Wikileaks greindi frá þessu á Twitter-síðu sinni í dag. Þar segir að í tölvupóstinum séu meðal annars skjöl er varða þjóðaröryggi Bandaríkjanna og tillögur til breytinga um yfirheyrsluaðferðir.
RELEASE: CIA Director John Brennan emails https://t.co/GC22CxkRkV #CIAemails pic.twitter.com/XdjkVPS5GW
— WikiLeaks (@wikileaks) October 21, 2015
Talið er að uppljóstrarinn sé þrettán ára piltur sem segist ósáttur við utanríkisstefnu Bandaríkjanna.
Starfsmenn ríkisins hafa verið hvattir til að nota opinber netföng þó dæmi séu um að háttsettir embættismenn visti gögn sín annars staðar. Þar má nefna Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna sem sækist eftir því að verða forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, en henni hefur verið gert að afhenda bandarísku alríkislögreglunni þúsundir blaðsíðna af tölvupóstum.
Tomorrow we continue our @CIA chief John Brennan email series, including on US strategy in Afghanistan and Pakistan. #AfPak #CIA
— WikiLeaks (@wikileaks) October 21, 2015