Blóðbaðið í Waco: Átökin hófust eftir deilur um bílastæði Atli Ísleifsson skrifar 18. maí 2015 13:53 Níu manns voru drepnir og átján særðust í skotbardaganum sem varð á bílastæði í verslunarhverfi í borginni. Vísir/AFP Lögregla í Texas hefur handtekið 192 manns í kjölfar átaka fimm mótorhjólagengja í Waco í Texas í gær. Níu manns voru drepnir og átján særðust í skotbardaganum sem varð á bílastæði í verslunarhverfi í borginni. Bardaginn átti sér stað í og fyrir utan veitingastaðinn Twin Peaks í verslunarhverfi í Waco. Samkvæmt lögreglunni hófust átökin með slagsmálum, en fljótlega voru dregnir upp hnífar, keðjur og byssur.Í frétt KWTX segir að bílar og önnur farartæki viðskiptavina og starfsfólks veitingastaðarins hafi verið þaktir ummerkjum eftir skothríðina og hafi þau verið flutt af vettvangi vegna rannsóknar málsins.Liðsmenn gengjanna halda til WacoLögreglan vissi af því að meðlimir gengjanna væru að safnast saman í veitingahúsinu og voru fjöldi lögreglumanna viðstaddir þegar skothríðin hófst. Deilurnar hófust inni á veitingahúsinu en fluttust síðar út á bílastæði. Talsmaður lögreglu segir að liðsmenn gengjanna hafi að endingu hafið skothríð og að lögreglumenn hafi einnig skotið úr vopnum sínum. Allir hinir handteknu hafa verið ákærðir fyrir aðild að skipulagðri glæpastarfsemi, en búist er við að fleiri ákæruliðir bætist við í tilviki sumra eftir því sem rannsókn lögreglu miðar áfram. Að minnsta kosti tveir meðlimir mótorhjólagengja voru handteknir í morgun þegar þeir reyndu að komast inn í borgina en lögregla í Waco óttast að liðsmenn gengjanna muni sækja inn í borgina til að hefna félaga sinna.Földu sig í frysti inni á Twin PeaksLögregla taldi upphaflega að meðlimir þriggja gengja hefðu tekið þátt í skotbardaganum, en nú er ljóst að liðsmenn að minnsta kosti fimm gengja tóku þátt. Patrick Swanton, talsmaður lögreglunnar í Waco, segir að algert ófremdarástand hafi skapast á lóðinni. Segist hann aldrei hafa upplifað annað eins á 34 ára starfsferli innan lögreglunnar. Viðskiptavinir Twin Peaks og starfsmenn földu sig margir í frysti veitingastaðarins á meðan á skothríðinni stóð.Um hundrað skotvopn gerð upptækSwanton segir að lögregla hafi gert rúmlega hundrað skotvopn upptæk á vettvangi og að skotsár hafi fundist á fjölda nærstaddra farartækja. Hann segir að einungis meðlimir gengjanna hafi látist eða slasast og að lögreglumenn og almennir borgarar hafi sloppið ómeiddir. Lögreglumaðurinn segir að starfsmenn lögreglu hafi unnið með forsvarsmönnum Twin Peaks vikum saman til að reyna að koma í veg fyrir atvik sem þetta en lítið gengið. Segir hann að líklegast hefði verið hægt að koma í veg fyrir slíkt ef starfsfólk hefði sýnt meiri samstarfsvilja. Tengdar fréttir 192 handteknir eftir átök glæpagengja í Texas Níu manns voru drepnir og átján særðust í bardaganum sem varð á bílstæði í verslunarhverfi í Waco. 18. maí 2015 12:50 Níu létust í átökum mótorhjólagengja Meðlimir gengjanna fóru að slást á veitingastað í Texas en fljótlega voru dregnir upp hnífar og svo byssur. 17. maí 2015 22:28 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Innlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira
Lögregla í Texas hefur handtekið 192 manns í kjölfar átaka fimm mótorhjólagengja í Waco í Texas í gær. Níu manns voru drepnir og átján særðust í skotbardaganum sem varð á bílastæði í verslunarhverfi í borginni. Bardaginn átti sér stað í og fyrir utan veitingastaðinn Twin Peaks í verslunarhverfi í Waco. Samkvæmt lögreglunni hófust átökin með slagsmálum, en fljótlega voru dregnir upp hnífar, keðjur og byssur.Í frétt KWTX segir að bílar og önnur farartæki viðskiptavina og starfsfólks veitingastaðarins hafi verið þaktir ummerkjum eftir skothríðina og hafi þau verið flutt af vettvangi vegna rannsóknar málsins.Liðsmenn gengjanna halda til WacoLögreglan vissi af því að meðlimir gengjanna væru að safnast saman í veitingahúsinu og voru fjöldi lögreglumanna viðstaddir þegar skothríðin hófst. Deilurnar hófust inni á veitingahúsinu en fluttust síðar út á bílastæði. Talsmaður lögreglu segir að liðsmenn gengjanna hafi að endingu hafið skothríð og að lögreglumenn hafi einnig skotið úr vopnum sínum. Allir hinir handteknu hafa verið ákærðir fyrir aðild að skipulagðri glæpastarfsemi, en búist er við að fleiri ákæruliðir bætist við í tilviki sumra eftir því sem rannsókn lögreglu miðar áfram. Að minnsta kosti tveir meðlimir mótorhjólagengja voru handteknir í morgun þegar þeir reyndu að komast inn í borgina en lögregla í Waco óttast að liðsmenn gengjanna muni sækja inn í borgina til að hefna félaga sinna.Földu sig í frysti inni á Twin PeaksLögregla taldi upphaflega að meðlimir þriggja gengja hefðu tekið þátt í skotbardaganum, en nú er ljóst að liðsmenn að minnsta kosti fimm gengja tóku þátt. Patrick Swanton, talsmaður lögreglunnar í Waco, segir að algert ófremdarástand hafi skapast á lóðinni. Segist hann aldrei hafa upplifað annað eins á 34 ára starfsferli innan lögreglunnar. Viðskiptavinir Twin Peaks og starfsmenn földu sig margir í frysti veitingastaðarins á meðan á skothríðinni stóð.Um hundrað skotvopn gerð upptækSwanton segir að lögregla hafi gert rúmlega hundrað skotvopn upptæk á vettvangi og að skotsár hafi fundist á fjölda nærstaddra farartækja. Hann segir að einungis meðlimir gengjanna hafi látist eða slasast og að lögreglumenn og almennir borgarar hafi sloppið ómeiddir. Lögreglumaðurinn segir að starfsmenn lögreglu hafi unnið með forsvarsmönnum Twin Peaks vikum saman til að reyna að koma í veg fyrir atvik sem þetta en lítið gengið. Segir hann að líklegast hefði verið hægt að koma í veg fyrir slíkt ef starfsfólk hefði sýnt meiri samstarfsvilja.
Tengdar fréttir 192 handteknir eftir átök glæpagengja í Texas Níu manns voru drepnir og átján særðust í bardaganum sem varð á bílstæði í verslunarhverfi í Waco. 18. maí 2015 12:50 Níu létust í átökum mótorhjólagengja Meðlimir gengjanna fóru að slást á veitingastað í Texas en fljótlega voru dregnir upp hnífar og svo byssur. 17. maí 2015 22:28 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Innlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira
192 handteknir eftir átök glæpagengja í Texas Níu manns voru drepnir og átján særðust í bardaganum sem varð á bílstæði í verslunarhverfi í Waco. 18. maí 2015 12:50
Níu létust í átökum mótorhjólagengja Meðlimir gengjanna fóru að slást á veitingastað í Texas en fljótlega voru dregnir upp hnífar og svo byssur. 17. maí 2015 22:28