvað að bíða. Ég keyri bara einn norður núna,“ sagði Þóroddur Hjaltalín. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Körfubolti Fleiri fréttir Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Sjá meira
Þorvaldur Árnason, milliríkjadómari, gat ekki dæmt seinni hálfleikinn í viðureign KR og Breiðabliks í 13. umferð Pepsi-deildarinnar í kvöld. Þorvaldur fékk boltann í höfuðið eftir spyrnu Atla Sigurjónssonar, miðjumanns Breiðabliks, í fyrri hálfleiknum og féll til jarðar. Dómarinn kláraði fyrri hálfleikinn en kastaði upp á leiðinni til búningsklefa og hélt svo áfram þar. „Hann ældi allt út í klefanum, greyið strákurinn. Svo talaði hann bara tóma vitleysu - meira en venjulega,“ sagði Þóroddur Hjaltalín, fjórði dómari leiksins og góðvinur Þorvaldar, léttur við Vísi rétt áðan. „Þorvaldur er sennilega með heilahristing og líklegt að hann verði á sjúkrahúsi yfir nótt. Þetta leit bara ekki nógu vel út. Skotið hjá Atla var ekki fast en mikið svakalega hefur hann hitt Þorvald illa,“ bætir Þóroddur við. Þorvaldur fær boltann í höfuðið Þóroddur var mættur í Vesturbæinn til að horfa á leikinn en endaði sem fjórði dómari þegar Smári Stefánsson, aðstoðardómari 2, meiddist. Erlendur Eiríksson, sem átti að vera fjórði dómari, fór þá á línuna. Erlendur þurfti svo að dæma seinni hálfleikinn þegar Þorvaldur meiddist og kom Jóhann Gunnar Guðmundsson til leiks í seinni hálfleik á línuna. „Það er magnað hvað það þarf marga dómara til að dæma einn leik,“ sagði Þóroddur og hló dátt. Sem fyrr segir eru Þorvaldur og Þóroddur góðir vinir og voru þeir á leið norður í land í sumarbústað þar sem konurnar þeirra eru búnar að koma sér fyrir. „Við vorum á leið í sumarfrí saman en það verður eitthvað að bíða. Ég keyri bara einn norður núna,“ sagði Þóroddur Hjaltalín.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Körfubolti Fleiri fréttir Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Sjá meira