Argur Hannes sendir RÚV tóninn vegna fregna af töfum skila skýrslu hans Jakob Bjarnar skrifar 21. október 2015 21:24 Prófessorinn furðar sig á því sem honum finnst hreinlega brenglað fréttamat fréttastofu RÚV. visir/Stefán Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor var ráðinn til þess að sumarlagi 2014 af fjármálaráðuneytinu að skrifa skýrslu um orsakir bankahrunsins; þá hvað erlend áhrif varðar. Nú liggur fyrir að hann mun ekki skila skýrslunni í sumar eins og til stóð. Frá því var greint á sínum tíma að skýrslugerðin væri að frumkvæði Hannesar sjálfs og mun fjármálaráðuneytið greiða tíu milljónir fyrir skýrsluna. Ástæðan fyrir töfinni er tvíþætt, Hannes ákvað að skrifa tvær skýrslur, aðra styttri sem ekki hafði verið beðið um og svo hefur ekki náðst viðtal við einn eða tvo menn, sem nauðsynlegt er að heyra ofaní.Hvar eru fréttirnar um Má Guðmundsson?RÚV hefur greint frá töfum við afhendingu skýrslunnar og svo virðist sem prófessorinn sé gramur vegna þess fréttaflutnings. Hann hefur nú skrifað tvær fremur ergilegar færslur á Facebookvegg sinn þar sem hann hnýtir í RÚV. Í þeim fyrri furðar hann sig á því sem honum sýnist áhugaleysi fréttastofu RÚV á því þegar „ég upplýsti sl. vor, að líklega hefðu 270 milljarðar kr. tapast vegna handvammar Más Guðmundssonar og fólsku norrænna og breskra yfirvalda. Það þótti ekki frétt. En fréttastofa RÚV flutti í gær sérstaka frétt um það þjóðarböl, að líklega komi skýrsla mín ekki út fyrir næstu áramót.“Fréttastofa RÚV hafði engan áhuga, þegar ég upplýsti sl. vor, að líklega hefðu 270 milljarðar kr. tapast vegna...Posted by Hannes Hólmsteinn Gissurarson on 20. október 2015Skil annarrar skýrslu tefstOg nú í kvöld skrifar hann aftur færslu þar sem hann hnýtir í RÚV vegna þessa: „Af hverju hefur fréttastofa RÚV ekki birt tvær fréttir um töfina á skilum þessarar skýrslu, eins og hún hefur gert um töfina á skýrslunni, sem ég er ásamt öðrum að semja um bankahrunið?“ spyr Hannes og tengir við frétt Kjarnans þar sem greint er frá töfum skila skýrslu um rekstur Ríkisútvarpsins. Óli Björn Kárason, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, hélt því fram í grein í Morgunblaðinu í dag að hún lægi í skúffu í menntamálaráðuneytinu en Sigríður Hallgrímsson, aðstoðarmaður Illuga Gunnarssonar, segir enga skýrslu hafa borist ráðuneytinu. Eyþór Arnalds, sem fer fyrir nefndinni þeirri sem falið var að fara yfir fjármál RÚV ohf. staðfesti þetta við Vísi í samtali í dag og segir hann skýrslunnar að vænta á næstu dögum.Tvær skýrslur frekar en ein Hannes útskýrir þá hvernig standi á því að hann er ekki búinn að skila skýrslu sinni, og ástæðan er einfaldlega samviskusemi prófessorsins: „Töfin á minni skýrslu er hins vegar vegna þess tvenns, að ég er líka að vinna að lengri skýrslu (þótt samningurinn við fjármálaráðuneytið hafi ekki krafist þess) og að erfitt hefur verið að fá viðtöl við einn eða tvo menn, sem þó er nauðsynlegt að tala við. Ég hefði ella getað skilað styttri skýrslunni fyrir löngu. Og hefur fréttastofa RÚV reglulega birt fréttir af töfum á skilum annarra skýrslna? Væri könnun á þessu ekki tilvalið verkefni fyrir einhvern nemanda í fjölmiðlafræði?