Ekki annað í stöðunni en að grípa til aðgerða Óli Kristján Ármannsson skrifar 10. september 2015 07:00 Fundur samninganefnda þriggja stærstu félaga BSRB (SFR, SLFÍ, og LL) og samninganefndar ríkisins hjá ríkissáttasemjara í gær var árangurslaus. Annar fundur hefur ekki verið boðaður. Vísir/Gva Samninganefnd ríkisins heldur sig við að gerðardómur um kjör BHM og hjúkrunarfræðinga komi ekki kjaradeilu þriggja stærstu stéttarfélaga BSRB og ríkisins við. Þetta segir Árni Stefán Jónsson, formaður SRF – stéttarfélags í almannaþjónustu. Auk SFR eiga í viðræðunum Sjúkraliðafélag Íslands (SLFÍ) og Landssamband lögreglumanna (LL). Í gær lauk sjöunda fundinum í deilunni eftir að henni var vísað til ríkissáttasemjara. „Fundurinn fór illa, það var enginn árangur af fundinum þannig að ríkissáttasemjari sleit honum bara og annar hefur ekki verið boðaður,“ segir Árni Stefán. Samninganefndir beggja segir hann að haldi sig við sínar kröfur og þeim beri enn mikið í milli. „Það munar eitthvað um ellefu prósentum á okkar kröfum og því tilboði sem ríkið bauð okkur.“ Samninganefnd ríkisins haldi sig jafnframt við að gerðardómurinn í ágúst komi þessari kjaradeilu ekkert við. „Það teljum við mjög einkennilega nálgun, að ríkið ætli að semja við hluta sinna starfsmanna á miklu betri nótum en aðra, sem sannarlega eru þó lægst launaðir.“ Árni segir samninganefnd félaganna hafa verið vongóða fyrir fundinn, sér í lagi í ljósi nýafstaðinna eldhúsdagsumræðna þar sem peningar hafi virst fljóta út úr ríkissjóði. Fyrirstaðan virðist hins vegar ótti við að raska samningum á almenna markaðnum. „En það er náttúrlega bara vitleysa. Við erum að semja við ríkið og höfum bent á það oftar en einu sinni að við erum með 16 prósentum lægri laun en starfsmenn í sambærilegum störfum á almenna markaðnum.“ Þá hafi gerðardómur rökstutt mjög vel að niðurstaða hans hefði engin teljandi áhrif á stöðugleika eða verðbólgu. Árni segir komið að þeirri stund að samninganefndir félaganna leiti í baklandið eftir því hvernig bregðast eigi við þeirri grafalvarlegu stöðu sem uppi sé í viðræðunum. Því hafi nefndin hafnað því að hefja viðræður um sérkröfur og hvíla viðræður um launaliðinn. „Við töldum hvorki stund né stað til þess.“ Næsta þriðjudag, 15. september, klukkan fimm segir Árni Stefán gert ráð fyrir stórum fundi í Háskólabíó þar sem félögin þrjú kalli til sína félagsmenn. „Og spurningin sem við berum undir okkar félagsmenn er um næstu skref. Og við sjáum ekki annað en að við þurfum að grípa til einhverra aðgerða.“ Einhver tími líður þó áður en til aðgerða getur komið, segir Árni Stefán, því fyrst þurfi að greiða um þær atkvæði og síðan verði að líða hálfur mánuður áður en verkfall taki gildi. „Við náum þessu í fyrsta lagi eitthvað um 5. október.“ Verkfall 2016 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
Samninganefnd ríkisins heldur sig við að gerðardómur um kjör BHM og hjúkrunarfræðinga komi ekki kjaradeilu þriggja stærstu stéttarfélaga BSRB og ríkisins við. Þetta segir Árni Stefán Jónsson, formaður SRF – stéttarfélags í almannaþjónustu. Auk SFR eiga í viðræðunum Sjúkraliðafélag Íslands (SLFÍ) og Landssamband lögreglumanna (LL). Í gær lauk sjöunda fundinum í deilunni eftir að henni var vísað til ríkissáttasemjara. „Fundurinn fór illa, það var enginn árangur af fundinum þannig að ríkissáttasemjari sleit honum bara og annar hefur ekki verið boðaður,“ segir Árni Stefán. Samninganefndir beggja segir hann að haldi sig við sínar kröfur og þeim beri enn mikið í milli. „Það munar eitthvað um ellefu prósentum á okkar kröfum og því tilboði sem ríkið bauð okkur.“ Samninganefnd ríkisins haldi sig jafnframt við að gerðardómurinn í ágúst komi þessari kjaradeilu ekkert við. „Það teljum við mjög einkennilega nálgun, að ríkið ætli að semja við hluta sinna starfsmanna á miklu betri nótum en aðra, sem sannarlega eru þó lægst launaðir.“ Árni segir samninganefnd félaganna hafa verið vongóða fyrir fundinn, sér í lagi í ljósi nýafstaðinna eldhúsdagsumræðna þar sem peningar hafi virst fljóta út úr ríkissjóði. Fyrirstaðan virðist hins vegar ótti við að raska samningum á almenna markaðnum. „En það er náttúrlega bara vitleysa. Við erum að semja við ríkið og höfum bent á það oftar en einu sinni að við erum með 16 prósentum lægri laun en starfsmenn í sambærilegum störfum á almenna markaðnum.“ Þá hafi gerðardómur rökstutt mjög vel að niðurstaða hans hefði engin teljandi áhrif á stöðugleika eða verðbólgu. Árni segir komið að þeirri stund að samninganefndir félaganna leiti í baklandið eftir því hvernig bregðast eigi við þeirri grafalvarlegu stöðu sem uppi sé í viðræðunum. Því hafi nefndin hafnað því að hefja viðræður um sérkröfur og hvíla viðræður um launaliðinn. „Við töldum hvorki stund né stað til þess.“ Næsta þriðjudag, 15. september, klukkan fimm segir Árni Stefán gert ráð fyrir stórum fundi í Háskólabíó þar sem félögin þrjú kalli til sína félagsmenn. „Og spurningin sem við berum undir okkar félagsmenn er um næstu skref. Og við sjáum ekki annað en að við þurfum að grípa til einhverra aðgerða.“ Einhver tími líður þó áður en til aðgerða getur komið, segir Árni Stefán, því fyrst þurfi að greiða um þær atkvæði og síðan verði að líða hálfur mánuður áður en verkfall taki gildi. „Við náum þessu í fyrsta lagi eitthvað um 5. október.“
Verkfall 2016 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira