Af hverju þurfti Amy Winehouse að deyja? Ólöf Skaftadóttir skrifar 1. júní 2015 17:54 Amy Winehouse Vísir/Getty Hin umdeilda heimildamynd Amy eftir Asif Kapadia segir söngkonuna heimsfrægu Amy Winehouse hafa þurft á mun meiri hjálp að halda en fólk hafi gert sér grein fyrir. Fjölskylda Winehouse hefur lýst yfir óánægju sinni með myndina, sem frumsýnd var á nýyfirstaðinni kvikmyndahátíð í Cannes. Fjölskylda Winehouse gaf út yfirlýsingu þess efnis að myndin sýndi ekki rétta mynd af Amy, í henni mætta finna staðreyndarvillur og að aðstandendur myndarinnar ættu að skammast sín. Kapadia gefur lítið fyrir gagnrýnina. Amy Winehouse fannst látin í íbúð sinni í norðurhluta Lundúna árið 2011, eins og frægt er orðið. Dánarorsökin var áfengiseitrun. Söngkonan hafði þá háð baráttu við fíkn sem endaði oftar en ekki á síðum dagblaða um allan heim. Áhrifa söngkonunnar gætti víða en Bubbi Morthens gaf það út stuttu eftir andlát söngkonunnar að það hefði verið hún sem ýtti honum út í sálartónlist og hefði verið innblástur plötu Bubba, Sólskuggana. Í myndinni má sjá áður óséð brot úr ævi Winehouse sem náðust á filmu. Myndin hefst þegar Winehouse er á unglingsaldri, þar sem hún brosir og syngur afmælissönginn fyrir vin sinn. Kapadia tekur svo viðtöl við skólafélaga, ráðgjafa, mömmu hennar og pabba, eiginmann hennar, umboðsmenn og tökustjórann, Mark Ronson. Í myndinni er til dæmis að finna myndband sem sýnir þegar Amy og Blake Fielder-Civil, eiginmaður hennar fara í meðferð saman, en samband þeirra hjóna var gríðarlega stormasamt. Fielder-Civil reynir í myndbandinu að fá eiginkonu sína til að breyta textanum við lag sitt Rehab, sem var eitt vinsælasta lag Amy og fjallar um að hún vilji ekki fara í meðferð. Fielder-Civil reynir að fá hana til að segja „Já, já, já" í stað „Nei, nei, nei". Þremur dögum seinna voru hjónin aftur komin í neyslu.Blake Fielder-Civil og Amy WinehouseVísir/GettyAsif Kapadia, leikstjóri myndarinnar Amy, segir í nýju viðtali við menningarfylgirit Sunday Times að það hafi verið erfitt að fá viðmælendur í myndina. Hann segir því að það hafi komið honum á óvart hversu auðvelt var að fá Blake til þess að tala. Þegar Kapadia hitti hann í fyrsta sinn sagði hann það hafi komið sér á óvart hversu illa hann leit út.„Hann var með mörg ör og var ekki lengur eins myndarlegur og hann þótti áður. Ef fólk sér hann í dag verður það áreiðanlegra enn óskiljanlegra en áður að skilja fyrir hverju í fari hans Winehouse féll á sínum tíma. Í myndinni er hann málaður sem atvinnulaus fíkill - en það er þó hægt að sjá úr gömlum myndbrotum að hann var bæði fyndinn og sjarmerandi, sem er væntanlega það sem Winehouse hefur fallið fyrir." En hvað hefði Amy getað gert öðruvísi? Af hverju þurfti hún að deyja? spyr blaðamaður Sunday Times.„Hún hefði átt að flýja borgina. Ég elska London, en London var að drepa hana."En af hverju heimildamynd um Amy Winehouse? „Ástæða þess að ég vildi gera mynd um Amy Winehouse er einfaldlega sú að mér finnst þessi saga eiga erindi, hún gefur ákveðna mynd af þessari borg og heiminum sem við búum í. Ég bjó nálægt Camden alla tíð, þar sem Winehouse eyddi nánast öllum stundum úti á lífinu, og ég átti vini sem byrjuðu að reykja heróín. Maður gat ekki gengið nokkra metra án þess að einhver reyndi að selja þér dóp. Það hefur breyst núna og London hefur breyst. Hratt. Amy var mjög sérstök manneskja. Hún var ein okkar. Úr hverfinu. Kannski hefðum við átt að líta betur eftir henni." Hér má sjá stiklu úr Amy. Bíó