Enski boltinn

Lampard áfram hjá City

Anton Ingi Leifsson skrifar
Lampard í City-gallanum.
Lampard í City-gallanum. Vísir/Getty
Manchester City hefur framlengt lánssamning Frank Lampard við liðið fram til sumars, en Lampard er á láni frá New York City.

Lánssamningurinn átti að renna út 31. desember, en hann mun vera hjá City fram á sumar og missir því af upphafi tímabilsins í Bandaríkjunum.

Lampard, sem hefur skorað sex mörk í 17 leikjum fyrir City á tímabilinu, gekk í raðir New York í sumar, en var svo rakleiðis lánaður til City. Sömu eigendur eiga New York og Machester City.

Ljóst er að þetta er mikilvægt fyrir City, en þessi 36 ára enski landsliðsmaður spilaði lengst af á sínum ferli fyrir Chelsea þar sem hann spilaði 429 leiki og skoraði í þeim 147 mörk. Einnig hefur hann spilað fyrir West Ham og nú Manchester City.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×