“Af hverju hefur fréttastofa RÚV ekki birt tvær fréttir um töfina á skilum þessarar skýrslu, eins og hún hefur gert um tö...Posted by Hannes Hólmsteinn Gissurarson on 21. október 2015 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor var ráðinn til þess að sumarlagi 2014 af fjármálaráðuneytinu að skrifa skýrslu um orsakir bankahrunsins; þá hvað erlend áhrif varðar. Nú liggur fyrir að hann mun ekki skila skýrslunni í sumar eins og til stóð. Frá því var greint á sínum tíma að skýrslugerðin væri að frumkvæði Hannesar sjálfs og mun fjármálaráðuneytið greiða tíu milljónir fyrir skýrsluna. Ástæðan fyrir töfinni er tvíþætt, Hannes ákvað að skrifa tvær skýrslur, aðra styttri sem ekki hafði verið beðið um og svo hefur ekki náðst viðtal við einn eða tvo menn, sem nauðsynlegt er að heyra ofaní.Hvar eru fréttirnar um Má Guðmundsson?RÚV hefur greint frá töfum við afhendingu skýrslunnar og svo virðist sem prófessorinn sé gramur vegna þess fréttaflutnings. Hann hefur nú skrifað tvær fremur ergilegar færslur á Facebookvegg sinn þar sem hann hnýtir í RÚV. Í þeim fyrri furðar hann sig á því sem honum sýnist áhugaleysi fréttastofu RÚV á því þegar „ég upplýsti sl. vor, að líklega hefðu 270 milljarðar kr. tapast vegna handvammar Más Guðmundssonar og fólsku norrænna og breskra yfirvalda. Það þótti ekki frétt. En fréttastofa RÚV flutti í gær sérstaka frétt um það þjóðarböl, að líklega komi skýrsla mín ekki út fyrir næstu áramót.“Fréttastofa RÚV hafði engan áhuga, þegar ég upplýsti sl. vor, að líklega hefðu 270 milljarðar kr. tapast vegna...Posted by Hannes Hólmsteinn Gissurarson on 20. október 2015Skil annarrar skýrslu tefstOg nú í kvöld skrifar hann aftur færslu þar sem hann hnýtir í RÚV vegna þessa: „Af hverju hefur fréttastofa RÚV ekki birt tvær fréttir um töfina á skilum þessarar skýrslu, eins og hún hefur gert um töfina á skýrslunni, sem ég er ásamt öðrum að semja um bankahrunið?“ spyr Hannes og tengir við frétt Kjarnans þar sem greint er frá töfum skila skýrslu um rekstur Ríkisútvarpsins. Óli Björn Kárason, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, hélt því fram í grein í Morgunblaðinu í dag að hún lægi í skúffu í menntamálaráðuneytinu en Sigríður Hallgrímsson, aðstoðarmaður Illuga Gunnarssonar, segir enga skýrslu hafa borist ráðuneytinu. Eyþór Arnalds, sem fer fyrir nefndinni þeirri sem falið var að fara yfir fjármál RÚV ohf. staðfesti þetta við Vísi í samtali í dag og segir hann skýrslunnar að vænta á næstu dögum.Tvær skýrslur frekar en ein Hannes útskýrir þá hvernig standi á því að hann er ekki búinn að skila skýrslu sinni, og ástæðan er einfaldlega samviskusemi prófessorsins: „Töfin á minni skýrslu er hins vegar vegna þess tvenns, að ég er líka að vinna að lengri skýrslu (þótt samningurinn við fjármálaráðuneytið hafi ekki krafist þess) og að erfitt hefur verið að fá viðtöl við einn eða tvo menn, sem þó er nauðsynlegt að tala við. Ég hefði ella getað skilað styttri skýrslunni fyrir löngu. Og hefur fréttastofa RÚV reglulega birt fréttir af töfum á skilum annarra skýrslna? Væri könnun á þessu ekki tilvalið verkefni fyrir einhvern nemanda í fjölmiðlafræði?“Af hverju hefur fréttastofa RÚV ekki birt tvær fréttir um töfina á skilum þessarar skýrslu, eins og hún hefur gert um tö...Posted by Hannes Hólmsteinn Gissurarson on 21. október 2015
Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira