Boða fjöldaúrsagnir úr Amnesty International vegna samþykktar um vændi Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 11. ágúst 2015 19:53 Amnesty International hefur samþykkt umdeilda tillögu um að leggja til að vændi verði ekki refsivert. Íslandsdeild samtakanna sat hjá við afgreiðsluna. Talskona Stígamóta segir kvennasamtök víða um heim loga vegna niðurstöðunnar og að þegar stefni í fjöldaúrsagnir úr samtökunum. Í tillögunni sem Amnesty International samþykkti á fundinum í Dublin er lagt til að vændi verði ekki gert refsivert enda eigi ríkið ekki að hafa afskipti af kynferðislegu samneyti milli fullorðinna, ef ofbeldi, misnotkun barna eða annað ólögmætt athæfi kemur ekki við sögu.Þetta er sorgardagur Íslandsdeildin var bundin trúnaði um efni tillögunnar og afstöðu sína en samþykkti strax í lok júlí að styðja hana ekki heldur sitja hjá við atkvæðagreiðsluna. „Fyrir okkur er þetta sorgardagur. Það er söguleg stund þegar stærstu og virtustu mannréttindasamtök í heimi snúi baki við vændiskonum sem þurfa á þeim að halda,“ segir Guðrún Jónsdóttir talskona Stígamóta en sjö íslensk kvennasamtök gagnrýndu tillöguna harðlega og hvöttu Íslandsdeildina til að greiða atkvæði gegn henni. Guðrún segist þegar hafa frétt um að fyrir dyrum séu fjöldaúrsagnir úr samtökunum á Norðurlöndum og víðar. „Á sama tíma er ég ansi hrædd um að klámiðnaðurinn muni fagna gríðarlega,“ segir Guðrún. „Það rignir yfir okkur skeytum og upplýsingum frá samstarfsfólki um allan heim og fólk er sammála um að Amnesty International hafi misst trúverðugleika og traust.“Segja utanríkisráðherra fara með rangfærslur Í tilkynningu frá Íslandsdeildinni segir að bagalegt sé að ekki skyldi reynast unnt að koma til félaga athugasemdum við ummæli utanríkisráðherra ríkisstjórnar Íslands, sem meðal annars átaldi samtökin fyrir að leggja fram tillögur um þetta efni á heimsþingi sínu og vísaði í því sambandi til átaksins #heforshe sem samtökin UN Women hafa staðið að, en rétt sé að benda á að þau samtök hafi ítrekað lýst þeirri afstöðu sinni að viðurkenna beri vændisþjónustu sem atvinnugrein og ganga þar með lengra en umræddar tillögur stjórnar Amnesty International um að aflétta refsingum við starfsemi vændisfólks. Hörður Helgi Helgason formaður Íslandsdeildar Amnesty sagði að næstu skref Íslandsdeildarinnar yrðu að kynna tillöguna og forsendur hennar eins og jafnan væri gert þegar um umdeild mál væri að ræða. Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Amnesty International hefur samþykkt umdeilda tillögu um að leggja til að vændi verði ekki refsivert. Íslandsdeild samtakanna sat hjá við afgreiðsluna. Talskona Stígamóta segir kvennasamtök víða um heim loga vegna niðurstöðunnar og að þegar stefni í fjöldaúrsagnir úr samtökunum. Í tillögunni sem Amnesty International samþykkti á fundinum í Dublin er lagt til að vændi verði ekki gert refsivert enda eigi ríkið ekki að hafa afskipti af kynferðislegu samneyti milli fullorðinna, ef ofbeldi, misnotkun barna eða annað ólögmætt athæfi kemur ekki við sögu.Þetta er sorgardagur Íslandsdeildin var bundin trúnaði um efni tillögunnar og afstöðu sína en samþykkti strax í lok júlí að styðja hana ekki heldur sitja hjá við atkvæðagreiðsluna. „Fyrir okkur er þetta sorgardagur. Það er söguleg stund þegar stærstu og virtustu mannréttindasamtök í heimi snúi baki við vændiskonum sem þurfa á þeim að halda,“ segir Guðrún Jónsdóttir talskona Stígamóta en sjö íslensk kvennasamtök gagnrýndu tillöguna harðlega og hvöttu Íslandsdeildina til að greiða atkvæði gegn henni. Guðrún segist þegar hafa frétt um að fyrir dyrum séu fjöldaúrsagnir úr samtökunum á Norðurlöndum og víðar. „Á sama tíma er ég ansi hrædd um að klámiðnaðurinn muni fagna gríðarlega,“ segir Guðrún. „Það rignir yfir okkur skeytum og upplýsingum frá samstarfsfólki um allan heim og fólk er sammála um að Amnesty International hafi misst trúverðugleika og traust.“Segja utanríkisráðherra fara með rangfærslur Í tilkynningu frá Íslandsdeildinni segir að bagalegt sé að ekki skyldi reynast unnt að koma til félaga athugasemdum við ummæli utanríkisráðherra ríkisstjórnar Íslands, sem meðal annars átaldi samtökin fyrir að leggja fram tillögur um þetta efni á heimsþingi sínu og vísaði í því sambandi til átaksins #heforshe sem samtökin UN Women hafa staðið að, en rétt sé að benda á að þau samtök hafi ítrekað lýst þeirri afstöðu sinni að viðurkenna beri vændisþjónustu sem atvinnugrein og ganga þar með lengra en umræddar tillögur stjórnar Amnesty International um að aflétta refsingum við starfsemi vændisfólks. Hörður Helgi Helgason formaður Íslandsdeildar Amnesty sagði að næstu skref Íslandsdeildarinnar yrðu að kynna tillöguna og forsendur hennar eins og jafnan væri gert þegar um umdeild mál væri að ræða.
Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira