Boða fjöldaúrsagnir úr Amnesty International vegna samþykktar um vændi Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 11. ágúst 2015 19:53 Amnesty International hefur samþykkt umdeilda tillögu um að leggja til að vændi verði ekki refsivert. Íslandsdeild samtakanna sat hjá við afgreiðsluna. Talskona Stígamóta segir kvennasamtök víða um heim loga vegna niðurstöðunnar og að þegar stefni í fjöldaúrsagnir úr samtökunum. Í tillögunni sem Amnesty International samþykkti á fundinum í Dublin er lagt til að vændi verði ekki gert refsivert enda eigi ríkið ekki að hafa afskipti af kynferðislegu samneyti milli fullorðinna, ef ofbeldi, misnotkun barna eða annað ólögmætt athæfi kemur ekki við sögu.Þetta er sorgardagur Íslandsdeildin var bundin trúnaði um efni tillögunnar og afstöðu sína en samþykkti strax í lok júlí að styðja hana ekki heldur sitja hjá við atkvæðagreiðsluna. „Fyrir okkur er þetta sorgardagur. Það er söguleg stund þegar stærstu og virtustu mannréttindasamtök í heimi snúi baki við vændiskonum sem þurfa á þeim að halda,“ segir Guðrún Jónsdóttir talskona Stígamóta en sjö íslensk kvennasamtök gagnrýndu tillöguna harðlega og hvöttu Íslandsdeildina til að greiða atkvæði gegn henni. Guðrún segist þegar hafa frétt um að fyrir dyrum séu fjöldaúrsagnir úr samtökunum á Norðurlöndum og víðar. „Á sama tíma er ég ansi hrædd um að klámiðnaðurinn muni fagna gríðarlega,“ segir Guðrún. „Það rignir yfir okkur skeytum og upplýsingum frá samstarfsfólki um allan heim og fólk er sammála um að Amnesty International hafi misst trúverðugleika og traust.“Segja utanríkisráðherra fara með rangfærslur Í tilkynningu frá Íslandsdeildinni segir að bagalegt sé að ekki skyldi reynast unnt að koma til félaga athugasemdum við ummæli utanríkisráðherra ríkisstjórnar Íslands, sem meðal annars átaldi samtökin fyrir að leggja fram tillögur um þetta efni á heimsþingi sínu og vísaði í því sambandi til átaksins #heforshe sem samtökin UN Women hafa staðið að, en rétt sé að benda á að þau samtök hafi ítrekað lýst þeirri afstöðu sinni að viðurkenna beri vændisþjónustu sem atvinnugrein og ganga þar með lengra en umræddar tillögur stjórnar Amnesty International um að aflétta refsingum við starfsemi vændisfólks. Hörður Helgi Helgason formaður Íslandsdeildar Amnesty sagði að næstu skref Íslandsdeildarinnar yrðu að kynna tillöguna og forsendur hennar eins og jafnan væri gert þegar um umdeild mál væri að ræða. Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Sjá meira
Amnesty International hefur samþykkt umdeilda tillögu um að leggja til að vændi verði ekki refsivert. Íslandsdeild samtakanna sat hjá við afgreiðsluna. Talskona Stígamóta segir kvennasamtök víða um heim loga vegna niðurstöðunnar og að þegar stefni í fjöldaúrsagnir úr samtökunum. Í tillögunni sem Amnesty International samþykkti á fundinum í Dublin er lagt til að vændi verði ekki gert refsivert enda eigi ríkið ekki að hafa afskipti af kynferðislegu samneyti milli fullorðinna, ef ofbeldi, misnotkun barna eða annað ólögmætt athæfi kemur ekki við sögu.Þetta er sorgardagur Íslandsdeildin var bundin trúnaði um efni tillögunnar og afstöðu sína en samþykkti strax í lok júlí að styðja hana ekki heldur sitja hjá við atkvæðagreiðsluna. „Fyrir okkur er þetta sorgardagur. Það er söguleg stund þegar stærstu og virtustu mannréttindasamtök í heimi snúi baki við vændiskonum sem þurfa á þeim að halda,“ segir Guðrún Jónsdóttir talskona Stígamóta en sjö íslensk kvennasamtök gagnrýndu tillöguna harðlega og hvöttu Íslandsdeildina til að greiða atkvæði gegn henni. Guðrún segist þegar hafa frétt um að fyrir dyrum séu fjöldaúrsagnir úr samtökunum á Norðurlöndum og víðar. „Á sama tíma er ég ansi hrædd um að klámiðnaðurinn muni fagna gríðarlega,“ segir Guðrún. „Það rignir yfir okkur skeytum og upplýsingum frá samstarfsfólki um allan heim og fólk er sammála um að Amnesty International hafi misst trúverðugleika og traust.“Segja utanríkisráðherra fara með rangfærslur Í tilkynningu frá Íslandsdeildinni segir að bagalegt sé að ekki skyldi reynast unnt að koma til félaga athugasemdum við ummæli utanríkisráðherra ríkisstjórnar Íslands, sem meðal annars átaldi samtökin fyrir að leggja fram tillögur um þetta efni á heimsþingi sínu og vísaði í því sambandi til átaksins #heforshe sem samtökin UN Women hafa staðið að, en rétt sé að benda á að þau samtök hafi ítrekað lýst þeirri afstöðu sinni að viðurkenna beri vændisþjónustu sem atvinnugrein og ganga þar með lengra en umræddar tillögur stjórnar Amnesty International um að aflétta refsingum við starfsemi vændisfólks. Hörður Helgi Helgason formaður Íslandsdeildar Amnesty sagði að næstu skref Íslandsdeildarinnar yrðu að kynna tillöguna og forsendur hennar eins og jafnan væri gert þegar um umdeild mál væri að ræða.
Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Sjá meira