og sjónvarp Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Hin umdeilda heimildamynd Amy eftir Asif Kapadia segir söngkonuna heimsfrægu Amy Winehouse hafa þurft á mun meiri hjálp að halda en fólk hafi gert sér grein fyrir. Fjölskylda Winehouse hefur lýst yfir óánægju sinni með myndina, sem frumsýnd var á nýyfirstaðinni kvikmyndahátíð í Cannes. Fjölskylda Winehouse gaf út yfirlýsingu þess efnis að myndin sýndi ekki rétta mynd af Amy, í henni mætta finna staðreyndarvillur og að aðstandendur myndarinnar ættu að skammast sín. Kapadia gefur lítið fyrir gagnrýnina. Amy Winehouse fannst látin í íbúð sinni í norðurhluta Lundúna árið 2011, eins og frægt er orðið. Dánarorsökin var áfengiseitrun. Söngkonan hafði þá háð baráttu við fíkn sem endaði oftar en ekki á síðum dagblaða um allan heim. Áhrifa söngkonunnar gætti víða en Bubbi Morthens gaf það út stuttu eftir andlát söngkonunnar að það hefði verið hún sem ýtti honum út í sálartónlist og hefði verið innblástur plötu Bubba, Sólskuggana. Í myndinni má sjá áður óséð brot úr ævi Winehouse sem náðust á filmu. Myndin hefst þegar Winehouse er á unglingsaldri, þar sem hún brosir og syngur afmælissönginn fyrir vin sinn. Kapadia tekur svo viðtöl við skólafélaga, ráðgjafa, mömmu hennar og pabba, eiginmann hennar, umboðsmenn og tökustjórann, Mark Ronson. Í myndinni er til dæmis að finna myndband sem sýnir þegar Amy og Blake Fielder-Civil, eiginmaður hennar fara í meðferð saman, en samband þeirra hjóna var gríðarlega stormasamt. Fielder-Civil reynir í myndbandinu að fá eiginkonu sína til að breyta textanum við lag sitt Rehab, sem var eitt vinsælasta lag Amy og fjallar um að hún vilji ekki fara í meðferð. Fielder-Civil reynir að fá hana til að segja „Já, já, já" í stað „Nei, nei, nei". Þremur dögum seinna voru hjónin aftur komin í neyslu.Blake Fielder-Civil og Amy WinehouseVísir/GettyAsif Kapadia, leikstjóri myndarinnar Amy, segir í nýju viðtali við menningarfylgirit Sunday Times að það hafi verið erfitt að fá viðmælendur í myndina. Hann segir því að það hafi komið honum á óvart hversu auðvelt var að fá Blake til þess að tala. Þegar Kapadia hitti hann í fyrsta sinn sagði hann það hafi komið sér á óvart hversu illa hann leit út.„Hann var með mörg ör og var ekki lengur eins myndarlegur og hann þótti áður. Ef fólk sér hann í dag verður það áreiðanlegra enn óskiljanlegra en áður að skilja fyrir hverju í fari hans Winehouse féll á sínum tíma. Í myndinni er hann málaður sem atvinnulaus fíkill - en það er þó hægt að sjá úr gömlum myndbrotum að hann var bæði fyndinn og sjarmerandi, sem er væntanlega það sem Winehouse hefur fallið fyrir." En hvað hefði Amy getað gert öðruvísi? Af hverju þurfti hún að deyja? spyr blaðamaður Sunday Times.„Hún hefði átt að flýja borgina. Ég elska London, en London var að drepa hana."En af hverju heimildamynd um Amy Winehouse? „Ástæða þess að ég vildi gera mynd um Amy Winehouse er einfaldlega sú að mér finnst þessi saga eiga erindi, hún gefur ákveðna mynd af þessari borg og heiminum sem við búum í. Ég bjó nálægt Camden alla tíð, þar sem Winehouse eyddi nánast öllum stundum úti á lífinu, og ég átti vini sem byrjuðu að reykja heróín. Maður gat ekki gengið nokkra metra án þess að einhver reyndi að selja þér dóp. Það hefur breyst núna og London hefur breyst. Hratt. Amy var mjög sérstök manneskja. Hún var ein okkar. Úr hverfinu. Kannski hefðum við átt að líta betur eftir henni." Hér má sjá stiklu úr Amy.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira